Kvennablaðið - 31.08.1916, Side 8

Kvennablaðið - 31.08.1916, Side 8
64 KVENNABLAÐIÐ 1 © I V erzlmiiii Bj J ’ • - jJi > jörn Kristjánsson, Reykjavík, Veshrgötn 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðustu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæði, enskt vaðuiál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónna^föt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. Ofurlitlum undrunarsvip brá iyrir í andliti gamla mannsins, en það breyttist brátt í dálítið fint smá-bros. »Já, eg get imjmdað mér, að það sé erfitt. Pað hlýtur eiginlega að vera miklu örðugra, en menn halda«. »Já, það er áreiðanlegt«, sagði Gunnivi og settist hvatlega upp í sætinu þráðbein. »0g mér finst heldur ekki, að eldra fólkið hafi rétt til, að neyða sinna tíma hugsjónum upp á okk- ur, og krefjast að við samþykkjum þær«. »Menn skyldu ætla það. Pað er líklega Hel- ena frænka, sem þú átt við?« »Já, og margir með henni. En ekki geta menn heimtað, að það sem álitið var hæfilegt fyrir 25—30 árum, sé álitið það enn í dag. Ef svo væri, færi heiminum aldrei fram«. »Auðvitað ekki. En er það ekki eitthvað sér- stakt, sem þú átt við með þessu. Eg þykist vita, að þið Helena frænka þín hafið leitt saman hesta ykkar í dag enn þá einu sinni«. Gunnivi hló, en varð svo strax aftur alvarleg. »Pað er ekki einungis hún Helena frænka«, sagði húu og varð alt í einu alvarleg. »Pað eru allir, sem álíta sig hafa rétt til, að setja út á unga stúlku, og það gremur mig. Pað er eins og hver einasti maður álíti sig vera forráða- mann hennar, og eiga að standast ábyrgð af orðum, gerðum og hugsunum hennar«. »Pað getur vel verið. Núna, þegar eg heyri þig segja það, þá get eg mjög vel hugsað mér, að það líti svo út«. »Já', og þess vegna álita allir sig hafa rétt til þess, að gera athugasemdir við hana. Alt sem við gerum er álitið bandvitlaust. Stundum erum við of frjálslegar, of frekar, of einráðar, og eínkum og sér í lagi of ókvenlegar, en stundum höfum við lesið of mikið, erum orðn- ar úttaugaðar af lestri, erum tilgerðarlegar, ó- viðkunnanlegar — og ókvenlegar, því það er- um við hér um bil alt af álitnar, hvernig sem við berum okkur til. Eg held ekki, að af öllum þeim látlausu og eðlilegu ungu stúlkum, sem eg þekki, sé ein einasta, sem ekki sé sögð vera ókvenleg. Eg hefi fengið megnasta viðbjóð á því orði, og enn þá meiri viðbjóð hefi eg á þeim sjaldgæfu undantekningum, sem eru það, sem kallast kvenlegar stúlkur. Pær eru ekkert annað en væmulegar hænur, af þeirri tegund kvenna, sem algengust var á lj7rri hluta siðustu aldar«. — »Nú, nú, nú, nú, Gunna mín! Okkur getur þó líklega komið saman um, að til séu bæði kvenlegar og ókvenlegar ungar stúlkur. Er ekki svo?« Framh. Útgefandi: Bríet Bjamliööinssilóttir. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.