Kvennablaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 1
Kvennabliiðið ko*t-
ar 3 kr.inninlanda
erlendig kr. 3 GO
(90 cent vestan-
hafs) ’/» verðsins
borgist fyrfram, en
*/» fyrir 16. júli.
ncu itab labib.
Cpppögn skrifleg
bundin við kra-
mót, ógild nema
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt
og kaupandi hati
borgað að fullu.
23. ár.
Kvennafursdurinn.
Að tilhlutun Kvenréttindafélags íslands var
almennur kvennafundur haldinn í Bárubúð
laugardaginn 7. júlí 1917.
Hátt á þriðja hundrað konur sóttu fundinn.
Fundarstjóri var kosin frú Guðrún Bjarna-
dóttir.
Skrifari Fjóla Stefáns.
Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir tók fyrst til máls
og talaði uiu sldpun dýrtíðarnefnda. Aleit hún
konur að minsta kosti jafnhæfar karlmönnum
til að sitja í verðlagsnefnd, matarnefnd og
liúsaleigunefnd. Fanst ekki að landsstjórn og
l)æjarstjórn hafa gert rétt í pví, þá er hún skip-
aði í pessar nefndir, að ganga algerlega fram
hjá konum. í samskonar nefndum erlendis ættu
konur alstaðar sæli.
í*á er málið hafði verið nokkuð rætt, var
svoliljóðandi tillaga borin upp frá B. Bjarn-
héðinsdóttur.
»Fundurinn mótmælir peirri ráðstöfun lands-
stjórnar og bæjarstjórnar að ganga fram hjá
konurn við skipun dýrtíðarnefnda, og skorar á
pessi stjórnarvöld að bæta tveimur konum við
í verðlagsnefnd, matarnefnd og húsaleigunefnd
hverja fyrir sig. Sömuleiðis að verði fleiri
nefndir skipaðar í dýrtíðarmálum þá verði pær
hlutfallslega jafnt skipaðar konuru sem körlum«.
Var tillagan samþykt með öllum greiddum
atkvæðum.
f*á tók til máls frú Guðrún Pétursdóttir og
talaði hún aðalega um eldsneyti bæjarbúa.
Fanst henni réttara að hafa tvenskonar verð á
gasinu, og að bæjarbúum mundi ekki önnur
dýrtíðarhjálp koma betur en að hvert heimili
fengi ákveðinn skamt af gasi fyrir lægra verð,
en nú hefði verið sett á pað. En pað sem eytt
væri fram yfir skamtinn væri svo borgað með
tvöföldu gjaldi, og mundi þetla áreiðanlega
verða til þess að gasið yrði meira sparað.
Frúin vildi láta borgarstjóra sjá um smíði á
moðkössum af mismunandi stærð, og fá konur
til að kenna fólki að nota pá og útbúa. Pótti
lienni borgarstjóri ekki hafa tekið þessu með
nógu mikilli alvöru. Eftir nokkrar umræður var
svohljóðandi till. borin upp:
»Fundurinn skorar á bæjarstjórn að breyta
M 6.
gasverðinu þannig, að pað verði tvenskonar.
Hvert heimili fái ákveðinn teningsmetrafjölda
fyrir Iægra verð en nú er, en svo verði tekið
tvöfalt gjald fyrir fyrir pað sem notað er fram
yfir pað. Sömuleiðis að láta smíða moðkassa
af hæfilegri stærð og láta leiðbeina fólki bæði
með að útbúa pá og nota.
Einnig óskar fundurinn að bæjarstjórnin
geri ráðstafanir til að Reykvíkingar fái sem
mest af Tjörneskolunum«.
Tillagan var samþykt með öllum greiddum
alkvæðum.
Enn fremur talaði frú Guðrún Pétursdóttir
uin almennings eldhús; sagði hún að ekkert
væri líklegra eftir núverandi útliti en að að
því ræki að taka þyrfli upp þá sparnaðarað-
ferð að elda sameiginlega. En þvi miður myndi
skorta næga þekkingu í þeim efnum, og væri
æskilegt að dugleg kenslukona væri send utan
til að læra af reynslu nágrannaþjóðanna.
Ura málið urðu miklar umræður og tóku
þessar konur til máls: Frú B. Bjarnhjeðins-
dóttir, frú Kr. Símonarson, frú Guðrún Lárus-
dóttir, frú Jóna Sigurjónsdóttir, frú Guðrún Jóns-
dóttir, frú Guðfinna Þorvaldsdóttir og frk.
Hólmfríður Árnadóttir. Að endingu var borin
upp svo hljóðandi tillaga og var hún samþykt
en mælti þó löluverðri mótspyrnu:
»Fundurinn slcorar á alþingi að fá hæfa
konu, helst lærða hússtjórnarkenslukonu, til að
fara til útlanda og kynna sér fyrirkomulag á
sameldhúsum og öðrum dýrtíðarráðstöfunum,
svo að hún gæti haldið fyrirleslra og gefið
fólki leiðbeiningar og síðan staðið fyrir sameld-
húsi, ef að tíminn sýndi að þörf væri á því síðar«.
Guðrún Bjarnadóttir, fundarstjóri.
Fjóla Stefáns, ritari.
* * * *
♦ * * * *
Tillögur þessar, ásamt útdrætti af fundar-
gerðinni og greinagerð fyrir þessu máli, sendi
stjórn K. R. F. í. stjórnarráðinu og bæjar-
stjórninni ásamt áskorun um að taka þessar
tillögur til greina. Ennfremur sendi stjórn
K. R. F. í. bjargráðanefnd Alþingis erindi um
að hlutast til um að skipuð yrði sérstök nefnd
sem í ættu sæti færar húsmæður eða hússtjórn-
arkenslukonur og sérfróðir karlmenn, sem
stjórnarráðið og dýrtíðarnefndirnar gætu borið
sig saman við um alt er heimilin snerti.
Reykjavík, 15. júli 1917.