Kvennablaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 43 styrkur til barnsins eöa móðurinnar, ef l'aðirinn er látinn, eða ekki fær um að greiða það. Rcykjavik, 16. júlí 1917. Virðingarfylst, í stjórn Iívenréttindafélags íslands. Briet Bjarnhéðinsdóttir. Gaðrún Bjarnadóttir. Gnðfinna Gisladóttir. Helga Torfason. Krislin Guðnuindsdótlir. Sigríður Jakobsdótlirn. Verkamannaheimili. »— Búðu belur eu þú liefir efni lil, borðaðu eins og þú hcfir efni til og klæddu þig ver en þú hefir cfni til«. Þessar reglur þótt þær séu máske vitur- legar, eru ekki fremur hafðar til eftir- breylni en margar aðrar góðar lífsreglur, enda verður líklegast hvað örðugast að fylgja þeim. Allsstaðar er kvartað um húsnæðisleysið, en verst er það þó í stór- borgunum, þar er það örðugasta viðfangs- efnið fyrir bæjarstjórnirnar. Reykjavík er í 'því máli alls ekki á eftir tímanum. Hvergi í nokkurri höfuðborg mun vera jafnmikil húsnæðisvandræði og hér. En líklega er innstreymið hér líka tiltölulega meira, eftir fólksfjölda landsins, en í flestum öðrum löndum. Við fylgjumst líka algerlega með öðrum þjóðum (að minsta kosti Dönum) að byggja skúra handa húsvilta fólkinu. En okkar skúrar eru auðvitað miklu verri og óvandaðri, því við eigum óhægra með efnið í þá. Og hér er ekkert bygt annað. Hér taka hvorki félög né einstakir iðnað- armenn sig til að byggja verkamanna- heimili, hentugar smáíbúðir handa efna- minna fólkinu. En það gera þó prívat- menn og hlutafélög annarstaðar. Það væri því máske ekki fjarri sanni að menn hefðu gaman af að heyra um fyrirkomulag til þess að útvega holla og góða verkamanna- bústaði, sem hefir verið komið á í Slokk- hólmi nú í síðustu 10—20 árin og alt af færir meira og meira út kvíarnar, það hefir orðið vinsælt og lítur út fyrir að verða tekið til eftirbreytni. Það er hlutafélag sem kallast »Aktiebo- laget Stockholms Arbeterehem«, (hlutafé- lagið Verkmannaheimili Stokkhólms). Auð- vitað hafa mörg hlutafélög verið stofnuð i þessum tilgangi, en þetta félag hefir getið sér beztan orðstýr, þótt hafa bezt fyrir- komulag í félagslegu tilliti. Sálin í þessu fyrirtæki er fröken Agnes Lagerstedt sem áður var kenslukona við alþýðubarnaskóla bæjarins. Hún hafði þá kynst mörgu fátækara fólkinu og öllum þess ástæðum og þá varð hún þess vör hvílík hætta í siðferðislegu og heilbrigðis- legu tilliti stafaði af húsnæðisleysinu, með sínum þar af leiðandi húsþrengslum og óhollum og saggafullum híbýlum, sem varla gátu kallast mannabústaðir. Þessar vandræðaástæður vöktu meðaumkun og áhuga fröken Lagerstedt og löngun til að hjálpa þeim sem máttu þola ilt af þessu liús- næðisleysi. Hún sagði því kennarastöðunni upp til þess að geta gefið sig alla við að bæta eitthvað úr þessu. Fyrsta verkefni hennar í þessa átt var það að verða umsjónarmaður yfir fátælcra- hverfi einu sem Stockholms bæjarfélag átti. Það voru 6 ekki stór hús, öll illa útlít- andi bæði utan og innan og saggafull. Hún settist nú að í einu af þessum hús- um, sem ætluð voru fátækustu aumingj- unum í bæjarfélaginu, og svo byrjaði hún á starfi sinu, til að bæta alt ástand leigj- endanna. Mestu óregluseggjunum og siðspiltustu leigendunum sagði hún upp húsnæðinu, og svo lét hún gera við og endurbæta íbúðir þeirra, sem eftir voru. Hún kom á góðri reglu úti og inni, skreytti garðsvæð- in (hlöðin) sem eru inni í miðri bygging- unni (eins og barnaskólaportið) og lét planta þar tré og blóm, setja þar bekki o. s. frv. Hún hjálpaði fjölskyld- unum með ráðum og dáð, útvegaði þeim

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.