Kvennablaðið - 15.07.1917, Page 8
48
KVENNABLAÐIÐ
"V erzlvuiin
Björn Kristjánsson,
Reykjavík, Vesturgötu 4, 1
selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðusíu tegundum; ^
litirnir óvenjulega haldgóðir. ^
Meðal annars má nefna: Klæðl, enskt vaðuiál, fatatau allsk., @
kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt,
prjónna^föt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl.
Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska.
— »Kemur liann ekki oft að heimsækja þig
og barniö?«
— »í fyrstunni kom hann oft, en nú er liann
hættur að koma. Ilann talaði um að við skyld-
um gifta okkur, en eg vildi það ekki«.
— »Pú vildir það ekki, Anna«. — Fröken Inga
varð auðsjáanlega alveg forviða. — «Veiztu þá
hvað það hafði að þýða fyrir þig og barnið
að þú værir hans lögleg eiginkona?«
Anna roðnaði dálítið. — »Jú«, sagði hún, »víst
hefi eg hugsað um það, en frökenin veit ekki
hvernig hann er. Hann er líka farinn að drekka.
Ef hann væri maðurinn minn, þá hefði hann
vald til að taká alla mina peninga frá mér.
Hann mundi ekkert vinna, heldur drekka upp
alt, sem eg gæti unnið mér inn. Og hann mundi
víst berja bæði mig og barnið. Pað yrði ein-
ungis eymd og armæða. Pað er víst mikið betra
fyrir Elsu eins og það er nú, þótt hún sé sama
sem föðurlaus«. —
Fröken Inga hljóðnaði við.
— »Eg skal segja frökeninni«, hélt Anna áfram.
»Mér þótti fyrst svo vænt um liann, að eg hélt
eg gæti ekki lifað án hans. — Eg gaf honum
úrið mitt og sparisjóðsbókina mína, meðan við
vorum trúlofuð. Frökenin getur varla ím^mdað
sér hvað eg tók út, þegar eg sá að honum þótti
ekki lengur neitt verulega vænt um mig. Eg
grét og æpti, helzt hefði eg fleygt mér í sjóinn.
Eg skammaðist mín svo. — En svo fæddist
Elsa, og þá fanst mér eg hafa fengið hana í
staðinn fyrir alt hitt. Nú hefi eg enga tilfinningu
fyrir honum. Hjartað í mér cr alveg dautt í þá
átt. Eg elska bara telpuna mina — hjartans litla
gullið mitt«. — Og um leið kysti hún hana og
faðmaði að sér, og gaf henni öll þaugælunöfn,
sem henni duttu í hug.
Fröken Inga horfði á þær báðar, og svo varð
henni lilið á dráttmyndina, sem hún hafði verið
að gera. Parna hafði hún verið að reyna að
festa á pappírinn mynd af móður og barni —
það var að eins eftirstæling, dauð stryk og linur;
hér var lífið og virkileikinn og hamingjan. Já,
hamingjan. — G'uð minn góður, en hvað hún
öfundaði þessa stúlku, sem kallaði þetta litla,
spriklandi, rjóða barn, sitt eigið barn! Saga
Önnu var svo sem venjuleg og einföld — það
var gamla sagan. En hversu aðdáunarverð var
ekki þessi unga kona, sem á rústunum af sin-
um eigin ástar-skýjaborgum bygði nú með iðju-
sömum höndum betri og varanlegri hamingju
handa sér. Hvað hafði hún sjálf afrekað í saman-
burði við Önnu? Ekkert! Hennar líf var tómt,
innihaldslaust og ónýtt. —
Hún starði þunglyndislega fram fyrir sig,
þegar Anna alt i einu sagði: »Eg held eg verði
að fara heim með Elsu, hún er svo syfjuð. Pað
er kominn svefntími fyrir liana«.
(Framh.).
Útgefandi: Bríet — Prentsmiðjan Gutenberg.