Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 3 mönnum til hugar, sem gáfu Stefaníu með- mæli til að fá danskt fé, að gangast fyrir því að við hér heima viðurkendum í verki að hún ætti það skilið. — Nei, sjálf fékk hún að kosta ferð sína, bæði þá og síðar án okkar hjálpar. Okkur var nóg að mæla með því að aðrir tækju að sér þær skyld- ur, sem við áttum sjálf að inna af hendi við hana. Og þó var þetta ekki af því að við findum ekki leikarayfirburði hennar og viðurkendum þá, því fáir leikarar hafa átt jafn almennum vinsældum að fagna hér í bænum sem hún. Hún hefir jafnan verið eftirlætisbarn flestra leikhúsgestanna. Eg liefi heyrt ýmsa segja, sem séð hafa frú Jóhönnu Dybvad leika, að frú Stefanía minni sig oft á hana þegar hún er á leik- sviðinu. Og víst er um það, að þær eiga sammerkt í mörgu, þótt eg ætli ekki að fara hér að gera neinn leikara samjöfnuð milli þeirra. Til þess eru allar kringum- stæður svo ólíkar. En leitt er að Stefanía sl^uli aldrei hafa haft ástæðu til að sjá þessa frægu, norsku leikkonu í hinum ýmsu hlutverkum hennar, einkum í þeim leikritum, sem leikin hafa verið hér heima Það hefur þó í mörg ár verið draumur og ósk frú Stefaníu að geta séð frú Dybvad á leiksviðinu og yfir höfuð að geta kynst norskri leiklist þar í heimahúsum. Það er vonandi að alþingi fari nú að viðurkenna að ýmsir af leikurunum okkar eru ekki síður listamenn en þeir málarar og mynd- höggvarar, sem nú hata árlegan styrk á fjárlögunum. Þetta er þó alls ekki sagt til að gera lítið úr þeim En það er alkunn- ugt að góðir sjónleikar eru ekki ónauð- synlegri menningarlind en málaralisl og myndhöggvara. Leikararnir okkar verð- skulda þakkir þjóðarinnar allrar. Þeir hafa lagt á sig mikið erfiði og útgjöld til að koma upp þeim vísi til leiklistar, sem við höfum eignast. Þeir hafa sjálfir ekkert úr býtum borið nema þreytuna og erfiðis- munina, þvi laun þau, sem Leikfélagið hefir getað veitt, getur tæplega talist, þegar þau eru borin saman við allar klukku- stundirnar, sem til undirbúnings leikanna hafa farið. Og það hafa eingöngu verið frístundir þessa fólks, sem það átti að eiga sér til hvíldar. Leikstörfin hafa aldrei matt vera annað en hjáverk af því þau hafa ekki gefið neitt teljandi i aðra hönd. Það er því kominn tími til að Alþingi viður- kenni þessa list með því að styrkja beztu leikarana, ekki síður en hina listamenn- ina sem árlegan styrk fá. Að minsta kosti ætti það að styrkja þá til utanferða og skera þann styrk ekki alt of mikið við neglur sér. Vonandi er að Alþingi veiti á næstu fjárlögnm sínum styrk í einhverri mynd handa fjölhæfustu og beztu leikurunum, annaðhvort sem árlegan styrk, sem auð- vitað væri ákjósanlegast, ellegar sem ferða- styrki handa þeim, þegar fer að létta af mesta ófriðarmyrkrinu og aftur fer að rofa til sóla'r. Um það munu allir samdóma, að fyrsta ferðastyrkinn, sem veittur er leikara af landssjóði, hann sé frú Stefanía Guðmundsdóttir sjálfkjörin til að fá, sem okkar viðurkenda frægasta leikkona, sem hvert land og leikhús gæti verið hreykið bæði af að eiga og að styrkja og launa, meðan hún er í fullu fjöri til að vinna leiklistinni og þjóð sinni gagn og sæmd. Laun í lifanda lífi, sein geta komið að notum, eru meira verð en háreistir minnis- varðar á leiði þeirra, sem launin verð- skulduðu — en fengu ekki. Briet Bjarnhédinsdóttir. Kosningarréttarfrumvarp það, sem neðri deild enska Parlamentisins samþykti í vor, hefir í vetur verið til umræðu í efri málslofuni og var samþykt þar við 1. umræðu nokkru fyrir jól. Snemma i janúar var það aftur samþykt með miklum atkvæðamun við aðra umræðu, og er nú gengið i gegnum 3. umræðu og orðið að lögum. Pað veitti öllum þrítugum konum póli- -tísk réttindi, sem kosningarrétt hafa í sveita- og héraðamálum. Kosningarréttur enskra karl- manna er þundinn við 21 ár. Eftir þessum iög- um fá 3 miljónir enskra kvenna kosningarrétt Þ. 6. des. síðastl., samþykti þingið í Hollandi lög, sem veita hollenzkura konum pólitískt kjörgengi, en ekki kosningarréttinn. Pó má nú veita þeim hann án stjórnarskrárbreytingar. f

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.