Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 67 saman bættust þær viö, sem ekki tóku í fyrstu þátt i því, svo varla varð nokkurn sporvagn eða bíl að sjá í London. Og þar við bættist svo, að margar konur, sem voru járnbrautar- vagnstjórar komu með. Allir karlmenn, sem voru vagnstjórar, voru þeim fj'lgjandi, og sögðu að það væri ekki rétt að stúlkurnar hefðu minni laun en þeir, fyrir sömu verk, og meir en helmingur þeirra lagði líka niður vinnuna. í þrjá daga var alt í vanda og vitleysu. Deiluefnið var, að stúlkurnar vildu fá 5 shillings launauppbót um vikuna, eins og karl- mennirnir. Eftir 3 daga var málinu visað til Framleiðslunefndarinnar og stúlkurnar tólai-^ðail) hafði hann bara altaf búist við að heyra aftur upp vinnuna. 30. ágúst var auglýst að verkfallið væri upphafið til fulls með fullum sigri fyrir stúlkurnar, þær fengu sína lauua- uppbót. En — svo bar það óvænta við, að stjórnin ákvað að setja nefnd til að taka alt þetta jafnréttislaunamál, og var ein kona meðal þeirra, sem útnefndir voru. Petta kom einkum konum mjög óvart, og þær furðuðu sig á þess- ari óvæntu sanngirni frá stjórnarinnar hálfu, en ejru þó vongóðar og glaðar yfir þessu tákni timanna, sem þær vænta að verði til þess, að fult samræmi og réttlæti komist á launakjör karla og kvenna. Allir virtust líka taka þessum málalokum mjög vel, og viðkvæðið varhjá öll- um: »Pær áttu það skilið«. Vegurinn að virðingunum. Eftir Ernst Lundquist. ------ (Frh.). Hann gekk svo burt að málararammanum og fór að mála, án þess að virða Febo þess að lita við honum með einu tilliti. En þegar hann heyrði hurðina lokast á eftir honum, þá fleygði hann öllnm málaraáhöldunum út i horn og æddi fram og aftur um gólfið og sparkaði í alt, sem varð á vegi lians, með reiði, sem auðséð var að átti við alt annað. »Mascalzone, Mascalzone!« taulaði hann milli tannanna. Tuttugu og fimm lira! Peir höfðu ekki metið listagildi hans meira en á tuttugu og fimm lira! Ef þeir hefðu að minsta kosti heimtað eitt þúsund —. En eiginlega var það vitlaust af honum, að verða reiður. Margoft hafði hann heyrt lista- félaga sina i Róm tala um að svona gengi það til, við hvaða list sem menn fengjust. Málar- ar, rithöfundar, leikarar, — allir yrðu þeir á einhvern hátt að múta sér fram. Og það var ekki heldur neitt undarlegt. Margir af blaöa- mönnunm lifðu við svo magran kost, að þeir gátu ekki borgað aðstoðarmönnum sinum, held- ur neyddu þá til að skrifa til þess að verða þektir, eða þá að tá sér ritlaun á annan hátt, frá þeim, sem höfðu gagn af greinum þeirra. Hann hafði bara gleymt þessu. Hann var svo sokkinn ofan í málarahugsjónir sínar að hann gleymdi öllu í umheiminum í kringum sig, — enda kom sá umheimur honum mjög lítið yið, Einkum hafði hann gleymt því, að einkennis- orð þessara tíma eru: Viðskifti eru ekkert annað en viðskifti — hrein og bein kaupsýsla. Meðan hann stóð þarna við málararammann blaðagreinamerkið, hann Febo, sem sat þarna, segja áður en hann fór: »Eftir þessu skaltu iðrast«. En hann fór án þess að segja það. — Jæja, hann hugsaði það eflaust þeim mun innilegar. ^ Nei, aldrei skyldi hann iðrast eftir þessu, hverjar sem afleiðingarnar j'rðu af þessari viðureign þeirra. Hann gekk að speglinum, sem hékk úti í horni í herberginu, og beygði sig fyrir sínu eigin andliti i speglinum, blóð- rauðu af vonzku, og sagði: sPakka þér kærlega fj'rir, Mauro Santine. Pú hefir farið drengilega að. Og eg heiti þér þvi við drengskap minn, að þessa skal eg aldrei nokkurn tíma iðrast«. Og þetta heit hélt hann samvizkusamlega alla sína æfi, þótt »afleiðingin« léti auðvitað ekki bíða lengi eftir sér, og það bæði nú og siðar. Febo hafði auðsjáanlega ekki látið stéttar- bræður sína vera óvilandi um, hvað komið hefði fyrir við vía Margutta, og hverskonar maður Mauro Santine væri. Pví þegar gagn- rýnendurnir fóru nú að koma fram með dóma sína í öllum dagblöðum borgarinnar um lista- verkasýninguna, þá var hvergi minst með ein- um einasta staf á hans nafn. Og Magdalenu sína fékk hann þegar eftir sýninguna óselda heim til sin aftur. Og svo leið æfin og árin eins og hingað til, án þess að honum væri veitt eftirtekt. Hann málaði við og við stöku mj'ndir handa ferða- mönnum, sem hinn enski þurlitamálari Guy Marston vinur hans sendi honum, þegar hann sjálfur var svo önnum kafinn, að hann komst ekki til þess. Stundum málaði hann líka »Kær- leiksbrunninn« eftir frummyndinni, ef hann liafði ekkert annað að gera en að eyða hinum litla arfi sínum, sem hann ekki vildi snerta á. Annars lét hann hverjum degi nægja sína þjáningu og málaði þess á milli nokkrar myndir úti í beru lofti i sínum gamla Tizian stil, lét þær svo á sýningu og fékk þær óseldar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.