Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 4
68 KVENNABLAÐIÐ heim aftur, án pess minst væri á þær einu orði i blöðunum. »Febo«-undirskriftin hafði horfið úr róm- versku blöðunum, en þeir, sem komu í stað- inn, mintust heldur ekki á Mauro Santine. — Ungi málarinn, sem nú var farinn að hærast, hló að öllu saman i hóp félaga sinna, par sem oft var glatt á hjalla. Haun var líka af norður- ítölsku bergi brotinn, af smáborgara ætt, og hafði paðan prautseiga bjartsýni til pess að trúa á hæfileika sína og að hann kæmist að lokum áfram. Pað væri bara tímaspursmál, hvenær pað kæmi fyrir, pví hann gæti ekki komist hjá að sjá sjálfur framför á hverju cinasta málverki sinu. í pessari glöðu vdssu gat honum aldrei dottið i hug að vera árum satnan reiður við Febo ræfilinn, sem pó hafði tafið svona lengi fyrir honum. En stundunjasmáhló hann með sjálf- um sér að pvi, hvaða ánægja pað væri, ef hann gæti á einhvern hátt gert rómversku listadómurunum einhverjar brellur. Samvizka peirra steinsvaf auðsjáanlega, en að hugsa sér ef hægt væri að vekja hana með skellihlátri, sem öll pjóðin tæki pátt i. Ef honum bara gæti dottið einhver reglulega góð brella í hug. — Og hún kom lika loksins. Mauro bjó mestan hluta af árinu í mynda- stofu sinni, til pess að spara sér húsaleigu. Hann hafði par járnrúmið sitt á bak við stóra rúmhlíf. En þegar köldu mánuðirnir komu, varð hann altaf að leigja sér herbergi, sem naut sólarinnar. Hann vildi heldur sól en arin- glóð. Nú leigði hann hjá embættismannsekkju, signoru Sabinu Valeri, sem lifði á pvi að leigja út herbergi í húsi sínu við vía Gregoriana, mjög nálægt myndastofunni hans. Pegar hann kom inn til hennar til að borga fyrstu mán- aðarhúsaleiguna, þá sá hann dóttur hennar bregða fyrir snöggvast, sem gægðist út um hálfopnar dyrnar til að sjá hann, og hjarta hans bállogaði pegar upp, eins og brauðþurt sprek eða fnjóskur. Einmitt svona litla mjúk- limaða hörundshvita veru, með stór fjólublá barnaaugu og gulrautt brúsandi sólskinshár, hafði hann ætíð dreymt um að fá að tilbiðja og faðma. En sá draumur yrði víst aldrei ann- að en sjónhverfing eða imyndun, pví víst leit gamla konan út fyrir að vera vænsta kona, en að láta dóttur sina komast i kunningsskap við leigjendur, sem væru svona lausalopalegir eins og Mauro, pað var ekki eftir hennar skapi. Til pess var hún alt of hyggin og hagsýn róm- versk kona. Fyrsta mánuðinn mátti hann láta sér nægja að mæta Sylvíu litlu — pví pað hét hún, pað hafði dyravörðurinn sagt honum — i stiganum, pegar hún kom af skemtigöngu sinni, með gamla vinnukonu á hælunum, til að verja hana frá öllum hættulegum árásum. En þegar hann prýsti sér upp að stigasúlunni berhöfðaður, til pess að hún kæmist fram hjá, pá sá hann á rósrauða blænum á kinnum hennar, að hún hafði tekið eftir brennandi augnatillitunum hans, sem drukku hennar ungu fegurð. Honum datt í hug að senda henni nafnlaust ástabréf i bæjarpóstinum, en pá sá hann, að ef hún ekki vissi frá hverjum pað væri, þá væri pað gagnslaust. En ef hún skildi pað, pá gæti hann átt á hættu að sér yrði sagt upp herberginu um næstu mánaðamót og pá væri öll von úti. Nei, slægari varð hann að vera, ef duga skyldi. Næsta skifti, pegar hann kom inn til frúar- innar til að greiða húsaleiguna, lét hann sem hann ætti miklu erfiðara með peniugana en hann átti i raun og veru, og bað svo fallega og innilega, en pó með sinum gamla vissa glettusvip, sem mamma hans gat aldrei staðist, um að hann mætti heldur greiða húsaleiguna vikulega, i staðinn fyrir mánaðarlega. Ef pað fengist, bauðst liann til að grciða einn lira aukreitis um vikuna i rentu. En pá viðbót vildi signora Sabina alls ekki, en sampykti pegar bón hans um breytinguna á grciðslunni, pótt kynlegt væri, sem sýndi, að hann var ekki hættur að koma sér vel við gömlu konurnar. Nú hafði hann pá náð pví takmarki sínu, að komast i næstu nánd við Sylvíu, svo ekk- ert bæri á, fjórum sinnum oftar en áður, og ef til vildi fá að sjá henni bregða fyrir, og hver veit? — rnáske að lokum verða kyntur henni, eða jafnvel hitta hana i matsalnum, ef gamla konan væri úti eða vant við látin. Og auðvitað skyldi hann búa kyr hjá signoru Valeri lika, pótt vorið kæmi. Alt fór eins og hann hafði áætlað. Pað var cins og Sylvía hefði reiknað út daginn og stundina, sem hann kom, pví hún stóð ætið bak við salshurðina, sem var i hálfa gátt, og roðnaði jafnfallega og í fyrsta sinni, og áður en signora Sabina, sem við hverja heimsókn varð vingjarnlegri og móðurlegri, hafði lokað forstofudyrunum á eftir honum, þá hafði hon- um tekist að mæta fjólubláum barnaaugum með undrunarfullri spurningu, en þó ekki ó- vingjarnlegum. Engin samkynning hafði þó ennpá tekist. Fyrsta febrúar liafði hann verið heldur bráðlátur og komið of snemma. Pasqna gamla var i salnum og sópaði gólfið með sagspónum. Stólana hafði hún sett alla upp á borðið. Hún bað Mauro að koma inn og fá sér sæti, og bíða eftir signorunni, sem strax mundi koma. i

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.