Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 5
KVBNNABLAÐIÐ 69 Það var þarna inni í litla herberginu, sem var skreytt með óteljandi smekklausum Iilut- um, sem Mauro fékk sína stóru lífsreynslu. En hún átti alls ekkert skilt við kærleikann eða hans gullrauðu öldur. Það fyrsta, sem hann sá, þegar hann kom inn i þetta herbergi, sem hann hafði aldrei áður sett sína fætur inn i, var málverk, sem hékk yflr legubekknum milli tveggja þýzkra prentaðra oliumynda og nokkurra litaðra lands- lagsbréfspjalda. Honum varð bilt við. Þetta var sannarlega gamalt Feneyjamálverk eftir einhvern af hinum frægu snillingum Feneyja — svo sannarlega sem hann stóð þarna lif- andi! í þessu gat honum ekki skjátlast. Hann dró þykka gluggatjaldið frá, til þess að láta morgunljósið falla beint á myndina. Og nú opinberaði sig ekta málverk af San Sebastiano, undir margra alda óhreinindum, bakbundnum við tréð. Það var knémynd, með geislabaug, róslituðura skuggum, þunnum, breiðum pensil- dráttum, þar sem allir sérlitirnir runnu saman við heildarblæinn. — — Ef þetta var ekki Tizians æskumálverk, þá var það Giorgiore, kennari hans, ástvinur guðanna, sem dó of ungur til þess sjálfur að verða sér þess með- vitandi, að öll nýrri tima málaralistin tnundi fá nýjan anda frá honum. Mauro var svo hrifinn af þessari sjón, að hann settist ósjálfrátt á stól við vegginn beint á móti málverkinu og starði á það frá sér numinn. JÚ, víst var það Giorgiore--------gamli kæri Giorgiore Zorso frá Castelfranco! Svona mikla sál hefði Tizian aldrei getað Iagt iun í nokkurt andlit •— — og þetta dreymandi útlit, þetta kveðjandi augnaráð, sem hinn dauðsærði ungl- ingur, sem fengið hafði banvæna ör i brjóstið, sendi út yfir guðs undurfögru jörð, hið sof- andi kveldlega landslag, með sínum sólarlags- himni.------Pessi angurbliði raunasvipur, var svo eðlilegur og einstæður, eins og að eins eftir Giorgiore, að enginn efi gat verið mögu- legur. Hann var rétt staðinn upp til að ganga fram að málverkinu lil að skoða það dálitið betur, þegar signora Sabina alt i einu stóð beint frammi fyrir lionum. Án þess að gefa sér tima til að heilsa, rauk hann upp og sagði: »Hvaðan hafið þér fengið þetta málverk?« Gamla konan varð vandræðaleg. wPennan ræfil? Pað hefir gengið í arf i ætt mannsins míns sáluga frá alda öðli. Er það máske einhvers virði?« bælti hún við i undr- andi róm, sem þó bráðlega breyttist, í slóttu- legan kæruleysissvip. »Nokkurs virði? Eg held og er sannfærður um, að málverkið er málað af einum af fræg- ustu málurum heimsins og að það er hálfrar miljónar virði«. En nú kom röðin að soru Sabinu til að fá knéverk og setjast. Hún varð mjög einfeldnis- leg á svipinn, þarna, sem hún sat á stólnum, en náði sér þó brátt aftur og sagði: »Pér eruð að gera gabb að mér. Pað er ekki fallega gert af yður«. »Nei, segið þér mér nú fljótt alt sem þér vitið um þessa mynd, svo skal eg skýra þetta alt nánara fyrir yður«. »Guð minn góður, eg veit svo gott sem ekk- ert um það, bara að það er líklega keypt af lauga-langafa mannsins míns á uppboði, fyrir æfalöngu síðan, — máske á seytjándu öld. — Sko, einn af forfeðrum hans var hirðmeistari hjá Aldabrandini kardínála, og þegar kardínál- inn dó-------ja, þetta eru eiginlega æfagamlar munnmælasögur, sem nú eru geymdar undir ryki gleymskunnar. — Já, og svo veit eg að það er eitthvað óskiljanlegt pár skrifað aftan á málverkið, niðri undir umgerðinni«. Frh. Ljóð eftir Tagore. Augu þín eru eru spyrjandi og sorgbitin. Pau reyna að skilja hugsanir mínar eins og vildi máninn mæla hafið. Ég hefi svift hulunni af öllu lifi mínu fyrir augum þínum engu hefi égleynt né eftir haldið. Pess vegna er það að þú skilur míg ekki. Væri ég aðeins gimsteinn, gæti ég brotið hann í hundrað hluti og tengt þá saman i festi til þess að leggja um háls þinn. Væri ég að eins blóm, ilmandi, mjúkt og veikt, þá myndi ég taka það af leggnum, til þess að prýða hár þitt. En það er hjarta, elskan mín. Hvar skyldu vera strendur þess og botn? Pú þekkir ekki takmörk þessa konungsríkis þótt þú sért drotn- ing þess. Væri það cinungis augnabliks yndi þá myndi það blómgast i áhyggjulausu brosi, þú gætir séð það og lesið á samri stundu. Væri það einungis sársauki þá myndi það streyma út í tærum tárum, orðalaust myndu þau endurspegla insta leyndarmál þess. En það er ást elskan mín. Ómælanlegur er unaður þess og sát^puki. takmarkalaus er auður þess og þrá. Pað er eins nærri þér og þitt eigið lif og þó geturðu aldrei skilið það til fulls.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.