Kvennablaðið - 31.05.1919, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.05.1919, Blaðsíða 6
38 KVENNABLAÐIÐ henni. Hún var alveg frávita af hræðslu. Eg vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið, en auð- vitað fékk hún að hlaupa. Skiljið þið ekki að mér fór ekki að verða um sel. Mér fór að Uða reglu- lega illa“. »0g hvernig lauk því svo?« spurði læknirinn þegar majórsfrúin þaggnaði. „Því lauk aldrei, því er ekki lokið ennþá". »Náðirðu þá stráknum?* Það var læknisfrúin sem spurði. >Neh, sagði majórsfrúin meQ áherslu. „Strákn- um náði eg aldrei, en kúskinn fann eg 1 vikunni á eftir, það var á laugardegi, þá höfðu þessi vandræði staðið í fjórtán daga, eg stóð eins^og venjulega í eldhúsinu á þeim ttma, til að reyna að ná í strákinn ef hann kæmi, en þá kom kusk- urinn". »Og hann sagði?« spurði læknirinn. „Eg skal segja frúnni að eg hélt aðjþað væri bezt að eg kæmi 1 dag, af því að eg átti að fá peninganna". »Peninganna«, át kapteinninn ósjálfrátt eftir. „Já, það sagði eg líka. Nú getið þið nú getið ykkur til hvaða peninga kúskurinn vildi fá?“ >Hann vildi auðvitað fá borgun fyrir mjólkina«, sagði læknirinn. Heyrðu, þú hlýtur að vera gerður af ýmsum efnum. Það var einmitt það sem hann vildi. Hann hafði ekki fengið einn einasta eyri fyrir hana í fjórtán daga. En lengri lánstíma getum við ekki gefið, sagði hann. Það er ekki okkar vani“. »Lánstíma?« var nú hrópað úr hægindastólnum. »Já, einmitt, og þú mátt trúa því að. það var ekki það versta. Veistu hvað strákurinn hafði haft fyrir ástæðu við alla krakkana, sem hann leigði? Eg fékk að vita það hjá skátanum, sem eg hitti hálfu ári síðar við skyttuhátíð«. »Nei —?« „Að hann þyrði ekki sjálfur að fara upp til okkar með mjólkina, af því að „Tanta" berði hann ef hún fengi hana ekki til láns«, sagði hann. „Og þetta skildi skátinn, því skátarnir eiga að gera eitt góðverk að minsta kosti á hverjum degi svo hann fór með mjólkina og það fyrir enga borgun, til að hjálpa aumingja mjólkurdrengnum. — „Guð almáttugurl en sá krakki“, sagði læknis- frúin. „Nú, en á laugardaginn fékk hann þó lík- lega sín verðskulduðu laun hjá kúskinum". „Nei, hann gat ekkert fengið, því sama daginn fór hann heim til mömmu sinnar í sveitinni. Kúskurinn hafði auðvitað dregið frá sína eina krónu og fimmtíu aura en strákurinn hafði náð í nlu krónur og fimmtíu aura úr tösku kúsksins. En eins og kúskurinn sagði: „Það er ekki vert að kæra það, þvf þann krakka ræður enginn við. Það verður bara dýrt«. „Og svo?“ sagði kapteinninn. „Já, og svo var það ekki mikið meira. Eg varð auðvitað að borga mjólkina aftur, því ekki gat eg heimtað að fátækur kúskur gerði það. Og svo þegar eg hafði borgað og hann tekið við pening- unum, þá sagði hann: »Það væri betur að þér settuð ekki slfkar sögur saman alstaðar, sem þér komið. »Sett saman?“ Kapteinsfrúin var hissa. »Já, það fanst mér líka. Svo eg sagði við hann: Það er líklega ekki eg sem hefi sett neitt saman?« „Og hann sagði?“ spurði læknirinn. „Svo fátækur verkamaður fái svo óteljandi ó- þægindi fyrir,“ sagði hann. „Það hefir skrifað frá landshöfðingjauum og skammað út mjólkurbúið, og bókhaldarinn kom og skammaði mig, alveg eins og eg gæti gert að því.« „Nú, en get eg þá gert að því?" sagði eg. »Og hvað sagði hann svo ?« Það var altaf lækn- irinn sem spurði. „Ef frúin hefði aldrei tekið upp á þessu með krónuna, þá hefði þetta aldrei komið fyrir.“ »Svo?« »Já, góða mín! Það var máske rétt hjá honum. Eg hefi reiknað út, að það komu 14 ólíkir krakk- ar með mjólkina. Altsvo voru það minst 14 heim- ili í bænum, sem vissu að eg væri svoleiðis, að eg berði fólk, ef eg fengi ekki vörur og hluti til láns.« — »Auminginn þú,« sagði læknisfrúin seinlega. »Og eldastúlkan borgarstjórans spurði vinnu- konuna mína, hvort það væri ekki erfitt að vera í þeirri vist, þar sem svona óttalegt heimilislíf væri. Og frökenin, sem var fyrir leigubókasafninu, hafði spurt saumakonuna mína, hvort hún ætti ekki óttalega ílt með að fá saumalaun hjá mér, því hún hefði heyrt, gegn um yfirréttardómstjóra- frúna, að eg væri svo óttaleg. Og karlinn, sem sópaði götuna og húshlöðin, hafði heyrt úti á mjólkur- búinu, að það hefði verið eitthvert þjark um pen- inga milli mín og mjólkursendlanna. — Nú, hvað finst ykkur nú?« »Það var skemtileg lftil saga,« sagði læknirinn. Hann beygði sig áfram eftir eldspftnastokknum. „Hvernig þá?“ spurði majórsfrúin. „Hún er svo óvenjulega sennileg. Mér finst hún reglulega hugðnæm." „Eg er á því að þú sért reglulega grófur. — Svei!“ sagði læknisfrúin. »Nei, en eg hefi verið sveitalæknir í Smálandi, og þá verður maður nú dálftið vandlátur með trúverðugar sögur. En þessi saga er reglulega trúleg. Eg legg til að við skírum hana og köllum hana: »Sagan um mannlegt réttlæti*, hann lyfti upp groggglasinu sínu: „Skál fyrir hennil"

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.