Kvennablaðið - 14.04.1926, Síða 1

Kvennablaðið - 14.04.1926, Síða 1
cTSvQnnaBlaéié. í í 6 5 8 $ XXVI. árgangur. Reykjauík, miðvikudaginn Í4. apríl 1926. 1. tölublað. r /þuí trausti að íslenzkar konur taki vel á móti þessum gamla kunningja okkar allra, bjóði hann velkominn á heimili sín og fylki sér undir merki hans, felum vér hann gestrisni þeirra og rœktar- semi til frekari samvinnu. Revkjavik, 12. april 1926. Kosninganefnd kvenna. Þegar K. R. F. I. og Hið ísl. kven- félag tóku þá afstöðu í vetur, að senda út sérstakan kvennalista við landskjörið, sem fram á að fara 1. júli í sumar, þá var kosningarnefndinni það þegar ljóst, að erfitt mundi verða að koma sérlista kvenna að og hafa engin umráð yfir blaði sér til varnar og stuðnings. Fiest- öll blöðin eru flokkablöð, sem ekki taka pólitískar greinar af andstæðingum sin- um. En í kosningum er enginn annars bróðir i leiknum, en allir listar and- stæðingar. Enda höfðum við naumast komið fyrstu skeytum um listann út fyrir húsdyr okkar þegar stjórnarblaðið »Vörður« flutti langan leiðara um lands- kjörið, og gat þar kvennalistans, sem hann varaði við sem »sprengilista«. Og sér i lagi virtist honum lítast ískyggi- lega á fyrstu konuna á listanum, sem hann gaf í skyn að mundi fylgja jafn- aðarmannaflokknum. Næ.stu timana á eftirtóku flest önnur flokkablöðin i sama strenginn í sameiginlegum góðgirnistón flokkanna„ og öllj, vo,ru þau sar^mála, ura að vara við þeim háska sem staf- aði frá þessum lista. Aðallega voru það efstu konur listans, sem veizt var að, með grunsamlegum aðdróttunum um stefnu þeirra í stjórnmálunum, þótt í áskorun kosninganefndarinnar væri beint tekið fram, að engin þeirra 4 kvenna^ sem á listanum áttu að verða, væri nokkrum flokksböndum háðar, né mundu í flokka ganga, þótt listinn kæmist að. Þegar þar að auki vér fórum áð fá ýmsar fregnír utan úr sveitunum um sögur, sem dreift væri út til að tor- tryggja kvennalistann og gera hann ó- vinsælan, sáum vér að með engu móti yrði hjá því komisí, að hafa blað til umráða fram yfir kosningarnar, og varð oss þá helzt fyrir, að snúa oss að hin- um gamla merkisbera kvenréttindamál- anna, og okkar allra trygga gamla vini Kvennablaðinu, sem nú hefir hvílt sig um langa hrið, og þvi verður eflaust færara að taka við hnútukastinu, sem vænta má, þegar liða fer að kosning- unum, eftir því sem andað hefir móti kvennalista hugmynd þessari nú í byrj- uninni. Iívbl. mun þvi verða málsvari vor að þessu sinni og merkisberi, fram yfir landkjörið í sumar. Væntum vér að þær konur, sem vilja leggja orð i belg um kosningarnar og landsmál, snúi sér til Kvennablaðsins á þessum næstu mánuðum. Frú Briet Bjarnhéð- insdóttir hefir á hendi ritstjórn þess eins og áður. Það verður sent til allra þeirra kvenna, sem standa i sambandi við oss um kosningarnar, og væntum vér þær greiði götu þess á allan hátt og sendi það frá sér til lesendanna, sem allra fgrst og viðast. Kosninganefnd kvenna. Landkjörið. Eins og islenzkum konum mun kunn- ugt, eiga hlutbundnar kosningar að fara fram um iand alt 1. júlí i sumar á þremur landkjörnum Alþingismönnum. Kvenréttindafélag íslands, sem hafði beitt sér fyrir kosningum frá’ kvenna hendi hér í Rvík fram að 1915, hafði eftir það engan beinan þátt tekið i þeim með forgöngu sérstaks lista, af því að öllum kom þá saman um að bezt færi á samvinnu karla og kvenna i þeim efnum og karlar mundu mjög fúslega unna konum jafngóðra sæta á listum sinurr* og Aíjálfurr^ sér, ef þær óskuðn þess. Þessu trúðu að minsta kosti flestar konur þá. En raunin varð sú, að að eins einu sinni við bæjarstjórnarkosn- ingar hafa konur fengið þau sæti á list- um karlmanna að þær hafa komist að, sín konan á hvorum af tveimur listum. Eftir það var ekki fáanlegt nokkurt sæti á karl- mannaiistunum fyrir konur, né nokkur kosningasamvinna önnur en sú, að kon- urnar kysu karlmannalistana, sem þær hvorki höfðu átt kost á að fá nokkra konu á, né heldur ráða nokkru um, hverir karlmenn þar voru í boði, þær áttu bara að kjósa listana. Það var alt og sumt. Því var það, að þegar mönnum á þennan hátt hafði tekist að útrýma öllum konum úr bæjarstjórn og bæj- arstjórnarnefndum, að augu kvenna hér tóku að opnast fyrir því, að »enginn er annars bróðir í leik«, og að konum mundi í þessum efnum reynast sjálfs höndin fcollust, líkt og í flestu öðru. Þegar því landkjörið stóð fyrir dyr- um veturinn 1922, ákvað kvenréttinda- félag fslands, að taka málið upp fyrir kvennahönd og beita sér fyrir sérlista kvenna. Mokkrar konur úr Bandalagi kvenna höfðu einnig haft það í hyggju, og sendit' þær þvi þá í sameiningu út áskorun til ísl. kvenna, að fylkja sér um kvennalista, með því að engin sam- vinna væii fáanleg við karlmenn fyrir konur um að fá konu tekna á sæti á iista, þar sem hún gæti komist að. Af ýmsum ástæðum varð þó ekki af, að K. R. -F. t. tæki þátt i þessum kosn- ingum það sinni. En listinn var settur upp, sem kunnugt er og efsta konan á honum komst að sem landkjörinn Al- þingismaður. Fyrsta konan, sem íslenzk- ar konui söfnuðust um að setja á Ai- þingi. Nú höfðum vér vænst að pólitísku flokkarnirTetu sér skiljast, að islenzkar konur vildu neyta réttar sins og eiga sína eigin fulltrúa á Alþingi. Þær höfðu nú sýnt í verki, að þær bæði vildu það og gátu komið því í framkvæmd. Við höfðum því vænt eftir góðum samvinnu- tilboðum við allar kosningar, sem fram hafa farið siðan. En — sú von hefir ekki ræzt. Þeir hafa aldrei munað eftir síðan, að til væru konur eða kvenfélög, sem vert væri að vinna með sem jafn- ingjum. Samvinnan hefir aldrei staðið konum tii boða síðan, nema kosninga- dagana: að kjósa lista flokkanna, sem ekkert konunafn var á, og engri konu hafði verið boðið að undirbúa á nokk- urn hátt. Af þessum ástæðum hafa K. R. F. í. -og H'ð jjmT ífvenfélag ráðist í að selja upp sérlisfa kvenna við iafedkjöric. vitum að Alþingi á að fjalla um mörg mál, sem sérstaklega eru áhugamál kvenna. Mörg mál, sem segja má um, að konur séu einu sérfræðingarnir, sem þar geti lagt beztu ráðin fram. Og vér viljum ekki missa þá þekkingu og reynslu og áhuga sem konurnar hafa þar til að bera einmitt fram yfir karl- mennina. Af því þeir vita bezt hvar skórinn kreppir, sem bera hann. Vér viljum ekki heldur una því, að fram hjá konum sé lengur gengið í öll- um landsmálum. Vér höfum krafist jafnréttis að lögum og fengið það með lögum. En vér heimtum að það sé meira en pappírslög. Vér heimtum að þau séu framkvæmd í verki.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.