Kvennablaðið - 11.05.1926, Page 3

Kvennablaðið - 11.05.1926, Page 3
KVENNABLÁÐIÐ 3 starfsþráin vex. Hún tekur að ihuga málefni þjóðar sinnar, við það bein- ast hugsanirnar inn á nýjar brautir; smámunir hverfa fyrir alvarlegri yfir- vegun á velferðarmálum fósturjarðar- innar, og hún tekur af hjarta undir orð vors góða skáldajöfurs: »Saga pin er saga vor, sómi pinn vor æra, _ tár pín líka tárin vor, tignar landið kæra«. það eykur henni þroska og fram- fara, sem verður til stuðnings í dag- legri lífsbaráttu, því að sú kona, sem hefir áhuga fyrir velferð þjóðfélagsins, hefir það eigi síður fyrir þeirri stofn- un, sem er og verður undirstaða, grundvöllur þess, — heimilinu. Par er fyrsta og veglegasta starfssvœði hverr- ar sannrar konu. Flestir menn játa, að á heimilunum byggist þrif og þroski þjóðfélagsins, þá er og lýðum ljóst hve mikið er í húfi, séu heimilin vanrækt. Á allflest- um heimilum mun það verða mest undir húsmóðurinni komið, hvort þau geta talist góð. Þar er það höndin hennar, sem mestu kemur til vegar, stjórnsemi, umhyggju, nærgætni og ó- tal mörgu öðru, sem góð húsmóðir verður að hafa til brunns að bera, eigi vel að fara. Á heimilinu nýtur konan sín vafalaust best. Þar kemur gleggst í ljós hvern mann hún hefir að geyma. Orð, viðmót, athafnir, öll framkoma hennar á heimilinu ber þess vott hvort hún er hlýðin köllun sinni. Heimilin kunna að vera og eru mis- jöfn í mörgu að ytra hætti. Sum eru rúmgóð og skrautleg, önnur eru þröng og fátækleg, en andi og innræti hús- freyjunnar getur sett blæ sinn á þau öll. Eða hefirðu ekki komið á fátæk- legt heimili, þar sem engin þægindi voru eða skraut, en þó líður þér þar svo undur vel, þú finnur vinsemdina sjálfa taka þig i faðm sér, það býr hlýleiki og velvild á brosmildu andliti húsfreyjunnar. Handtak • hennar er fast og fult af samúð, þótt hún þegi, heyrirðu hana bjóða þig velkominn. Þá er alkunna að afreksmenn allra þjóða áttu afbragðs mæður. Við móð- urknéin lærðu þeir margt það, sem þeim /iugði bezt þegar hólmganga Hfs þeirra hófst. »Mitt andans skrúð, var skorið af þér, sú skyrtan bezt hefir dugað mér, við stormana helið og hjúpinn«, segir Matthías Jockumsson í kvæðinu Móðir min, og svipað myndu fleiri segja. Edison, heimsfrægi vísindamaðurinn telur að hann hafi átt móður sinni það að þakka, að hann hafi orðið að manni, skilningi hennar á upplagi hans- og gáfnafari, og þvi, hve réttum tök- um hún beitti gagnvart viljastefnu hans. Honum segist svo frá, að hann hafi verið óstýrilátur og latur, kennarinn, sem kendi honum i barnaskólanum var í stökustu vandræðum með hann. Áminningar og hirtingar dugðu ekki hót. Hann var kærður fyrir foreldrum sínum, hvað eftir annað, faðir hans var vonlítill um, að drengurinn yrði að manni og lá við sjálft að hann legði árar i bát og léli hann hætta námi, — en móðir hans trúði því statt og stöðugt að drengurinn væri gott mannsefni, já efni í mikilmenni, eins og sýndi sig. Allir aðrir höfðu gagn- stæða skoðun. Drengurinn heyrði það úr öllum áttum. Og einn dag hótaði kennarinn að reka hann úr skólanum. t*ann dag kom drengurinn grátandi heim, mest vegna þess, að honum sveið að verða móður sinni til skammar og skapraunar. Móðir hans hlýddi á kvein- stafi drengsins, og horfði um leið inn í hrygga hjartað hans. Hún var ekki vön að fjölyrða um fyrirætlanir sínar, hún bjó sig í skyndi og fór á fund skólastjórans. Hún sagði honum um- svifalaust, að það væri hreinn og beinn klaufaskapur að geta ekki kent Tóm- asi litla, því að hann væri óvenjulega skýrt barn og sérstaklega skilnings- góður. Hún krafðist þess, að það yrði skift um kennara, handa honum, og hann fengi kennara sem gerði sér alt far um að skiija rélt lund hans og gáfnafar. Hvort skólastjóra hefir verið það ljúft eða leitt, hermir sagan ekki, en Tómas fékk nýjan kennara. Það sem honum varð þó minni- stæðast og til mestrar blessunar, að því er hann sjálfur sagði, þegar hann var orðinn fulltíða maður, var það, að móðir hans lagði hönd á öxl hans, horfði með bliðum alvörusvip í augu hans og sagði: »Eg treysti þér, Tómas«, »0g því trausti mátti eg ekki bregð- ast«, bætti Edison við. Reynslan hefir sýnt að hann gerði það ekki. Og eg tel víst, að hinn heimsfrægi snillingur sé sammála skáldinu okkar góða, sem kemst þannig að orði, þegar hann minnist móður sinnar um leið og hann lítur yfir liðna æfi: • »Eg hefi pekt marga háa sál, eg hefi lært bækur og tungumál en enginn kendi mér eins og pú; hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir«. Skáldin hafa löngum kveðið móður- ástinni lof, og þannig gert hana ódauð- lega, það er meir en góðra gjalda vert, en sem betur fer á hún annað æðra lífsmagn við að styðjast. Hún er eins og ilríknr vermandi arinn, þangað leit- ar hugurinn á kyrlátum stundum, kynslóð eftir kynslóð, og kallar þar á endurminningar horfinna tima, þá finnum vér að vorar beztu æfistundir áttum vér því að þakka, hve trúlega móðir vor reyndist helsta köllunar- verki sínu. Og vafalaust hefirðu gengið inn í stórhýsið, þar sem var auður og alls- nægtir, þar sem auga þitt uudi við fögur listaverk og eyrað við unaðs- semd hljómanna, en ekkert af því jafnaðist þó á við alúð húsmóðurinnar, viðmót hennar var þér þreyttum hvild, eins og barni í móðurörmum. Eg horfi á þær i anda, hinar góðu húsfreyjur, sem voru og eru sómi og prýði heimilanna, bæði að fornu og nýju, sem báru húsmóður-heitið með réttu. Vel sé þeim öllum, bæði þeim sem örlátlega veittu öðrum af gnægð sinni, en engu siður hinum, sem voru í ætt við fátæku ekkjuna í must- erinu forðum. Margt og mikið á þjóð vor þeim að þakka, því það var móð- ur-höndin sem stýrði vöggunni, það var mddur-höndin sem benti barninu á veginn, sem liggur heim. Hér nemum vér þá staðar andspænis hinni helgustu köllun konunnar. Móðernið á lang-dýpstu tökin í sér- hverju konuhjarta, er ríkasti og öflug- asti þátturinn í sálarlifi hennar. Þannig er umbúið frá hendi skaparans. Hjá vöggunni er altari konunnar. Þar fórnar hún dýrustu fórnum sínum, þaðan berast heitustu bænirnar hennar í hæðir, þar falla helgustu tárin, hvort sem þau eru knúð fram af harmi eða fögnuði. Þar er helgidómur hjartans, sem engin mannleg tunga fær lýst, sem enginn skilur nema hann einn, er lagði móðurástina í eðli konunn- ar. —------- Skáldið kveður: »Hvi skyldi eg yrkja um önnur fljóð, en ekkert um pig, ó' móðir góð? Upp, pú minn hjartans óður! Pví hvað er ástar og hróðrar dís, og, hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður?« Allir, sem eiga heilbrigða og óspilta hugsun, taka undir þessi orð, og renna um leið þakklátum huga til móður sinnar, með þeirri játning i hjarta og á tungu, að bezta gjöfin ungu barni er og verður góð móðir. Konur og pólitík, Svo heitir grein í Skutli 1. þ. m, sem mig langar til að athuga lftið eitt. Ýmislegt er þar rjett athugað um for- dóma ka^nanna gegn störfum kvenna að almennum málum, en i meginatrið- um greinarinnar er eg ósammála ritstj. Skutuls. Hann telur það »vott um sorg- lega litinn skilning á okkar pólitiska lifi«, ef konum kvennalistans »ægi við að ganga i þessa föstu og harðsnúnu fiokka, sem hjer eru«. »Þvi að meðal mestu annmarka þess er einmitt skortur á föstum flokkum með góðu skipulagi«. »Foringjar flokkanna verða nær dag- lega að dekra við liðsmenn sína á ýmsa vegu eða eiga á hættu að missa þá. Suma verða þeir að kaupa íje eða fríð- induro, öðrum vérða þeir að þola opin- bera lesti«, segir hann. Sje þetta rjett, þá sýnir það að leið- togunum er annara um að lafa við völd en um almenna samviskusemi, og

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.