Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 20.07.1896, Blaðsíða 2
26 sjálfum sjer. — Og þó afvegaleiddur smekkurýmsra hjer í landi álíti útlent prjál og bráðónýtan góðkaupsvarning „fínni“ einungis af þeirri ástæðu, að hann er ekki ís- lenskur, má ekki telja þess konar heimsku til inngjalda á hagnaðarreikningi þjóðarinnar. — Opt og tíðum er því eiunig svo varið, að menn hafa afhent, fyrir sig fram, það af eigin afurðum sínum, er þeir þurftu með til klæða og fæðis, og eru því neyddir til þess að fá hinn útlenda varning í staðinn, optast til Iáns, sem svo bind- ur þá við sama markað næsta ár. En það sjer hver maður að slíkt er ekki aukin eyðsla — heldur skaðvæn- leg verslun. í þetta sinn er hægt að selja fje á fæti til Englands eins og áður. En þar sem menn nú vita á hverju er von næsta ár, ætti að vera hægt að miklu leyti að komast hjá skaðlegum afieiðingum af þessari breytingu, með því að minnka kaupin á erlendri vöru og búa bet- ur að sínu meðan verslunin er að komast í heilbrigt horf. Það kemur í sjálfu sjer alls ekki verslunarfyrirkomu- laginu við hvort framleiðslan eykst til muna í landinu eða ekki. Það er hægt að versla hyggilega með lítið og óhyggilega með mikið, og því fátækari sem þjóðin er, því nauðsynlegra er henni að fara vel að ráði sínu í verslunarefnum. En meðan ekkert verulegt auðmagu er í höndum einstakra manna, er einnig nauðsynlegt að stjórnin eða hið opinbera greiði götuna fyrir þeim sem vilja versla minna, en eru bundnir við kaupmenn sína á lánsverslunarklafann, og gjörist það best og skjótast með því að bæta fyrirkomulagið á peningaskiptum landsmanna, fyrst og fremst með nauðsynlegum breytingum á regl- um og framkvæmdum landsbankans, sem ætti að geta verið skuldaheimtumaður almennings í stað kaupmanna, svo að hin eyðileggjandi vöruskiptaverslun legðist niður. Botnvörpuveiðarnar. LandBhöfðinginn yfir íslandi og foringi hinna ensku skólaskipa er heimsóttu ísland fyrir skömmu, hafa samið á þá leið, „að hresk- um hotnvörpuskipum skuli frjálst að koma inn á og nota hverja höfn á íelandi frá 10. júlí 1896 hjer á ströndinni, og frá 25. júlí 1896 á austurströndinni, og að nota siglingaleiðina milli Vestmann- eyja og Islands og milli Reykjaness og Fuglaskerja, svo framarlega sem þeir hafa botnvörpur sinar í búlka og ekki búnar til fiskidrátt- ar“. Aptur skulu botnvörpuskipin ekki meiga veiða með botn- vörpum „ fyrir austan línu sem dregin er frá ílunýpu í Þormóðs- sker og fara ekki í bága við lóðir eða net, Bem íslendingar leggja fyrir austan þessa línu“. Bnnfremur hefur landshöfðingi heitið því að sektarákvæðum botnvörpulaganna gegn botnvörpuskipum þeim er fara að nauðsynjalausu inn fyrir landhelgi, skuli ekki verða beitt af íslenskum valdsmönnum1. — Því verður ekki neitað að töluvert hefur áunnist með þess- J) Landshöíöingi hefur eíiaust farið eptir fyrirmælum stjórnarinnar um það að hlifa hotnvörpumönnum, er hann gjörði þennan samning. um samningi. — Að vísu er það svo, að flotaforingjann brestur alla heimild til þess að semja á þessa leið fyrir ensku stjórnina, og sömu- leiðÍB vantar umboðsvaldið heimild til þess að breyta lögum alþing- is, eða gefa forskriptir um það hvernig þessum lögum skuli beitt í dómum og úrskurðum valdsmanna hjer á landi. — Ennfremur má eiga það víst, að hotnvörpumenn brjóta jafnt stjórnarsamninga þó gildir væru, eins og lög, þegar þeir geta komist höndum undir. Við England eru þeir háðir enskum lögum og brjóta þó þar, þegar þeir sjá sjer fært. En þrátt fyrir það, þótt botnvörpumennirnir þannig eflaust muni halda fram uppteknum hætti, að veiða í bága við lög vor, innan landhelgi, og þennan nýja samning sömuleiðis, jafnvel þó samningurinn yrði gjörður löglegur síðar með samþykki ensku stjórnarinnar og bráðabirgðarlögum frá stjórn vorri i Höfn — geta menn strax búíst við nokkrum umbótum á ástandinu fyrir sak- ir þess að valdsmennirnir íslensku munu eflaust álíta skyldu sína að hlýða hoði landshöfðingjans tafarlaust, — þó það sje ekki eiginlega löglegt — og ónáða ekki botnvörpumennina. Þess má einnig geta að allmörg botnvörpuskip ensk hafa nú þann útbúning á veiðarfærum sinum, að þau geta dregið inn vörp- urnar og sett þær í „búlka“ á svipstundu. Er þessi nýi útbún- ingur fundinn upp í því skyni að komast hjá illum afleiðingum, ef ske kynni að herskipið sem á að gæta þeirra, kæmi að þeim ó- vörum á stuttu færi, við ólöglegan veiðiskap. — Ef nú svo syldi takast til að botnvörpumenn gleymdu að hafa vörpuna í rjettum stellingum t. a. m. „á siglingaleiðinni milli Vestmanneyja og ís- lands“, mundu þeir fljótlega geta bætt úr því, ef þeir sægju reyk- inn af Heimdalli of nærri sjer; og~þó einstöku skip yrði uppvíst að þvi að brjóta samninginn, mundi það þykja hart vegna hinna, sem ekki hefðu orðið fyrir neinu eptirliti, að nema þessi hagkvæmu á- kvæði um dómgæslu íslenskra valdsmanna úr gildi. Menn kunna ef til vill að finna að því, að það er aðeins örlítið svæði sunnanlands, sem er friðað fyrir botnvörpumönnunum með þessum samningi. — En við nánari athugun er vonandi að menn finni að þessi vöntun er vegin vel upp með því hve víðtækur samn- ingurinn er á hina hliðina, þar sem botnvörpumenn mega nú fara leiðar sinnar inn á hverja höfn kringum allt land, án þess að þeir þurfi að óttast neinar sektir, og er auðsætt hve mikil hlunnindi eru í því fólgin, einkum þar sem svo háttar fiskimiðum, að þeir gætu dregið vörpuna á leiðinni. Að öllu samtöldu væri óskandi að þessi samningur gæti orðið til þess að gott samlyndi haldist milli Danmerkur og Bretaveld- íb, og að útlendir botnvörpumenn hænist að landinu. — Hvorttveggja er oss mjög áríðandi, en ekki sjeð út fyrir afleiðingarnar af því, ef íslendingar ætla sjer að fara að tefla við Breta með sjerstökum verndarlögum fyrir fiskimið sín; og þvó svo fari að alþingi vort og stjórn í Höfn semji slík lög er vonandi að þeim verði ekki beitt framvegis. Sálarlíf fjöldans. (Eptir Scipio Sighele). (Frh.) Samkvæmt þeim lögum sem jeg nú hef nefnt, hafa riki hins nýja tíma myndast af ósamstæðri mergð manna. En milli þess- ara ystu æsa ríkisins og hins skipunarlausa fjölda, eru ýmsar stig- breytingar1. *) Hjer er felldur tr kafli um flokkaskiptingu, er aðrir vlsindamenn vilja halda fram. — Höf. þessarar ritgjörðar vill aðallega skipta hinum ýmsu fje- lagsflokkum þannig: Á. Ósamkynja. 1. Ónafngreindir (t. a. m. götuuppþot; áhorfendur í leikhdsi). 2. Nafngreindir (t. a. m. kviðdðmar, fundir). B. Sam- kynja. 1. Flokkar. (t. a. m. pólitiskir-, trúbragðaflokkar o. s. frv.). 2. Stjett- ir (hermanna-, klerka- o. s. frv.). 3. Fjelagsdeildir (t. a. m. borgarar, vinnu- lýður o. s. frv.).

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.