Dagskrá - 31.08.1896, Page 1
Verð á.rg. (mimist 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundin viö
1. júli komi til útgefanda
fyrir oktðberlok.
D AGSKR A.
I, 19.
Reykjavík, ínánudaginn 31. ágúst.
1896.
Forngripasafnið.
Þetta aumingja safn var svo óheppið að verða fyrir
lítilsháttar fjárveiting fyrir nokkrum árum. — Það kvað
vera 400 kr. árlega sem það opinbera hefur látið rakna
af hendi til safngæslumannsins, og 1000 kr. eru einnig
veittar til þess að auka við gripina.
Þegar menn koma inn á geymslulopt safnsins, þar
sem sýnd eru þessi brot af leifum frá fortíð íslendinga,
liggur við að manni renni til rifja að sjá, hve litlu
fje vjer höfum getað varið til þess að halda inni í land-
inu ýmsum dýrmætum menjum sem sölsaðar hafa verið
frá oss á ýmsan hátt, fyr og síðar, og vjer söknum
þess að geta ekki veitt safninu vegiegri bústað. En það
sjest þó á öllu að þingið hefur viljað sýna nokkrarækt
við þetta gripasafn, sem ætti að geta verið þjóð vorri
til mikils gagns og sóma.
Einstaka menn hafa vakist upp til þess að hlynna
að þessum litla vísi, til varðveislu á því sem bjargast
hefur úr rústum vorra fyrri frægðardaga. Sigurður Guð-
mundsson fyrst og fremst og síðan Sigurður Yigfússon
hafa báðir unnið íslandi margt þarft verk í þjónustu
þessa safns. 0g nú á síðnstu árum hefur skólakennari
Pálmi Pálsson gætt þess með mikilli alúð og ástundun,
að því væri varið vel, sem lagt er forgripasafninu af
almennings fje.
En því miður virðist svo, sem þessi litla krónuupp-
hæð, sem laudsjóður geldur til gæslu og aukningar safns-
ins, ætH að verða því hefndargjöf. Margur mundi ætla
að einar 400 krónur mætti þó borga í þær hendur sem
best eru að þeim komnar. Það er allt öðru máii að
gegna um feit embætti, sem geta brauðfætt heilar ættir
þeirra stjórnardýrðlinga, sem standa fremstir þegar skipa
skal mönnum í opinberar stöður hjer á landi. Þar væri
það skiljanlegt þó veitingavaldið væri glöggskyggnara
á ætterni, vinskap eða mægðir umsækjandans heldur en
á verðleik þeirra, því þar er þó eptir einhverju að slægj-
ast. Og það er sætt, bæði að gefa og þiggja af al-
mannasjóði, sjer sjálfum kostnaðarlaust. En, 400 krónur!
Hvað hossa þær hátt í vasa þess manns, sem gæti á
annað borð átt von á föðurlegri umhyggjusemi vorra
rjettlátu stjórnenda, á leiðinni til bytlinga og annarar
umbunar upp á kostnað landsmauna.
Og hver veit nema alþingi hafi með vilja bundið
sig við svo lága upphæð, til þess að freista ekki vorra
fengsælustu bitlingadorgara, um of. — Reynslan sýnir,
að menn geta verið álitnir mjög hæfir til þess að njóta
opinbers fjár, þó þeir sje ekki fornfræðingar. Og ef til
vill hafa hinir framsýnu löggjafar vorir viljað vernda
aumingja forngripasafnið okkar með því, að gjöra það
miður útgengilegt á þeim markaði, þar sem ættingjar
vinir og mágar, verða hlutskarpastir, hvað sem fornum
og nýjum fræðum líður.
Þingið hefur efalaust treyst þeim völdum sem nú
sitja á stóli, en mennirnir hverfa þó embætti haldist, og
hver getur vitað nær vjer verðum að sjá á bak þeim
rjettlátu og dyggu frömuðum vísinda og velmegunar
hjer á landi, sem nú halda hendi sinni yfir forngripa-
safninu og öðrum stofnunum vorum.
Og svo er önnur hætta enn. Það má búast við því,
að þeim allra snörpustu stjórnvitringum skjátlist, og að
þeir með valdsmannabænina á vörum leggi opinber störf
í hendur þeim, sem aliir aðrir en stjórnskörungarnir
vita að eru manna óhæfastir til þess starfa sem um er
að ræða. — Sú einasta og algerða trygging sem fæst
fyrir því að einhver staða sje hjer skaplega skipuð, er
því að launin sjeu svo lág, að enginn bitlingadorgari
vilji leggja sig að þeim.
En það lítur svo út, því er ver, að þeir „fengsælu“,
sje alltaf að verða natnari og natnari við smáveiði, sem
áður var að mestu fyrirhuguð þeim sem höfðu eitthvert
vit og tök á því að vinna fyrir laununum. Forngripa-
safnsbitlingurinn sannar að vísu ekkert um þessa al-
mennu útvíkkun á veiðisvæði dorgaranna, en hún minn-
ir oss á, að samkeppnin um fje það sem tekið er úr
vasa almennings til opinberra fyrirtækja, er að aukast
og veitingavaldinu mun ekki veita af að taka á allri
sinni skargskyggni til þess að velja svo um menn að
við megi una.
í vetur, eptir að alþingismanni Jóni Jakobssyni var
veitt bókavarðarstaða við landsbókasafnið, og gengið
hafði verið fram hjá Sæmundi heitnum Eyjúlfssyni, sem
flestir aðrir en landsbókasafnsnefndin munu hafa álitið
sjálfkjörinn til þess starfa, hugkvæmdist gæslumanni
forngripasafnsins þeim sem nú er, Pálma skólakennara
Pálssyni, að segja af sjer gæslu við safnið, víst helst í
því skyni að Sæm. heitinn, sem honum þótti verða æði
hart úti, mætti komast að. En nokkru eptir að hann
hafði sagt þessu af sjer, sýktist Sæmundur og dó, og
þótti þá Pálma ekki ástæða til þess að draga sig í hlje,