Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 28.09.1896, Blaðsíða 2
98 og ráðaneytinu í sjermálum íslands hafi ekki getað vak- að fyrir tillöguflokknum. — Áskorunin til stjórnarinnar verður að lesast öll í heild sinni, og hinar ýmsu grein- ar hennar að þýðast saman. Og þó heimtað sje í öðru orðinu að ráðaneytið staudi fyrir utan, er það marklaust ef gert er ráð fyrir því í hinu orðinu að sambandið haldist að nokkru leyti. En á þennan veg orðar þm. Y.-Skaptfellinga sína grein, þar sem hann segir „að all- ir stjórnarráðsfundir hins innlenda ráðaneytis eigi að hald- ast hjer“, en rjett á eptir, „að eptir sjen þó afskipti ríkisráðsins af sjermálum íslands“. Hafi „Launungarmál“ Dr. Yaltýs verið efnilegur frumgróður af stefnuleysi og handaskolum síðasta al- þingis í stjórnarmálinu má heita svo að skeyti þau er V.-Skf. þingmaðurinn er nú farinn að senda sjeu full boð- leg sem Nr. 2. Og það er vonandi að hinar afurðirnar fari nú að koma inn smátt og smátt svo hægt sje að gjöra upp reikninginn yfir ávinning og tjón af þessu allrasíð- asta óhamingjuhringli alþingis í því máli sem varðar mestu fyrir þá sem kjósa þingmennina á þing. Fyrirlitningin fyrir menningunni. (Úr Kringsjá, eptir „Rev. d. Rev.u). (Niðurl.). Óánægjan með hið yfirstandandi er fyrsta skilyrðið til breytingar í framfaraáttina. Því væri rjett að hngsa sjer að ðánægjan með siðmenning nútímans leiði einnig til breytinga og bðta í þessa átt. En við nánari athugun verður þó annað ofan á. Þeir sem rífa niður og benda á gallana, gleyma alltaf hinu, hve miklu illu menningin haii afstýrt og svo hinu gðða, sem hún hefur haft í för með sjer. Aleutarnir ljúga ekki, stela ekki, eru lausir við ágirnd og sviksemi og hjálpa hver öðrum fúslega. Þar á mðti eru Englendingar svikulir í viðskiptum, harðir við undir- menn sína, ágjarnir og sjást ekki fyrir að vinna illvirki til að ná völdum og auði. En það er rangt að dæma siðmenning tveggja þjðða eingöngu eptir löstunum, sem fylgja hvorri um Big. Þegar vjer berum siðspilling ensku þjóðarinnar saman við sakleysi Aleut- anna, verður þess líka að vera getið hve mikið gott stafar frá Eng- lendingum fyrir mannkynið í heild sinni. Keppni um völd, auð og metorð hlýtur að fæða af sjer ýmsa lesti, ýms grimdarverk og svik- ræði, en hingað til hefur það sýnt sig að það er hún, sem knúð hefur menn best til framkvæmda og framfara. Sje nú svo að mörg af þeim gæðum, sem vjer nú njótum fram yfir forfeður vora sjen ávextir vinnunnar, má ekki gleyma því, að það er samkeppni mann- anna um völd og auð, sem knúð hefur þá til að vinna, og að þeir lestir, sem fylgja henni og sem eru þyrnar í augum siðfræðinganna, verða þannig undirrót þessara gæða eða hagsmuna. En fjöldi af frægustu rithöfundum nútímans eru þó óþreytandi í árásum sínum á borgarastjettina, sem nú á dögum ræður hjá oss lögum og lofum. Það er þó víst að á þessum tíma, síðan borgara- stjettin fjekk völdin, hefur siðmenningin stigið hið stærsta framfara- spor með því að afnema þrælavinnuna og veita öllum mönnum jafn- rjetti til Bamkeppninnar. En þá svara þeir sem ðánægðir eru, að þetta sje einungis auðkýfingunum i hag; áður hafi þeir orðið að sækja þrælana langar leiðir, í aðrar heimsálfur og hætta til þess fje og fjöri; nú hjóði þeir sig sjálíir fram við dyr auðmannanna. En hvenig sem þetta er skoðað, verða menn þó að játa, þegar bet- ur er aðgætt, að hjer er stigið spor i framfaraáttina, þar sem allt gengur nú friðsamlega til og engum er með líkamlegu ofbelti þröngv- að til að vinna fyrir annan. Áður voru þrælauppreisnir bældar nið- ur með morðum og manndrápum; nú getur engin stjett bannað ann- ari að bindast fjelagsskap til að vernda rjettindi sín. Óánægjan, sem veldur hinum ströngu dómum um menningar- stefnu nútímans, er sprottin af ýmsum rótum. Og opt eru hvatir þeirra sem þá dóma fella ekki hreinar. Þeir sem undir verða í baráttunni og samkeppninni ráðast á þá, sem betur gengur. Óá- nægjan með hið yiirstandandi mun ávallt eiga sjer stað, og hún er ein af hínum fremstu hvötum til nýrra og nýrra framfara. Hún vekur hugsun vora og knýr hana inná nýjar brautir. En sú fyrir- litning, sem margir þykjast hafa fyrir siðmenning nútimans i heild sinni getur engin góð áhrif haft, heldur þvert á móti; hún drepur dug vorn og eyðir áhuganum. Úr brjefum til Dagskrá. Lundarreykjadal. — Það er jafnan töluvert líf og fjör í sveit- unum um þessar mundir, rjettaleitið. — Við erum þá að heinita af fjöllunum blessaðar sauðkindurnar okkar, og jafnframt aðalverslun- arvöruna, sem verið hefur nú um nokkur ár, hvernig sem framveg- is verður. Við erum þvi töluvert forvitnir sveitamennirnir um þesB- ar mundir, að fá að vita á hvaða verði við eigum nú von fyrir þessar skepnur, eða, ef einhverjum þykir það viðkunnanlegra: hvað þeim þóknaBt að „gefa“ okkur fyrir fjeð okkar. Það er einn stór- bóndi sem um fyrirfarandi ár hefur fargað 30—40 fjár; margir bændur miklu fleiru, og það verður því ekki svo lítið peningaspurs- mál, hvort við eigum von á t. d. 2 kr. meira eða minna fyrir kind- ina. — Eins og eðlilegt er, og tíðkast um aðra vöru, stígur og fell- ur bæði saltkjöt og lifandi fje í verði til skiptiB; það býst því eng- inn við að sama verð geti verið á því á hverju ári. Nú mun t. d. saltkjöt verða í lágu verði og töluvert af því óselt ytra frá f. árí; það er því varla við því að búast, að hátt verð verði á sláturfje hjá kaupmönnum í ár. Oðru máli er aptur að gegna með sauði sem seldir eru til að sigla lifandi. Það var í sumar haft eftir Zöllner og Yídalín, sem vel mega vera fróðir urn þá hluti, að vel líti út með sauðasölu á Englandi í haust. En nú er hjer um slóðir kom- ið annað hljóð i strokkinn. Hafa kaupmenn hjer í Borgarfirði gert samtök eða komið sjer saman um sauðfjárverð í haust. Yerður skurðarfje samkvæmt því í mjög lágu verði, en þó tekur útyfir með sauði, það fje, sem við vorum búnir að gera okkur vonir um að fá fyrir bærilegt verð og peninga í haust til þess að losa okkur eitt- hvað úr peningaskuldum áður en fjárflutningsbannið gengur í garð. Af þvi við vorum búnir að heyra ávæning af því að útflutningsfje mundi verða í nokkuð háu verði, og hinsvegar ekki er talað um neitt sjerstakt er valdið geti mikilli verðlækkun frá í fyrra, t. d. rófnauppskerubrest, þá munu margir skoða þessi samtök, nokkurs- konar skrúfu af hálfu kaupmanna, til að fá útflutningsfje með lágu verði. En nú, sem von er, um fátt fleira talað en að láta hjer skrúfu mæta skrúfu og láta þvi að eins fjeð, sem nú er í vænsta lagi, að hæira verð fáist. Mjóafirði eystra. — Nú er hjer og hefur verið um þriggja vikna tíma landburður af fiski, svo menn þykjast varla slikt muna, hreint inn í fjarðarbotna, en beitutregt hefur verið. Menn hafa helst feng- ið síld til beitu sunnan af Eskifirði og suðurfjörðum og mega sum- ir þar eiga þakkir skilið fyrir hve greiðlega og vel þeir hafa orðið við bón manna að leita síídar og kasta fyrir. Frystihús flest voru tóm hjer fyrir löngu, og það sem meira var, klaki alveg eyddur hjá sumum, og er vonandi að menn eptirleiðis hafi meiri birgðir af

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.