Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.09.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.09.1896, Blaðsíða 1
Verð árg. (œinnBt 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. lUppsögn skrifleg bundin vi8 1. júll komi til útgefanda fyrir októberlok. D A 6 S K R A. I, 25. I Reyk.lavík, mánudaginn 28. september. 1896. Stjórnarskrármálið. (Framh.) Eptir því sem komist verður næst af hinni óskipulegn og óglöggu framsetning höf. virðist hann ætla sjer að halda sambandinu við hið danska ríkisráð einn- ig í sjermálum landsins, og þó láta alia „stjórnarráðs- fundi verða haldna hjer í íslandi“. — Eptir almennum hugmyndum um „stjórnarráð", „ríkisráð“ eða „landsráð“, verður nú konungsvaldið sjálft eða erindreki þess, auð- vitað að sitja á þessari samkomu hins innlenda ráða- neytis, og sjest þá ekki yfir hverju höf. er að kvarta um „afskipti ríkisráðsins af sjermálum íslands, sem hafi mesta þýðing frá theoretisku(I) sjónarmiði“. — Hann stingur reyndar upp á því að einn af hinum innlendu ráðgjöfum sæki konungsfund til Kaupmannahafnar til þess að flytja hin sjerstöku mál fyrir hann. — En þó slíkt fyrirkomulag að vísu væri mjög óhentugt, yrðu þó sjermálin ekki háð ríkisráðinu með því. Aðalhnúturinn í allri þeirri flækju sem ofinn hefur verið utan um þetta mál, og sem þm. V.-Skaptfellinga hefur ánetjast í, er það atriði, hvernig dgi að sJcipa Jion- ungsvaldinu erindreka eða umboðsmann í Jiinu innlenda stjórnarráði. Stofnun slíks valdsaðila er ekki einasta möguleg og nauðsynleg heldur einnig hin aðgengilegasta fyrir þá sem vilja „fullnægja þörfum og kröfum íslend- inga, án þess að raska landasambandinu“ (sbr. sama höf. ísaf. 38. tbl.), og er ákvæðið „konungur eða land- stjóri“ í stjórnlagafrumv. síðustu þinga, hið langhyggi- legasta sem komið hefur fram í þá átt að leysa úr þess- um vanda: að halda ríkissambandinu en hafa þó inn- lenda stjóm í sjermálunum. — En vjer höfum ekki átt því að fagna, að endurskoðunarflokkurinn gerði annað- hvort að fylgja þessu fram eindregið eða þá sýna fram á annað stjórnskipulega mögulegt fyrirkomulag, sem væri hentugra í sjálfu sjer. Hvorugt hefur verið gjört. — Fleiri eða færri nýjungamenn af líku tagi og þm. V.-Skaptfellinga, hafa verið til taks að raska þessum aðalgrundvelli alls samkomulags í endurskoðunarmálinu á undanfarandi þingum, án þess að þeim tækist nokk- urntíma að sýna fram á annað en það eitt, að þeirra eigin tillögur um annað fyrirkomulag, voru raeð öllu vanhugsaðar og óframkvæmanlegar. Nú vill höf. hafa inn- lent ráðaneyti, innlenda stjórnarráðsfundi, innlendan ráð- gjafa við hlið konungs í Höfn, og þó eptir alltsaman láta afskipti ríkisráðsins af sjermálum vorum haldast. — Þetta „þýðingarmikla spor“ sem hann svo kallar skilst oss ekki hvernig hann hugsar sjer að verði stigið. — Vjer höfum heyrt því haldið fram að ísland eigi kröfu til sjálfsstjórnar í sjermálunum, með þingbundinni kon- ungsstjórn, eða takmörkuðu einveldi, samkyns eins og Danir og ýmsar aðrar Norðurálfuþjóðir búa við, en slíkt einsdæmis hrófatildur sem höf. hjer fer fram á, sjáum vjer ekki hvernig ætti að geta samrýmst við grund- vallarskipun ríkisins. Þessi nýi boðskapur sem höf. flytur, að því er snert- ir löggjöf og æðstu stjórn í sjerstökum málum íslands er nátengdur við aðra nýja uppástungu hans um rjettar- far í ábyrgðarmálum gegn ráðaneytinu. — Þar leggur hann til að hæstirjettur fjalli, enn sem áður, um mál út af brotum gegn stjórnarskránni, en að landsdómur dæmi önnur politisk mál, erhöfðuð kynnu að verða gegn ráðgjöfunum. — Hvernig hann hugsar sjer slíkt sam- einanlegt við „afskipti ríkisráðsins af sjermálum íslands“ virðist ekki ljóst; úr því að hin helstu stjórnmál og lög- gjöfln á ekki að liggja undir fullnaðaratkvæði konungs eða konungsfulltrúa ásamt innlendu stjórnarráði, sjest ekki að neinn vegur sje til þess að skipa alinnlent pólí- tiskt dómsvald yfir öll önnur pólitiskmál. Afskipti hinn- ar dönsku ráðgjafasamkomu af sjermálunum verða ekki lögð undir hinn íslenska dómstól, nema með því að breyta grundvallarlögum Dana sjálfra, og því hefur höf. þó víst ekki dottið í hug að koma til leiðar. í þessu eins og hinu veldur það villunni að höf. vill stofna svo- kallað innlent ráðaneyti, án þess að sjermálin verði að öllu leyti leyst undan afskiptum ríkisráðsins. En þar er engínn meðalvegur mögulegur. Meðan þessi mál eru lögð undir ráðaneyti Dana verður innlend yflrstjórn fyr- ir íslendinga ekki til, hverju nafni sem menn kunna að vilja nefna æðstu völd vor eða löggjafa innan lands. Það er „algerð uppgjöf“ á stjórnarbótakröfum vorum um undanfarin ár að víkja eina hársbreidd frá þessu: að leysa sjermálin algerlega frá ríkisráðinu danska. — Og eins og það var lögleysa og formlegt glappaskot af allra skaðvænasta tagi, þegar alþingi í fyrra leyfði sjer að skora á stjórnina að semja frumvarp til grundvallarlaga fyrir landið, í stað þess að neyta eigin frumkvæðisrjett- ar og frumkvæðisskyldu sinnar í því máli, eins er sjálft meginmál hinnar alkunnu þingsályktunar þ.tnnig vaxið að stjórnin hlýtur, að öllu athuguðu, að hafa rjett til að skilja hana svo, sem algerður aðskilnaður á ríkisráðinu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.