Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 1
Verö árg. (minnst 104 arkii)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
JUppsögn skrifleg bundin viö
1. júll komi til útgetanda
fyrir októberlok.
D A G S K R Á.
I, 26.
Re,\ kjíiyík, fimmtudaginn 8. októbor.
Jarðskjálftasamskot í Danmörku.
(Úr brjefum til Dagskrár).
Kmh. 22. f. m.
„— — Konvmgur og drottning hafa nú gengist fyrir að stofnuð
yrði samskotanefnd til að safna gjöfum handa þeim sem þyngstar
búsifjar hafa fengið af jarðskjálftunum. Forseti þeirrar [nefndar er
Klein yfirforseti í Kmh., sá er fyrr var ráðgjafi íslands, og var hjer
með konungi 1874. Hefur konungnr gefið 2000 kr., drottning 1000
kr., rússakeisari og drottning hans 4000 kr. og keisaramóðirin
3000 kr. Br útlit fyrir að þau samskot kunni að verða drjúg. Bn
hvar stendnr nú þetta konungsfólk? Nú má það búast við að fá
„ísaf.“ á hálsinn og jafnvel eiga það á hættu, að hún kalli það
húsganga, fyrir að hafa verið að „hetla“ fje handa íslandi. Yerði
nokkur afgangur frá jarðskjálftunum á það að ganga til spítala lík-
þrárra manna, segir kongur.
í gærkvöidi var haldin skemmtisamkoma meðal íslendinga, þar
sem inngangur kostaði 1 kr. 50 a. og átti það sem inn kom að
ganga til þeirra manna sem fyrir jarðskjálftunum urðu. Gengust
fyrir því samsæti studiosi jur. Jón Sveinbjörnsson og Pjetur Guð-
johnsen. Söng Jón þar solo meðal annars. Cand. Bogi Melsteð
hjelt þar ræðu um jarðskjálfta á íslandi einkum þann sem var 1784.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen sat þegjandi á áheyrendapalli, nndir
þeim fyrirlestri. — Inn kom um 160 kr“.
Ritstjóri danska blaðsins „Nationaltidende“ hefur þegar tekið
á móti 483 kr. frá gefendum til jarðskjálftabyggðanna.
Allir hyggnir íslendingar hljóta að gleðjast yfir því hve drengi-
lega hefur verið snúist við þvi erlendis að hjálpa þeim sem beðið
hafa tjón af jarðskjálftunum, og er skylt að vera konungi vorum
og ætt hans þakklátur fyrir svo rausnarlega forstöðu í því máli. —
Það er og vonandi að göfuglyndir gefendur ytra taki ekki um of
mark á fákænlegu fleipri hinna eða þessara hjer innan lands, um
það að þjóð vorri sje ósamboðið eða jafnvel skaðlegt að þiggja gjaf-
ir til hjálpar í þeim nauðum, er nú hafa gengið yfir landið. — Að
gefa Blíku ótímabæru gortaraglamri einstöku manna nokkurn gaum,
væri ekki rjettlátt mðti þjóð vorri í heild sinni nje sjerstaklega
móti þeim bágstöddu. Það eru enn ekki fengnar neinar skýrslur
er hægt sje að byggja á neina skaplega áætlun um fjártjónið, en
ætla má að það sje eitt hið mesta sem íslendingar hafa orðið fyrir
svo langt sem jarðskjálftarnir náðu til. — Auðugar þjóðir þiggja
fegins hendi gjafir útlendinga þegar líkt er ástatt, og væri það
hörmulegt ef nokkrir grunnhyggnir málaskúmar hjer á landi gætu
firrt erlenda gefendur, frá því að hjálpa þeim sem eiga hlut að máli.
J. Havsteen, amtmaður, formaður hinnar sælu samskotanefndar
hjer í Reykjavík, — sem mun að öllu samtöldu hafa gert meiri skaða
en gagn, óbeðin1, — hann rausnaðist, viti menn, til þess að gefa
einar fimmtán krónur til hinna bágstöddu, og hefði sá skerfur af
hinum ríflegu launum þess manns úr landsjóði — sem hann fær
fyrir lítið og óþarft embættisstarf — mátt þiggjast þakksamlega,
ef hann í kaupbæti hefði viljað gjöra svo vel og þegja um það
hvort það væru hjerlendir eða erlendir gefendur sem nefndin vænti
að legði fje til hjálpar.
Eina bótin er það, að í þessu máli eru það fleiri en vorir heima-
V Undanteknar eru hjer aðgerðir einstakra manna i nefndinni, er nnnið
hafa af eigin hvöt, fyrir sitt eigið fje, t. a. m. bankastjóri Tr. Gunnarsson.
1896.
öldu forustu-bakkabræður, sem eiga að skera úr — og dæma hvort
heyrilegt sje að óviðkomandi menn, sem sjálfir ekki geta bjálpað til
gagns þó þeir vildu, eigi að hafa rjett til þess að slá hendi móti
fje sem öðrum mönnnm er boðið til bjargar í sannri neyð.
Ritstj.
80 ára afmæli Reykjavíkurskóla.
Latínuskólinn er ekki einasta langelsta menntastofnun landsins,
heldur hefur hann um langan aldur verið hin æðsta og er enn í
dag hin einasta, sem rækt hefur verið lögð við og reynt að gera
svo fullkomna að flestu leiti sem fóng hafa verið á. Og það er víst
að hvervetna á íslandi er öllu því, er snertir latínuskólann fylgt
með mikilli athygli.
Nú er 50 ár liðin frá því skólinn var fluttur frá Bessastöðum og
fyrsta sinn settur í Reykjavík, 1. okt. 1846. Þá urðu sem kunn-
ugt er miklar breytingar á skólanum, námsgreinum var fjölgað og
námstíminn lengdur og skólinn að öllu sniðinn eptir samskonar
stofnunum erlendis. Og það mun vera rjett, sem opt hefur verið
tekið fram, að skólinn hafi ekki staðið og standi ekki að baki
öðrum lærðum skólum í Danaríki, þegar til alls er litið. Annað
mál er það að gömlu málin sitja enn þar og hjer í vegi fyrir öðru
sem fremur ætti að nemast, Bn leikfimin og allt sem að henni lýt-
ur, mun vera hin einasta grein, sem sagt verður um að sje miklu
ófullkomnari bjer en við aðra samskonar skóla erlendis.
Latínuskólinn hefur haft allmikil áhrif á bæjarlífið í Reykjavík
síðan hann fluttist þangað, og miklu meiri en báðir hinir æðri skól-
ar, prestaskólinn og læknaskólinn. Þeir hafa verið svo litið sóttir,
svo fámennir, að aldrei hefur myndast nokkurt stúdentalíf i Reykja-
vík. Stúdentar hafa aldrei komið fram sem sjerstakur flokkur, sem
hafi haft nokkur veruleg áhrif á bæjarlífið. Þar á móti hefur lærði
skólinn alltaf verið eins og ofurlítið sjerstakt ríki út af fyrir sig;
þar hefur verið fjörugt fjeiagslíf meðal pilta, heir hafa haldið hóp
og yfir höfuð að ýmsu leiti haft lík áhrif á bæiarlifið í Reyjavik
og stúdentar annars hafa í háskólabæjum erlendis.
Þegar latínuskólinn var settur, 1. okt. næstl., var hátíð hald-
in í skólanum til minningar um hin liðnu 50 ár, og var boðað til
hennar með riti sem heitir: Minningarrit fimmtíu áru afmœlis
hins lœrða skóla í Reykjavík. Framan við ritið eru myndir af rek-
torum þeim, fimm að tölu, sem stjóruað hafa skólanum á þessu tíma-
bili: Sveinbirni Bgilssyni, Bjarna Jónssyni, Jens Sigurðssyni, Jóni
Þorkelssyni og Birni M. Ólsen. Þá er þar Kennaratal, samið af
Birni rektor Ólsen og eru þar taidir allir þeir sem hafa haft á
hendi kennslu við skólann, stuttlega rakin æfi þeirra og sýnt hvað
hver um sig hafi kennt. Eun er þar Stúdentatal, samið af presta-
skólakennara Jóni Helgasyni, og eru þar taldir allir þeir sem út-
skrjfast hafa frá skólanum síðan hann fluttist til Reykjavíkur, sýnd-
ar einkunnir þeirra og getið um í hverja lífsstöðu þeir hafa komist.
Síðast er Flokkur af kvæðum, er Steingrímur yfikennari Thorsteins-
son hefur ort til að syngja við þetta tækifæri.
Hátíðin byrjaði kl. 12 með söng og hljóðfæraslætti. Þá gaf
rektor orðið Hallgrími biskupi Sveinssyni, og talaði hann lengi og
áheyrilega sem venja hans er, en fátt kom oss á óvart af því sem