Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 3
103 þeir ailir sern einn maóur. tín þetta var tekið sem svar upp á það, að Óskar konungur hafði talað við þýskan blaðamann og talað ó- mjúkt i garð Noregs. í Danmörk getur fátt tíðinda; kosningar nokkrar liafa fram farið og unnu vinstri menn og sósíalistar; þykir það á sjást að hægra liðið skorti forustuna. Einn atgerfismaður er látinn hjer: Julius Lange, manna glöggastur á listaverk og fróðastnr í sögu í- þróttarinnar. Prá Italíu er það að segja, að helst er nú útlit fyrir friðsam- legar endalyktir á málum ítala og Abessiníumanna. Munu ítalir sjá þann kost bestan, að lækka kröfurnar þar suður frá, en stofna ekki til ófriðar að nýju. Baldissera “hershöfðingi þeirra ræður og fastlega frá nýrri herför. Spánverjar hafa nú 1:00,000 hermanna á Cuba og verður þó vegur þeirra vestur þar alltaf minni og minni og sigurvonirnar daufari og daufari. Hafa Spánverjar bæði skömm oggskaða af við- ureign sinni við Cúbamenn, og er óvíst að þeir bíði nokkurntíma bætur þess tjóns, bæði af mannamissi og fjárútlátum, sem hernað- urinn á Cuba hefur bakað þeim, þótt þeir á endanum kunni að sigrast á uppreisnarmönnum, sem þó eun er mjög tvísýnt og jafn- vel kelst líkindi til að öðruvísi fari. Á eynni gengur auðvitað allt á trjefótum, atvinnuvegir eyðilagðir og hinu fagra og frjósama landi spillt á allan hátt í hinum löngu óeirðum. Frá írlandi er það Bagt, að nýlega komu írar úr öllum álfum heims saman á fund mikinn í Dýflinni. Þann fund kölluðu þeir „þjóðfund íra“. Ætluðu þeir þar að draga saman í eitt hina and- Btæðu stjórnmáiaflokka í landinu, Parnellsmenn, Dillonsliða og Hea- lyBmenn. En ekkert varð af sættum eða sameining og varð fund- urinn miklu fremur til að auka deilurnar og sundurlyndið og end- aði með riskingum og barsmíðum. Horfir ófriðlega við á írlandi og er þar hver höndin upp á móti annari, en leynisamtök tíð og alltaf við búið að þau verði orsök til manndrápa og hryðjuverka. Haustgarður. Fyrsti garðurinn kom eins og þjófur á nóttu yfir sofandi borg- ara inni í bænum og úti á skipalegunni yfir þá sem halda áttu hundavökuna. — Laust eptir lágnættið var ofviðrið vaxið upp á hæsta stig. Glerjabrot þeyttust á endum suður allar götur, húsin skulfu og stundu undir byljunum og særokið geyBaði eins og storm- ský hátt yfir bæinn og upp í land. — En úti fyrir gnauðaði haf- rótið og hvein í rám og siglum. — Dararöstin bylti sjer i brim- garðinum i ótal hlykkjum og vafði sig kringum endilanga fjöruna hringlandi af kufungum og smámöl, eins og feiknalangt skelja- skrímsli. — Þetta var óheimleg nótt. — Stormur, frost og koldimmt haustmyrkur leiddust yfir byggðir mannanna, og ljetu allt sem kann að skynja og skelfast, finna það í vöku, í draumi, eða í gegn- um svefninn, hve voldugar eru geðshræringar hafs og himins og hve veik eru til varnar öll hýbýli dauðlegra manna, hvort sem þau fljóta fyrir festum eða þau standa uppi á þurru landi, þegar öfl nárttúrunnar ganga í bandalag til þess að granda og ógna allri skapaðri skepnu. Degar bjart var orðið af degi sáust nokkrir bátar veltast í flæðarborðinu með festarstúfa í stefnunum, en aðrir möruðu keipa- fullir úti fyrir bryggjunum, og stungu hnífunum við og við upp á milli ölduhryggjanna eins og djúpsyndir hestar sem teygja blá- snoppuna upp í úfnu vatnsfalli. Þilskipin rjettu trjónurnar beint upp í rokið og hjuggu sundur sjóina sem ultu krappir og háir inn öll eyjasund og þeyttu brimlöðrinu hátt upp undir þakskegg á fremstu húsunum, þegar þeir urðu að stöðvast við fjöruklettana. — Festar sáust strengjast hátt úr sjó fram af skipsbringunum og á tveimur skipum höfðu losnað segl sem flöksuðust gaulrifin utan um stagina. Skipin rugguðu ákaflega á alla enda, einkum ein útlend skúfa sem hat'ði hafnað sig rjett áður en óveðrið kom, fyrir utan venjulega skipalegu. Við hverja bryggju og undir hverju þiii sem vissi að Bjó, sáust standa smærri og stærri hópar af sjómönnum með niðurbrotnar stormhúfur eða sauðvesti, sumir í skinnfötum. — Þeir horfðu út yfir höf'nina, klipu saman augun fyrir veðrinu og kölluðust hátt á þó þeir stæðu þjett saman. Það var að vísu ekki mikil hætta enn þá, en það mátti búast við því að fleiri eða færri af skipunum ræki upp ef hann harðnaði úr þessu. Einkum sýndist ystu skútunni hætt Hefði hann verið örlítið vestanstæðari mundi hún hafa slitnað upp, hjeldu menn. Á götunum var naumast stætt. Loptið var mórautt af mold- roki, en í gegnum hafstorminn og brimrokið gryllti í gráan snjó- kamb sem hafði lagst yfir Esjuna þessa síðustu nótt, og náði niður i miðjar hlíðar. — Það var auðfundið að þessi stormur var kom- inn langt að, norðan úr hafi og það var eius og ísþefur blandaðist J við seltubragðið að loptinu. Ofviðrið hjelt áfram að kasta skútunum á enda, skaka húsin og feykja földum á hverjum þeim sem hætti sjer út fyrir dyr. — Svo leið dægur eptir dægur, að höfuðskepnurnar hömuðust yfir og i kringum þetta marghrellda land. Loksins linnti þó storminum, en þá lá ein skútan á hlið uppi í fjöru og önnur með höggnar siglur framrni á legu. Enginn veit hvernig þeim heíur reitt af öllum sem hafa orðið fyrir þessum fyrsta haustgarði úti fyrir ströndum, en það má ætla að hann hafi sist verið vægari norðar og nær upptökuuum. — Hörður. Baðhúsið. Eitt af því fáa sem gert hefur verið fyrir almenning á síðari árum, í þá átt að gera Keykjavikurbæ líkan aðseturstað siðaðra manna, er baðhússtofnunin. Það var mjög lofsvert að ráðast í þetta fyrirtæki, því fremur sem íslendingar eru kunuir að því að hirða ekki mikið um að baða sig, og fjelag það sem lagði peningana til gat því naumast búist við miklurn ágóða fyrst. — En þvi miður hefur þessu fjelagi ekki tekist að gera baðhúsið viðunanlega úr garði, nje nota sem hyggilegast það fje er fyrir hendi var, og hef- ur fjelagið með því bakað sjer peningatap og gert sjálfa stofnunina lítt nýta. — Þannig er t. a. m. vatnshitunarofninn alveg ónógur, svo að hin heitu böð sem mest ríður á og sem gera mest gagn, verða óhæfilega dýr. Ein keriaug kostar þannig um 70 aura og eru þó baðkerin of stutt og ekki ætlaðir nema c. 180 pottar vatns í baðið 26° heitir. — Fyrir kvennmenn er baðhúsið í eiuu orði að segja alls ekki boðlegt. — Þar er enginn sjerstakur baðklefi fyrir konur, og sömu baðkerin sem hver maður af götunni getur notað eru ætluð handa gesturn af hvoru kyni sem er. — Það mun jafnvel vera lítið um dugleg þvottaefni til þess að hreinsa kerin rnilli baða; þar sjest ekki svo rnikið sein brúklegur þvottavöndur eða nein önnur hæfileg tæki til að nema til fulls burtu leifarnar frá siðasta baðgesti, og hlýtur slikt að vekja ógeð allra sem baðhúsið sækja. — Engin dæla er í húsinu til þess að flytja heitt vatn upp í steypubaðskerin og ýmislegt anuað mætti telja, sem vautar, sem kostar ekki of mikið, og mundi verða til gróða fyrir baðhúsið. Baðvörðurinn er mjög kurteis og leysir störf sín fljótt og vel af hendi, en baðstjórniuni hefur ekki heppnast að kaupa svo tæki til hússins að það sje viðunandi. Norðanveður ofsafengið hefur verið hjer síðustu dagana; hvessti á sunnudagsnótt og stóð veðrið þann dag allan og svo mánu- dag. Á þriðjudagsmorguninn slotaði nokkuð, en hvessti þó aptur

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.