Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 2
102 þar var sagt. Hann gat þess meðal annars að straumurinn að skólanum væri orðinn allt of mikill, það væri óheppilegt að svo margir af þeim piltum, sem dugnaður væri í, veldu sjer á unga aldri lærdómsveginn í stað þess að snúa sjer að öðru þar sem þörf- in væri meiri fyrir þá, og mun enginn geta mótmælt þessu. Þegar biskup hafði lokið máli sínu stje lector Þórhallur Bjarnason upp á ræðupallinn og flutti ávarp frá kennurum prestaskólans, heillaóskir til lærða skólans, og annað samskonar flutti Dr. J. Jónassen frá kennurum iæknaskólans, en Einar ritstjóri Hjörleifsson, formaður stúdentafjelagsins í Beykjavík flutti skrautritað ávarp frá fjelaginu og las upp annað, er Hafnarstúdentar höfðu sent. Síðast talaði rektor, þakkaði heiilaóskirnar og talaðí um starfsemi skólans fyr og nú. Eptir það var kampavín drukkið nokkra stund inni hjá rektor. Aptanvið Stúdentatalið í Minningarritinu eru athugasemdir, sem mörgum munu þykja fróðlegar og tökum vjer hjer nokkuð npp úr þeim. Á þeim 50 árum, sem Reykjavíkurskóli hefur staðið, hafa út- skrifast þaðan 538 stúdentar, eða því sem næst 11 til jafnaðar á ári hverju. Lægst hefur stúdentatalan verið 4 á ári en hæst 25 (1884). Á síðari helmingi þessa tímabils hefur aðsóknin að skólan- um aukist mikið, svo að þar koma að jafnaði 14 á ár hvert, en ekki fleiri en 8 á hvert ár af fyrri helmingnum, Af þessum 538 stúdent- um hafa 501 haldið námi áfram; 224 hafa siglt til háskólans, 228 farið á prestaskólann, 47 á læknaskólann og 2 á skóla í Vestur- heimi. Af þeim 224 sem siglt hafa til háskólans hafa aðeins 104 náð þar prófl, en af 228, sem gengið hafa á prestaskólann hafa 215 tekið burtfararpróf; af 47 læknaskólanemendum hafa 37 náð prófi, 8 eru enn á skólanum, en tveir hafa týnst úr tölunni. Af þeim sem embætti hafa tekið hafa 217 orðið prestar, 57 læknar, 28 sýslumenn, 13 kennarar við lærða skóla, 3 háskólakenn- arar. 29 hafa lokið prófi, en ekki enn fengið embætti. Hinir, sem ekki hafa orðið embættismenn, hafa 7 orðið blaðstjórar, 11 kaup- menn og verslunarmenn, 8 bændur, 14 hafa enga ákveðna atvinnu haft á hendi og 15 hafa dáið áður en þeir kæmist í fasta lífsstöðu. 71 eru enn við nám. Holdsveikismálið. Guðmundur Björnsson læknir er nú heim kominn úr Noregsför sinni, sem hann fór, eins og kunnugt er, fyrir opinberan styrk, til að kynna sjer meðferð á holdsveiku fólki þar í landi. Hann hjelt bjeðan til Björgvinar. Þar situr holdsveikisyfir- | læknir Norðmanna, Armauer Hansen. Hann var þá á yfirferð til að skoða sjúklinga sína víðsvegar i landinu. Spurði Guðmundur læknir hann uppi, hjelt eptir honum og ferðaðist með honum í viku. Sú trú er enn almenn í Noregi meðal alþýðu, eins og hjer, að veik- in sje arfgeng. Og það er A. Hansen holdsveikíslæknir, en ekki Dr. Ehlers, sem fyrstur hefur fundið að ekki er svo, heldur sje veikin næm. Ekki ern þó allir holdsveiklingar Norðmanna enn fluttir á spítalana, en gætt er þar vissra varúðarreglna, þar sem þeir búa innan um heilbrigða menn. Frá Noregi hjelt Guðmundur til Kaupmannahafnar og lagði fyrir íslenzka ráðaneytið áiit sitt viðvíkjandi væntanlegri holdsveikisspítalabyggiug hjer á landi. Til þess að spítalinn gæti orðið svo úr garði gerður sem hann taldi nauðsynlegt, var áætlað að kostnaðurinn við að setja hann á stofn yrði 100,000 krónur. Þá áætlun gerði Bartels byggingameistari, sá er þinghÚBÍð byggði. Spítalinn á þá að geta tekið á móti 60 sjúklingum. Til að reisa samskouar byggingar erlendis segir Guð- mundur að talið sje að 2000 kr. þurfi til að byggja yfir hvern ein- Btakan sjúkling. Yrði þá þessi 100,000 kr. spítali hjer 20,000 kr. i ódýrari en jafnstór og jafnvönduð bygging erlendis. Árlegt við- hald spítalans segir hann geti orðið nokkru minna en á var ætlað, í mesta lagi 365 kr. á ári fyrir hvern sjúkling í stað 400 kr. Guðmundur vill reiaa spítalann hjer í nánd við Reykjavik t. d. við Rauðará eða einhverstaðar þar í grendinni. Útlendar frjettir. Kmh. 21. sept. 1896. Eptir hryðjuverkin seinustu hafa menn fengið svo mikla skömm á Tyrkjanum, að það þykir ekki ólíklegt að hann fari að syngja útgönguversið. Einkum hafa Englendingar tekið djúpt í árinni; þar í landi hafa fundir verið haldnir víða til að skora á stjórnina ensku að skerast í leikinn. Blöðin halda hinu sama fram; og til marks um það, hverBu mikið almenningi er niðri fyrir er það, að „Economist“, mikilsmetið hægrablað, segir sem svo, að þaðværitil- vinnandi, að Rússar tækju H'klagarð, ef maður losnaði fyrir það við „morðingjann og óbótamanninn“. Það er nú víst, að enska stjórnin gengur aldrei svo langt; en það má búast við því, að hún vilji slaka mikið til við Rússann, ef hún gæti þá fengið hann í lið með sjer til þess að gera enda á óstjórn soldáns. Englendingum fer vel í þessu máli. Þeir eiuir hafa verulegan áhuga á að taka í strenginn, og að allra manna ætlun munu þeir verðu að kaupa Rússa til að vera ekki á móti sjer; sumir segja að Rússar muni áskilja sjer Armeníu, en annars verði nefnd manna sett í Miklagarð til að stjórna ríkinu fyrir soldán eða að minnsta kosti líta eptir hvernig honurn fer stjórn úr hendi. Það halda menn að Salisbury hafi hugsað sjer, og því er mönnum forvitni á hversu fer með honum og Rússakeisara, þegar þeir hittast þessa dagana í Englandi. Þvi að keisarinn er á ferðalagi með konu sína og unga dóttur, milli góðbúanna í Norðurálfunni. Hann kom í Wien og fjekk þar ágætar viðtökur; þaðan hjelt hann til Danmerkur, en Þýskalauds- keisari sat fyrir honum í Breslau og hjelt honum veislu og ræðu mikla og vinsamlega. Nikulás keisari er ekki ræðumaður, svaraði stuttlega að hann bæri sama þel til Þýskalands sem faðir sinn Bál. sællar og háloflegrar minningar. En Alexander 3. var alla sína æfi óvinur mikill Þýskalands, og þvi þótti þetta undartega talað. Það er líka borið til baka og veit enginn hvað rjett er. Jafnframt keisaraferðinni hefur önnur ferð verið farin meðfram Noregsströnd: sigurför Friðþjófs Nansens. Þar voru engir kon- ungar eða keisarar til viðtöku, en öll þjóðin hans tók við honum opnum örmum. Og þeir eru margir, sem heldur hefðu óskað sjer að vera Friðþjófur en Nikulás. Hjer verður ómögulega lýst viðtökunum; þess má að eins geta, að viðbúnaður höfuðborgarinnar var hinn stórkostlegasti, og aldrei hefur Kristjanía tekið svo við nokkrum manni fyr, hvorki tignum nje ótignum. Óskar konungur hafði búna veislu fyrir þeim; þar var flest stórmenni Norðmanna. í ræðu sinni sagði konungur, að það væri skylda sin og rjettindi, sem enginn gæti frá honum tekið, að taka við þeim fjelögum fyrir hönd landsins og þjóðarinnar. Um leið leit hanu til vinstri hliðar við sig, en þar sat Steinn, höfðingi vinstri manna. Konungi sagðist ágætavel, en það þótti Norðmönn- um við hann, að hann skyldi ekki krossa jafnt hina ólærðu sem skólagengnu af þeim fjelögum. Það þótti líka Friðþjófi, enda hef- ur hann ekki borið sinn stórkross síðan. Nokkrum dögum eptir aðalveislurnar var mót undir beru lopti, og sóttu þangað margir tugir þúsunda. Þar talaði Björnson, og Nansen svaraði með að minnast Noregs, sagði, að Norðmenn virtust opt vera missáttir og sýndist sitt hverjum, en það vissi hann og vissu þeir allir, að þegar um velferð Noregs væri að tefla, þá væri

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.