Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 08.10.1896, Blaðsíða 4
104 fyrri hluta dags. Allmörg skip hafa legið hjer á, höfninni; eitt jieirra, „Ingolf", innlent flskiskip, sleit upp á þriðjudagsnóttina og rak í land. Skipið er þó að mestn óskemmt. „Laura“ kom hingað mánudagsmorguninn 5. þ. m., en vegna óveðnrsins varð hvorki pósti nje farþegum komið í land fyr en morguninn eptir og> þótti þá fullhart. — Með „Laura“ kom Sigfús Bymundsson, sem farið hefur til Bnglands og Kaupmannahafnar, Guðmundur Björnsson úr Noregsför og enn nokkrir aðrir farþegar. Botnvörpurnar. Ekki er að sjá að Englendingar skeyti mikið samningum þeim sem gerðir voru milli landshöfðingja og flotafor- ingjans enska. Kærur eru alltaf að berast um yfirgang botnvörpu- manna, og hafa þeir síðan 21. f. m. stöðugt haldið sig í Paxafló- anum sunnanverðum, stundum jafnvel á sex skipum, og veitt innan landhelgi. Um Heimdall veit nú enginn neitt og yflrvöldin eru sein til viðbragðs þótt brotin sjeu kærð. Sýslumaðurinn, sem brotin voru kærð fyrir daginn eptir að skipin komu innfyrir landhelgi sendi til yfirmanna sinna með fyrirspurn um, hvort hann ætti að taka kær- urnar tii greina. Botnvörpumenn þessir hafa eyðilagt veiðarfæri fyrir Garðmönnum og Keflavíkurmenn urðu að flýja fyrir þeim með síldarnet, sem þó lágu upp við bryggjusporða. Smávegis. Prímerki. Sýning á frímerkjum var í sumar opnuð í Genf. Hún fyllir marga stóra sali og er sagt að þar sjeu samankomin frímerki sem alls kosti um 1V2 million frauka. Sviss er enn mest sótt af ferðamönnum af öllum löndum: Árið 1894 voru þar í landi 7640 hótel og gistihÚ3, sem að samtöldu var talið að kostuðu 360 millionir króna og gefur það fje eigendunum árlega að meðaltali 7V2 pot. Yið hótelin og gisthúsin hafa 28,810 menn atvinnu. Af þeim þjóðum, sem árið 1894 gistu hótelin i Sviss voru 30 pet. þjóðverjar, 20 pct. Englendingar og 19 pet. Svissarar. Ameríkanskt hlað segir frá því að þar í landi hafl í sumar átta mánaða gamalt barn dáið af elli. Pyrstu vikuna sem barnið lifði varð það eins stórt og meðal karlmaður. Þegar það var mán- aðargamalt, drakk það daglaga bæði Yiskí og bjór. Þegar það var sex mánaða hafði það fengið voldugt yfirskegg. En skömmu síðar fór því að fara aptur; það varð gráhært og lotið og dó loks af elli. Það var karlmaður, en ekki er þess getið, hvort hann hafi látið eptir sig konu og erfingja. U’lJÓtt! Fljótt! óska jeg undirskrifaðnr að fá 2 herbergi til leígu. Jóli. Jóliannesson, skósmiður. Dingholtsstræti 5. Tómar ílöskiur ]/2 og heilar, kaupir B. H. Bjarnason. Fundist hefur gömul regnkápa, nálægt Kollafjarðarrjett. Má vitja til Einars Magu- ússonar á Holtastöðum við Reykjavík. Ntí með Lauru nýkomið auk þess sem áður hefur verið auglýst, — barnahúfur, speglar, skeggburstar, skeggsápa, gerpulver, iakkrís, maskinolía, ýmislegar smávegis galantervörur svo sem dúkkur, sparibyssur, vindlamunnstykki, tóbaksdósir, alls- konar hnífar og skæri, blásteinn, álún, smjörlitur, möndl- ur (bitrar og sætar), hvítkálshöfuð, rauðberur. gulrætur, epli, margar nýar sortir af reyktóbaki, hið alkunna rjól, ný tegund af Cognac og rommi, spritt og ýmisleg önn- ur vínföng. Ennfremnr eru nýkomnar birgðir af alis- konar nýlendu og urtavörum Q-amle Carlsherg, Alliance, lemonadi og sodavatn, og sömnleiðis hið alkunna margarine. B. H. Bjarnason. C. C. DREWSEN. Elektropletverksmiöja 34 Östergade 34 Kjöbenhan K. frambýður borðbúnað í lögun eins og danskur silfurborðbúnaður venjulega er, úr besta nýsilfri með fádæma traustri silfurhúð og með þessu afarlaga verði: Vs kóróna og turnar. I CCD n ccd III CCD IV CCD Matskeiðar eða gafflar tylft. kr. Meðalstórar matskeið- 12 15 18 21 25 ar eða gafflar .... — — Desertskeiðar og de- 10 13 16 18 22 sertgafflar — — 9 12 14 16 18 Teskeiðar stórar ... — — 6 7 8.50 10 12 do. smáar ... — — 5 6 7,50 9 11 Súpuskeiðar stórar stykkið — 5 6 7 8 9 do. minni. . — 3,50 4,50 5,05 6,50 7,60 Full ábyrgð er tekin á því að við dftgíega brúkun í prívat- húsnm endist 10 ár 15 ár 20 ár Á einstök stykki fást nöfn grafin fyrir 5 anra hver stafnr. Á minnet 6 st. — — — — 3 aura — Hlutirnir eru sendir strax og borgunin er komín. Menn geta einnig snúið sjer til herra stórkaupmanns Jacobs Gunnlögssonar Cort Adelersgade 4 Ejöbenhavn K. sem hefur söluumboö vort fyrir ísland. — Verðlisti með myndum fæst ökeypis hjá ritstjóra þessa blaðs og hjá herra kaupmanni Birni Kristjánssyni í Reykjavík. gj*? Lesið þetta! Ef þjer viljið fá sterk og fítlleg föt til vetrarins, komið þá með pöntun ykkar til mín, áður en Laura fer hjeðan 17. þ. m. Tau þau sem jeg hef á boðstólum eru miklu ódýr- ari og fjölbreyttari en hægt er að fá hjer. Jeg hef mörg hundruð sýnishorn af tauum í vetrar alfatnað og yfiifrakka, öll eptir hinum nýjustu Vínar og Parísar munstrum. , Spursmálslaust verður því best fyrir hvern sem er, að kaupa tauin hjá mjer. Tau þau sem nú verða pöntuð, koma hingað með Laura 20. nóember næstkomandi. B. H. Bjarnason. Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu 5 (Glasgow). t, • i ... Einar Benediktsson, xtltStJOrn; ábyrgðarmaður. Þorsteinn Gíslason. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.