Dagskrá - 24.10.1896, Side 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erhndis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundin við
1. júlí komi til útgefanda fyrir
októberlok.
I, 28.
Reykjavík, laugardaginn 24. október. 1 896.
Farstjóraráðsmennska.
Eitt tjónið enn hefur »Vesta«, eða rjettara sagt
»stjóri« hennar gjört almenningi með því að orsaka
langa bið farþega á Seyðisfirði, er flykktust þangað
samkvæmt yfirlýsing um að landsskipið ætti að koma
á þennan fjörð 12. september — en úr því varð ekk-
ert, og er þó ekki kunnugt, að neinar gildar hindranir
hafi hamlað skipinu frá að koma á tiieknum tíma.
Farþegar þessir eru flestir Sunnlendingar er leitað
höfðu atvinnu austur á firði í sumar, og máttu illa við
því að greiða kostnaðinn af þessari ginningu. Fólkið
st'reymdi hundruðum saman frá vistarstöðvunum til þess
að vera til taks að ná í far með þessu yngsta óhappa-
áfsprengi íslenskrarj fjármálaglópsku, sem fyrir undarlega
tilhlutun forlaganna liefur hlotið hið illsvitandi sannnefni
»Vesta«. En skipið kom ekki og fólkið varð að bíða
iðjulaust og verja til skjóls og fæðis því litla sem það
•hafði unnið sjer inn með súrum sveita, handa sjer og
sínum undir veturinn.
Vjer verðum fastlega að skora á hinn háttvirta far-
stjóra að gjöra grein fyrir því hvernig stendur á slíku
athæfi. — Ef forsómað hefur verið að leggja fyrir skip-
stjóra að koma inn á Seyðisfjörð á hinum tiltekna tíma
að öllu forfallalausu, virðist það augljóst að þeir sem
beðið hafa fjártjón af þessu geta talið til skaðabóta af
farstjóranum, og ættu þeir sem hlut eiga að máli ekki
áð láta hafa sig fyrir ginningarfífl bótalaust, ef svo væri.
En sje svo að allt sje vítalaust af hálfu þess eða þeirra
sem ábyrgðina bera ætti almenningur að fá það upplýst,
til þess að hinn ungi, lítt reyndi formaður landskipsút-
gerðarinnar verði ekki hafður fyrir rangri sök í þessu
efni. Annars sjest það nú sem optar hve óheillavæn-
legt atferli það er að leggja framkvæmdir slíks fyrir-
tækis sem landsskipsútgerðin er í hendur ungum óvön-
um manni, sem hefur ekki meiri hæfilegleika til þess
en hver annar óbrotinn búðarmaður, og bæta þannig
gráu ofan á svart með því að velja óviturlega forstöðu
því sem var óviturlega til stofnað frá byrjun. — Hversu
vel sem farstjóri þessi vill -— og um góðan vilja hans
þarf ekki að efast — mega menn ekki vænta þeirrar
framsýni og nákvæmni af honum, snm einungis vinnst
með æfing og góðri þekking á öllu er lýtur að eim-
skipsútgerð.
Þegar þessa þungbæra árs verður síðar getið munu
menn einnig minnast »Vestu« og þeirra er rjeðu því
að fje landsins var sóað í svo ómögulegt og bersýnilegt
glappaskot. En meðal hinna stærri upphæða á útgjalda-
reikningi þessarar dæmafáu útgerðar mun lengi verða talið
fjártjón það sem ginningarauglýsingin bakaði sunnlenska
kaupafólkinu á Seyðisfirði.
Undan merkjunum.
Það er gömul trú meðal sjómanna að skipsvölskur
finni það á sjer þegar farkosturinn er feigur, og að þær
flýi fleytuna áður en hún leggur út í síðustu ferð sína,
og er varla hægt að neita að svo geti verið, því ýmsar
skepnur sýnast vera mjög forspakar, þó þær hafi ekki
þá greind eða hyggindi sem heimtandi er af mönnum.
Það er að eins einhver blind náttúruhvöt, sem knýr
völskurnar til þess að flýja skipið á rjettum tíma, og er
það aðdáunarvert, hversu haganlega forsjónin hefur gert
hinar svokölluðu skynlausu skepnur úr garði; en það er
ekki síður aðdáanlegt hve vel sumum skilningstregum
og einföldum mönnum hefur verið bætt upp það sem
þá vantar af sannri mannlegri skynsemi, með þeirri
næmu náttúrutilfinning sem ekki þarf neinnar hugsunar
við, en leiðir manninn undan hættunni í tæka tíð.
Þegar því hafði orðið framgengt á síðasta alþingi
að grauta og glundra svo í stjórnarskrármálinu, að telja
mátti sjer vísa lítilsvirðing Danastjórnar á framkomu
þeirrar þingsamkomu, að minnsta kosti að því er snertir
þetta mál, mátti fljótt sjá að hinir hyggnari frömuðir
alls apturhalds á þinginu ljetu sjer fátt finnast um hina
aðra fylgismenn tillögustefnunnar, er þeir höfðu veitt á
svo ógirnilegt agn og með svo lítilli fyrirhöfn. Þeir sem
gjörðust þá og hafa gjörst áður meðhaldsmenn nýmæla
í þessu málí, ekki til þess að fá þeim framgengt, heldur
til þess að engu skyldi fást framgengt, kunna vel að
gjöra sjer mannamun og eru fljótir til þess þegar spilið
er unnið, að veita hinum auðfengnari pólitisku hræri-
þvörum utan þings og innan þá virðing sem vert er.
— En hinir, sem voru ekki útbúnir til þess að sjá hvað
þeir fóru, virtust nokkurn tíma eptir afdrif málsins á
þingi vera allkampakátir yfir frammistöðunni, og auð-
sýndu afdráttarlaust forsprökkum síuum hið sama ein-