Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.10.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 24.10.1896, Blaðsíða 2
110 feldningstraust, sem þeim hcfði vcrið innrætt í byrjun þegar þeir höfðu vcrið villtir út af rjettri leið. En cins og það nú hefur sýnt sig berlega að þessa menn hefur brostið skyn og þekking til þess að vita hvcrja leið þeir gengu, og að þeir hafa svo lengi hald- ið tryggð við þessa síðustu stjórnmálaskissu fyrir þá sömu sök, eins má minnast þess með gleði yfir útbýt- i £ ing góðra náttúruhvata nnþðal mannanna, að jafnvel hin- ir trúgjörnustu fylgifiskar tillögustiþfnunnar eru nú loks- ins farnir, einn eptir annan og í kyrþey að draga sig undan merkjum þessarar dauðadæmdu villuferðár sem hefur frá byrjun stefnt út í vcgleysu, út fyrir stjórnar- skrá og þingsköp og yfir í uppgjöf á stjórnarbótakröf- um Islendinga. Vjer megum nú víst bráðum fara að hlakka til þess I /• að sjá »síðasta nagijilan negldan«.— Það er orðið hljótt í kringum hclstu forkólfana, og þcir sýnast sjálfir einkis óska fremur en að þjóðin vildi af góðsemi loka augun- um, og gleyma þeim rjett á meðan þeir eru að læðast út um bakdyrnar, burt frá sínu eigin vanhugsaða til- tæki. En þjóðin má ekki vcra of eptirlát við alla þá sem hjer eiga hlut að máli. Þeir sem hafa leiðst út í þessa kórvillu af einfeldni einni eiga orðalaust fyrirgefn- ingu skilið, en hinir, sem virðast hafa vitað betur eiga ekki að vera með öllu ábyrgðarlausir. Islendingar eiga að sýna nær sem færi gefst að þeir vilja ekki láta hafa stjómarbótamál þeirra að leiksoppi, og tvímálir og fláráðir atkvæðaprangarar á alþingi eiga því síður að sleppa alsýknir, sem þingið virðist nú svo skipað að ýmsum þjóðfulltrúum standa allmikil hætta af hverju slíku póli- tisku Júdasarbragði, hve ófimlegt sem það annars virðist, og illa fallið til þess að ginna þroskaða, greinda menn. Tvö kvæði. Á krossgötum. Mjcr virtist áður öll veröldin tóm, jeg var sem trúlaus — í helgum dóm. Og nóttin mig byrgði og bældi inni — jeg bað svo heitt að dagurinn rynni. Svo birtist mjer sólin við sjónarboga —- þá sá jeg minn austurheim tindra og loga, og hratt af mjer drungans og dofans hlekk. I dægurkappanna lið jeg gekk. Og röðulglampinn oss glóði á kinn; hans guðabros rann yfir huga minn. Jcg söng um jörðina og himinsins hallir. «Við heyrðum það áður» — sögðu þeir allir, Svo gekk jeg þangað sem manna milli er matist með listum um kvcnnahylli — að vinna og tapa var gleði og gaman — jeg geSndi lit hjá þeim öllum saman. Með þrótt í armi, með afl í orði, með auga í auga, mjöð á borði; jeg flutti þeim manvísur mjúkar og snjallar «þeir mæltu svo hinir» — kváðu þær allar. Þetta eitt hef jeg lært — jeg stend einn meðvilja, úthýstur, frjáls, þar sem götur skilja; og tælinn í ástum og tvímáll í svörum jeg tryggðaeið finn mjer brenna á vörum. Jeg á mjer nú trú og efa til hálfs, mín ást er án vonar, mitt ljóð er án máls. — Og þó sver jeg ástum og óði án tafar mína æfi frá þessum degi til grafar. Nóttin helga, Ur beinu austri ljómar máni loptið stjörnum sett og leikur tómlegt geislaspil á fönnum það skelfur klukkuómur yfir auðri götustjett — nú eru haldin jól mcð kristnum mönnum. Með kaldri lund jeg reika yfir klaka þakin reit og kuldalega nafn við nafn jeg fljetta. Því æfi minnar jólakvöld með ýmsu geði’ eg leit en ekkert þó svo dautt og kalt sem þetta. Hjá lágu hreysi geng jeg fr.am, sem ljósum allt er skreytt — nú ljómar helgin yfir þessu ranni. Sjá, fátæk stofa daglegs strits í drottins hús er breytt og dýrkun flutt af barni, vífi’ og manni, Jeg vikna ei þó sjái’ eg hvílast vinnulúinn mann, nje vikna’ af meðalkonu söngvum heldur — en sveinsins rödd mig gríp.ur. Þögull hlýði jeg á hann með hálfum hug og þekki hvað því veldur. Mín freista’ að vísu unga barn þín fögru ljúfu hljóð til falls að nýju — bernskunnar að sakna, en taug í minni veru innst sem titrar við það ljód í treijar rek jeg eðli þitt, og vakna. A krossgötum míns innra lífs með klökkan hjartastreng jeg kraup þjer opt og; tilbað svip þess liðna, þú endurminning veik og blíð, jeg ei á vald þitt geng, um ís er leið mín — vil ei láta’ hann þiðna. - Svo geng eg lengra, þangað framsem förin liggjaöll og fótinn stöðva yst við kirkjuvegginn. Á lýðsins tryggð við vanans hlekk er reist sú háa höll,— jeg held á sverðinu, en sljó er eggin. Það er ei merki hygginda sem happasælt jeg ber, mín hvöt er ósæl löngun til að skilja; jeg lypti hendi knúður ungum efa móti þjer og engu studdur nema hálfum vilja. í heiðu ljósi stcnd jcg einn. Til hliðar þyrpist fast að herrans porti sóknarbarnagrúinn. Og yfir mjer skín tunglið tært og hvasst en turninn bregður skugga yfir múginn.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.