Dagskrá

Issue

Dagskrá - 02.01.1897, Page 2

Dagskrá - 02.01.1897, Page 2
T^O I’að liggur fyrir utan efni vort hjer að sýna fram á hve vanhugsaðar eru allar upjTastungur í þessa att eins og nú er kotnið máluni í stjórnarbaráttu vorri. Hver einasti maður, sem vill líta með alvöru á stjórnarbótar- mál vort, getur án langrar íhugunar fært sjálfur tíu á- stæður fyrir eína gegn slíku gönuhlaupi. — En það sem vjer ætluðum að minnast á hjer, ersambancl þessarar uppá- stungu við vesturfarapólitík einstakra manna, sem þiggja laun fyrir hvert höfuð, sem þeir geta tælt eða leitt út úr landinu. Vestanvjerarnir vita að »algerði aðskilnaðurinn« er óframkvæmanlegur. — Þeir vita að ekkert annað gæti hlotnast af tilraunum Islendinga í þá átt nú sem stendur heldur en algerð ónýting stjórnarbótarmáls þess sem Is- lendingar hafa flutt gegn Dönum nú um góðan áratug. — En einmitt þetta gæti orðið vatn á þeirra mylnu. Þeir gætu sagt sem svo við fólkið: »Þið sjáið, að Danir eru ósveiganlegir og láta ekki undan rjettmætum kröfum ykkar. — Þið hafið engin vopn og getið því ekki gjört uppreisn. — Engin önnur þjóð lætur sjer heldur detta í hug að skipta sjer af viðureign ykkar og Dana. — Það eina sem þið getið gjört til þess að hefna ykkar er að flýja burt úr landinu. — Well! Við skulum flytja ykkur yfir til landa ykkar f Winnipeg eða Nýja- Islandi!« Vesturfarapostularnir hafa ekki neina sjerstaka á- stæðu til þess að aðhyllast fremur eina en aðra stefnu í pólitík Islendinga. — Og væri það ckki eigin hagn- aðar vegna, mundu þeir fullt svo vel geta fylgt þeim flokki sem vill fyrst um sinn fara fram á betri stjórnar- lög fyrir landið í sjerstökum málum þess. — En það er þetta eitt á móti: Stjórnarbótin gæti ef til vill fengist! Meira að segja, hún hlyti að fást að nokkru leyti innan skamms, væri rjett farið að! — Þá mundi nýtt líf fær-. ast í þjóðina, álíka eins og varð við síðustu stjórnarbót 1874. — Nýir átvinnuvegir mundu verða opnaðir, fjár- lög landsins munnu verða samin samviskusamlegar og undir pólitiskri ábyrgð, og kjarkur, ættjarðarrækt og framtakssemi mundi vakna hjá þessu seiga, kjarnagóða fólki, sem byggir dali og strendur Islands þann dag í dag, þó langt sje á milli bæjanna. Og hvað yrði þá úr pólitisku óánægjunni? Islend- ingar mundu hvíla við þessa stjórnarbót að minnsta kosti einn, tvo, áratugi, og svo fyrst fara að tala um sjálfstjórn í almennu máhinum, þegar þeim væri vaxinn betur fiskur um hrygg undir nýrri og betri skipun hinnar endurskoðuðu sfjórnarskrár. — En pólitiska óánægjan á einmitt nú strax á næstu árum að geta notast sem nokkurs konar fieygur eða lyftistöng til þess að spenna fólkið út í flutningaskipin, og sópa dollurunum inn í vasa postulanna. Þess vegna kváðu þeir ætla að reyna að tefla »skiluáðinum< inn í stjórnarbaráttu vora. lfn þeir hafa að sögn ekki getað fengið neinn enn sem komið er til að hjálpa til þess að mynda þennan nýja pólitíska flokk, enda ér ekki fýsilegt að takast á hendur það ætlunarverk, sem Jóni karlinum Olafssyni hefur reynst ofvaxið. Hann rjeðist í það, hjerna uin árið, undir líkum atvikum, að mynda þess konar »að- skilnaðarflokk«, en honum mistókst það algerlega, og á hann þó ekki marga jafningja sína hjer að dugnaði til slíkra hluta. • Og nú verður þó enn erfiðara uppdráttar með þess háttar brugg-gerð með hverju ári sem líður. Fólkið er farið að elska þetta land, eins og það er, og þekkingin á ónotuðum auðsuppsprettum þess eykst og þróast með þroska hinnar uppvaxandi kynslóðar. — Vjer viljum ekki hafa neina mansala hjer! Vjer viljum byggja landið uþp og safna kröptunum, en dreifa þeim ekki. Vjer viljum ekki þola að fólkið sje svikið opin- berlega út úr landinu, og vjer lýsum hvern þann varg í vjeum sem beitir fjárplógsbrögðum til þess að bæla niður vöxt og viðgang þjóðar vorrar. Það mun verða erfitt fyrir hvern Vestanvjera sem er að fá nokkurn hjer á landi fyrir sig til þess að leggja »aðskilnaðarnetið«. — En þó svo færi að einhver gerð- ist til þess, mundu fáir koma í veiðarfærið. Þaö er ekki orðið eins auðvelt og áður var að leiða almenning hjer á landi á villigötur, hvort heldur er í stjórnarbótarmálinu eða útflutningamálinu. — Og það er orðið mikið hættumeira að vinna á móti þjóðinni en með henni. Þetta ættu hinir slungnu Vestanvjerar að hugleiða áður en þeir reyna að fá nokkurn fyrir sig til þess að leggja netin. .,Berklasýki“. Þó jeg sje ekki læknir eða lærður maður leyfi jeg mjer samt að snúa mjer til »Dagskrár« með athuga- semdir þær sem hjer fara á eptir með von um að hvorki þjer, herra ritstjóri, nje heiðraðir lesendur blaðs yðar þykkist við mig eða hneykslist á því þótt jeg sje ekki sömu skoðunar og allir aðrir á því máli sem um er að ræða. Jeg endurtek það fyrst að jeg hef ekki þá þekk- ingu sem þarf til þess að skýra skoðun mína vísinda- lega, en af því að maður þarf þó víst ekki að hafa iðkað vísindanám til þess að geta orðið berklasjúkur, nje heldur að vera læknir til þess að taka þátt í alþýð- U’gmu umræðum um sjúkdóma, eðli þeirra, orsákir cða mcðferð, hef jeg ekki viljað halda mjer lengur frá

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.