Dagskrá - 07.01.1897, Blaðsíða 1
I, 44-45.1
Reykjavík, fimmtudaginn 7. janúar.
i 897.
Aukaþings-kostnaður.
Þegar seinni tíma menn fara að ransaka sögu frels-
ishreifinganna hjá Islendingurn á þessari öld, munu þeir
rrjeðal annars reka sig á liina einkennilegu, há-íslensku
»auravíls-pólitík«, sem hefur átt svo þýðingarmikinn þátt
í afdrifum ýmsra aðalmála á alþingi.
I fljótu bragði kynnu menn, ef til vill, að halda,
að sú stefna sem vjer nefnum þessu nafni miði til sparn-
aðar, en það er ekki svo.—Smámunanýtni og nákvæmni
í reikningum, er ekki neitt sjerstaklega atkvæðarík í
fjármálum Islendinga; síður en svo. Sje litið til þess,
hve litlu er úr að spila, másvo kallastað fjárveitingavald
vort sje allörlátt, og horfi lítt í tap eða vinning, sje
annars um þau framlög að ræða sem bestan byr hafa
á alþingi, en það eru veitingarnar til opinberra glæfra-
fyrirtækja í þarfir hinna svokölluðu »samgöngumanna«. j
Alþingi er ekki sparsamt, það væri synd að j
segja. —- Það er allt annað sem auðkennir þessa full-
trúasamkomu.
I.andsjóður er bæði trygg og dropasæl mjólkurkýr
fyrir þá sem komast þar einu sinni vel á spenann, en
löggjafarnir eru ekki álltaf jafn stimamjúkir.
Það þarf sjerstakt lag og natni, til þess að reikna
út hvar þingið vilji láta örlæli sitt koma niður, og hafa j
komið hjer fram ekki allfáir »spesialistar» með framúr- j
skarandi hæfileika í þá átt að útvega sjer fje úr land- !
sjóði til viðurværis.
Kröfurnar og skilyrðin sem alþingi setur upp í j
þessum efnum eru það sem auðkennir þingið frá öðrum j
löggjafarsamkomum sem eru fjár síns ráðandi.
Og eitt aðaleinkenni þingsins sem hjer að lýtur, er j
það, að frelsi og andleg menning er þar metin harla
íagt til pcningaverðs. Þessar undirvirðingar þingsins á !
þýðing æðri framfara, hafa drepið dáð og orku úr fram-
sókn íslendinga til þjóðlegs sjálfstæðis, og verið oss
verri þröskuldur í vegi, heldur en íhaldssemi Dana-
stjórnar sjálfrar.
.En allra hróplegasta hneykslið í aurapólitík Islend-
inga er barlómurinn út af aukaþingskostnaðinum.
Stjórnin hefur og kunnað vel að nota þetta víl.
Þegar verið er að benda Islendingum apturábak, hvort
heldur úr sjálfu landshöfðingjasætinu á þingi, eða frá
skrifstofu yfirstjórnarinnar dönsku er þetta optast við-
kvæðið: »Verið þið ekki að streitast við þetta; það
er ekki til annars en að cyða tíma og peningttm/«
En enginn þarf að ætla að stjórnin sjálf álíti auka-
þingskostnaðinn gjöra hjer nokkuð til eða frá. Vjer
höfum sjeð að hún hefur ekki kynokað sjer við að iiella
út fje landsins svo mörgum tugum þúsunda hefur skipt,
einungis til þess að flæma einn einasta mann saklausan
fir embætti, ofan í sýknunardóm hæstarjettar og þvert í
berhögg við hneykslun allra ijettsýnna manna í latid-
inu. En þessi stjórn veit vel við hverja hún a. Sömu
mennirnir sem hún lætur ala tvo fógeta á Isafirði, eiga
að svelta sína eigin stjórnarbaráttu í hel, fyrir nokkur
þúsund krónur.
Og stjórninni skjátlast í hvorugu. Þegar alþingi
þykist ætla að fara að hefna sín, fyrir gjörræðið gegn
vestfirska sýslumanninum, fer það að, eins og sann-
kristntt, stjórnhollu þingi sæmir. Það slær sjálft sig á
munninn og sektar sig um allmikla fjárupphæð til sýslu-
mannsins! Hvað er sagan um bakarann sem var deydd-
ur fyrir syndir járnsmiðsins hjá þessari öfugu þríliðu
rjettlætisins hjá fulltrúunum okkar, þegar þeir setj-
ast á rökstóla til að refsa og umbuna.
Og ekki þarf stjórnin fremur að vantreysta þeim
til hins. Ymsa helstu málaskúmana á þingi hryllir við
að hugsa um aukaþingskostnaðinn. En þeir láta sjer
ekki brcnna fyrir brjósti að eyða tíma hins reglulega
þings til þess að eyðileggja stjórnarskrármálið með um-
hyggjusemi fyrir því hvað það muni kosta að halda
því fram næsta ár.
Þeir láta dalinn fjúka en kreppa skildinginn fitst í
lófann. Þeir flej^gja peningunum glaðir og áhyggjulaus-
ir út í ómögnleg fyrirtæki, án þess að þeim detti íhug
að reyna svo mikið sem að afsaka glappaskotið. En sje
verið að ræða um að borga lítilfjörlegan kostnað við
tilraunir þjóðarinnar til að leysa hendur sínar og fá
sjálfræði um eigin hagi, þá vaknar »auravílið«, og þá
er málinu áfrýjað til hinna fráfróðustu, skammsýnustu
kjóscnda, með áskorun um að spara skildinginn. Þó
dalurinn fari, gjörir það ekkert til, ef þcir aðeins geta
látið vonir stjórnarinnar um bernsku og blindni hinnar
íslensku löggjafar rætast.