Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.01.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 13.01.1897, Blaðsíða 7
!$7 Fyrirlestur »um kynfylgjur« heldur realstúdent Sig- fús Sveinbjarnarson í Good-Templarahúsinu á sunnudag- inn. „Fjórða rúmstigið'* eða dulspeki og skáldiist talnanna. (Þýtt lir Kringsjaa). I. Þekking vor stendur ekki öll á svo föstum og óbifanleg- um grundvelli, eins og oss finnst á námsárum vorum. A bak við sennilegar kenningar, sem talið er að engum vafa sjeu undirorpnar, liggur hver efasemdin annari meiri, og hver gát- an annari þyngri, óráðin. Hvad er efni? »Allt«, svarar einn. »Nei, ekkert«, svarar hinn. Hvað er rafurmagn! Hvað er kraptur? Það liggur jafnnærri að spyrja eðlisfræðinginn: Hvað er guð! Hann svarar hvorugu; getur hvorugu svarað. Ef vjer rennum huga vorum dálttið lengra en til hinna allra einföldustu hluta, eða vjer látum ekki staðar numið við laus- legar útskýringar þeirra, þá verður fyrir oss óendanlegur fjöldi leyndardóma. Þekking vor er enn sem kornið er svo hryggilega lítil og ómerkileg eyja í vanþekkinganna og vafa- semdanna mikla útsæ. Hvervetna leiðir einmitt þctta sem vjer vitum oss út að hinu stóra djúpi, seni staðfest er milli hins kunna og ókunna. í einu sem öðru horfumst vjer í augu 'við þennan huldu- fans, og oss svimar, sem vjer sætum við niðandi foss; en þeg- ar vjer ætlum að ná bandfestu, er hvergi tökum að ná. — Tölustafirnir, hvað þá heldur, annað, eru austurlenskir dul- spekingar, kynlegir i hreifingum með hátíðlegu yfirbragði. Með dularfullum rórni tala þeirtilvor, um óþckktan heim, óþekktar og óendanlegar lífslindir; oss fannst allt hið þekkta sem sandkorn á sjávarströndu, og oss sundlar við. Þeir teyma oss á völundarprœði talnanna og hinna reikningslegu afleið- inga burt frá margföldunartöflunni og hinni almennu tölvísi, þar sem vjer göngum á bjargföstum grundvelli og erum hreykn- ir af að heyra skrefhljóð vorra eigin fóta, allt þangað til að vjer heyrum pískur i hverju horni, og raddir yfir höfðum vor- um. I einu vetfangi hverfur sjónum vorum sá heimur sem oss fannst áður vera svo áreiðanlegur og liggja fyrir oss sem opin bók, og vjer stöndum og blínum niðurí leyndardómsins botn- lausa iðugap, þar sem tölustafirnir draga »merkingar« vorar sundur og saman í töfraleikjum. — Vjer þurfum ekki að horfa á leikinn nema eitt stutt augnablik til þess að skilningur vor finni vanmátt sinn og kikni i knjáliðunum. Vjer hrökkum aptur á bak, og flýjum undan þessum táldrægu tölum, líkt og Jósep vjek úr vegi fyrir blíðulátum frú Pótifars, og vjer leit- um hælis innan hinna rólegu og tryggu baðstofuveggja skóla- tölvisinnar og hinnar daglegu reynslu. Þegar vjcr erum að pæla í gegnum Euclid á skólabekkj- unum, þá er efinn oss síst í vegi. — Það er allt svo blessað og gott og áreiðanlega áreiðanlegt. »Samhliða eru þær lín- ur, sem alclrei skerast, þó þær væru framlengdar óendanlega langt«; »vjer getum hugsað oss beina línu dregna óendanlega langt, hún breytist aldrei«; »öll hornin í þríhyrningi eru jöfn tveimur rjettum hornum«. Rúmið verður mælt á þrjá vegu: »lengd, breidd og hæð«. Vjer mælum, reiknum og hugsum sem svo, að nú vitum vjer, sem betur fari, hvað stærðarhlut- föllunum líði. En svo kemur til sögunnar einn þessara leiðinlegu, spur- ulu manna, sem aldrei láta sjer neitt lynda hversu gott og gamalt sem það er, heldur eru sí og æ í eptirleitum til þess að finna eitthvað nýtt og óþekkt. »Ertu nú viss um að satn- hliða linur skerist aldrei?« spyr sá hvimleiði. — »Ertu nú viss um að bein lina geti ekki orðið að hring geti ómögulega endað þar sem hún byrjaði)?« — »Þorirðu að sverja, að öll hornin í þríhyrningi sjeu nákvæmlega i8o°?« — »Hverrtig ferðu að vita að ,rúmstigin‘ sjeu að etns þrjú?« — Það sem oss dettur fyrst í hug er að tnaðurinn sje óður. Vjcr rekum upp stóran hlátur og leggjum hendi vora á rúmmálsfræðina, sem vjer lásum í skólanum. Allt sem þar stendur ber sjálfu sjer vitni, er sannlcikur á sannleik ofan. Rúmmálsfræði vor er einmitt öll eins og hún leggur sig byggð á þessum sannindum. »Það er nú svo«, segir maðurinn, »en það hefur mörgum orðið á fyr að reisa hús sitt á fiugsandi«. — »Eigum við að líta á sem snöggvast?« — Hann fer svo rólega og gætilega að öllu, að vjer vitum naumast hverju vjcr eigum aö trúa. Eln — »bein lína setn myndar hring!«........ - En það getur verið nógu fróðlegt að komast fyrir hverrar tegundar þessi brjálsemi er og af hverjunt rótum hún er runnin. - Það cr best að lofa honum að tala rnáli sínu. Svo tekur maðurinn augastein vorn, rúmmálsfrreðina, sem vjer lærðum í skólanum; hann laðar eptirtekt vora að sjer, stjakar við nokkrum setningum, færir röksemdir, heldur áfram mcð oss á cptir sjcr frá cinni afleiðing til þcirrar næstu, hag- ræðir öllu þannig fyrir oss að oss verður auðið að líta i fleiri áttir en eina; lætur síðan tölur og tákn þyrlast fram og aptur fyrir augttm vorum, þangað til vjer vitum ekki hvernig á oss stendur veðrið og vjer verðunt fegnir að játa, að það geti svo sem vel verið að það sje rjett sem þessi miklu reikningshöfuð fullyrða, að samhliða línur skerist, að bein lína myndi hring, að öll hornin i þríhyrning sjeu eitthvað ofboð lítið mcira en i8o°, og að það sje cinmitt ákaflega sennilegt, að til sjcu bæði fjögur, fimm og jafnvel óendanlega mörg »rúmstig«. II. Rúmmálsfræði Euclids er cins og allar kcnnslubækur vorra tírna í þeirri fræðigrcin byggð á ómótsögðum kenningum um eðli rúms þess sem vjer lifum í. Rúmmálsfræðin gerir ráð fyrir að geimurinn ltafi citt dkvcðið eðli, en eptir stærðfræðinni getum vjer hugsað oss að fleiri en ein tegund rútns sje til í geimnum. Það rúm sem Euclid hugsaði sjer var þess eðlis, að þar skárust aldrei jafnhliða línur, og þar voru öll hornin í þrí- hyrningi nákvæmlega 180° — En hver er kominn til að sanna oss að hann hafi haft rjett til að hugsa sjer rúmið einmitt pannig? Það cr ekki óhagsandi að þessum gríska vitringi hafi skjátlast, og að sá geimur sem vjer lifum í sje alls annars eðlis; ef það skyldi reynast að vera svo mundi ærinn ruglingur komast á grundvallarreglur rúmmálsfræðinnar. Þá yrði rúmið ekki óendanlegt (það rúm sem vjer lifum i), beinar línur gætu ekki orðið framlengdar; þær mundu enda þar sem þær byrj- uðu og mynda þannig hring; horn þríhyrningsins yrðu yfir i8o°. Hinar rúmmálsfræðilegu grundvallarreglur Euclids cru þannig ekki neinn sjálfsagður nje skilyrðislaus sannlciki; hvorki áreiðanlegar röksentdir nje óhagganlegar kenningar. - Þær eru að eins sannreyndir; það lítur þannig út fyrir vorum augum að þær sjeu kciprjettar, en rúmfræðislegar mæl-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.