Dagskrá - 13.01.1897, Blaðsíða 1
Ve ð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bnndin við
1. juli komi til utgefanda fyrir
októberlok.
DAGSKRÁ.
I, 46-47.
Sundrung kraptanna.
Þeir sem veitt hafa athygli helstu viðburðum í póli-
tík íslendinga síðan 1881, munu hafa orðið þess varir,
að meginsetningarnar í hinni nýju stjórnarskrá, sem ver-
ið er að berjast fyrir, festa sig í sannfæring manna,
eptir hvern »apturkipp« sem verður í endurskoðuninni
á þingi.
Þetta er mjög eðlilegt.
Menn hafa átt svo erfitt með það í fyrstu, að átta
sig á hinum einstöku atriðum í þessum lagabálki, sem
þarf að lesast orð fyrir orð og þó allur í heild, með
þekkingu bæði á sögu Islendinga og gildandi rjetti, til
þess að hann verði skilinn.
A fyrri tímabilum hinnar pólitísku sögu vorrar gátu
menn miklu fremur fylgt tilfinning sinni einni, og svo
að segja meðfæddri sannfæring um það að Islendingar
væru frjáls þjóð að rjettum lögum. En nú er öðru máli
að gegna. Nú er baráttan fyrir frelsi voru háð eins
og málaferli með vísindalegri þýðing á lögum þeim
sem málsaðilar styðjast við, og fyrir milligöngu kjör-
inna manna, en ekki blátt áfram með einföldurn yfir-
íýsingum eða kröfum um frelsi frá fólksmergðinni sjálfri.
Þetta hafa óvinir endurskoðunarmálsins notað sjer
til þess að sá fræi sundrungarinnar út meðal almennings,
og hafa þeir getað komið því til leiðar, að vakin hefur
verið deila um rjettmæti ýmsra meginákvarðana í end-
urskoðunarfrumvörpunum. En lengra hafa þeir heldur
ekki komist; því þegar almenningur hafði lesið þessi
vafa-atriði niður í kjölinn, varð niðurstaðan að ekkert
væri í sjálfu sjer að finna að því ákvæði, sem ræða
var um í það og það skiptið.
En svo kom það næsta.
Menn hafa sent út hverja fluguna á eptir annari, koll
af kolli, í því skyni að »sundra kröptunum«, og optast
hefur veiðst eitthvert smáhrafl á agnið. En í hvert
sinn sem þræta hefur risið opinberlega út af einhverju
sjerstöku ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins hefur fylgi
unnist með málinu, hjá þjóðinni sjálfri.
En eptir því sem optar er hjakkað í þetta sama
far, að vekja orsakalausar efasemdir um málið ntan
þings, eptir því vex óþolinmæðin gegn hinum leiðitömu
ginningarmönnum óvina vorra. — Það er keminn sá tími
1897.
að menn þykjast ekki hafa ráð til þess að bíða ár-
um saman með stjórnarbótakröfurnar eptir því að l’jetur
eða Páll læri lög og landssögu, til þess að skilja t. a.
m. hvað orðið »stjórn« þýðir, (sbr. Miðlunarfrv.«). Al-
vörugefnir og málsmetandi fylgismenn hinnar frjálslyndu
stefnu á alþingi, munu ekki þykjast þurfa að hlýða á
öllu fleiri prófessora-fyrirlestra hinna og þessara neðstu-
bekkinga í vorum pólitiska barnaskóla, til þess að vita
hvað þeir eiga nú að gjöra í endursköðunarmálinu.
Þetta mál hefur sem sje eptir hinn síðasta aptur-
urkipp unnið svo mikla festu, að því mun ekki verða
haggað úr sporum fyr en Danas'tjórn gjörir sjálf tilboð,
sem athugunarvert sje.
Menn hafa lært á seinasta hringlinu, betur en
nokkru öðru, að ekkert vinnst með því að leggja árarnar
upp og að það er engin mótbára gegn hinni fyrri
stefnu, að benda á aðra leið enn ólíklegri til arangurs.
En þrátt fyrir þetta allt, mun þó ekki verða skort-
ur á þeim mönnum sem enn vilja dreifa kröptunum
með því að tefla enn einhverju atriði í endurskoðunar-
frumvarpi síðustu þinga, undir »athugun» þeirra, sem alltaf
kunna að finnast hjer nógu ófróðir um algengustu grund-
vallarsetningar stjórnlaga, og nógu framhleypnir til þess
að fara að fetta fingur út í lagafrumvarp þetta, sem nú
þegar fyrir löngu hefur í öllutn aðalatriðum unnið fylgi
allra bestu, hyggnustu tnanna hjer á landi.
Og ekki þarf að efast um að þeir sem vilja skó-
inn niður af stjórnarbaráttu Islendinga inuni styðja
þessa nýju »flugnahöfðingja«; enda er þeim síst láandi.
Það er eðlilegt og mannlegt að styðja óvini sína
að því verki sem er þeim til eyðileggingar. Hitt væri
furðanlegra ef nokkur hinna þjóðkjörnu forvígismanna
þessa máls, gerðist nú enn einu sinnu þjónn andstæð-
inga sinna.
Mótstöðumenn vorir vilja »sundra kröptum« al-
þingis á næsta sumri. En þeim getur ekki tekist að
eyðileggja endurskoðunarmálið. Það mál er nú komið
yfir hinar erfiðustu þrautir, og mun verða leitt til lykta
á komandi þingum.
Hin þroskaða, fasta endurskoðunarbarátta byrjar á
næsta þingi.
Menn geta ekki lengur efast um að það er sú leið
Reykjavík, miðvikudaginn 13. janúar.