Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 21.01.1897, Qupperneq 5

Dagskrá - 21.01.1897, Qupperneq 5
i‘)7 En þau voru upptök til sundurlyndis og fjandskap- ar með Ameríkumönnum og Englendingum, sem nú skal greina: Frakkar áttu lendur miklar í Ameríku, bæði fyrir norðan og sunnan eignir Englendinga, og vildu hvorir um sig færa út sín landamerki; gjörðist af því allrnik- ill nábúarígur með þeim og að lyktum fullur fjandskap- ur og ófriður mikill. Báru Englendingar hærri hlut í þeirri viðureign, en dýr hafði þeim orðið sigurvinningin og vildu þeir nú jafna þann halla, er þeir höfðu beðið, með því að leggja ýmsa skatta og skyldur á Ameríku- menn. Sögðu Englendingar, sem satt var, að þeir hefðu haft mest gagn af ófriðnum og væri því sann- gjarnt, að þeir greiddu nokkurn hluta af þeim kostnaði, er af honum hefði staðið. Amerfkumenn könnuðust einnig við, að þetta væri sanngjarnt og kváðust þeir ekki mundu skorast undan skattgreiðslunni, ef þeir að eins sjálfir væru kvaddir til ráða, er skattarnir væru lagðir á. En stjórnin virti þau tilmæli þeirra að vett- ugi og er Ameríkumenn kröfðust þess, að þeim væri leyft að senda fulltrúa til parlamentsins enska til þess að tala máli þeirra og halda svörum uppi fyrir þá, þá synjaði stjórnin því þverlega. Ameríkumenn lýstu því þá yfir, að eigi mundi verða af skattgreiðslunni. En stjórnin vildi fyrir engan mun vægja fyrir Ame- ríkumönnum; hún tók nú til þess bragðs, að leggja tolla mikla á ýmsar vörur, er hún hugði að Ameríkumenn mættu ekki án vera, þar á meðal á te. En Ameríku- mönnum varð ekki ráðfátt og bundust þeir nú fastmæl- um um, að drekka eigi te. Engu að síður voru byrð- ingar, hlaðnir af tei, sendir til Boston. Þá leiddist Ameríkumönnum þófið og brutust þeir út á skipin og vörpuðu öllum tekistunum fyrir borð. (Meira). Umsjón með götum bæjarins er ekki í besta lagi. — Ymist vaða menn hjer öklaaur og dýpra enn, eða menn þurfa að hafa sig alla við að slasast ekki á svellgrotta og harðspora. Það er ef til vill ekki auðgert að ráða bót a bleyt- unni, þó vjer ætlutn að nokkuð mætti gera í því efni á sumum stígum bæjarins, kostnaðarlítið - - en við hálk- unni er ætíð hægt að gjöra, með því að bera sand á göturnar. En þetta er ekki gjört. — Sandburðurinn er bæði óreglulegur og ónógur. A fjölförnustu göturnar er að vísu optast borið eitthvað til málamynda, en sje nokk- ur frostharka er undir eins orðið flughált þar aptur af skvettum úr vatnsberaskjóluuum. En á sumar göturnar er svo gott sem aldrei borið neitt, hvernig sem viðrar. I stað þess að göturnar ættu að vera ætlaðar til þessaðganga á þeim mili húsa, er því líkast opt og ein- att sem þær sjeu ekki annað en »rennibrautir« fyrir barnasleða, skautaferðir og fótskriður. Enda ber það opt við að smásleðar, yfirfermdir af börnum sjást hjer velta á hendingsferð úti við garða og grindur, en börnin liggja grátandi eptir, stundum stórmeidd. — Þannig datt einn drengur út af sleða hjer á götunum fyrir skómmu síðan og meiddist svo að hann' beið bana af. Nýjan sjónleik, t>Þránd í bæjarstjón; . frurn- saminn, eptir Jónas Jónsson, á að leika í Good Templara- húsinu kl. 8 e. h. á morgun, föstudag. Fyrirlestur heldur skipstióri Markús Bjarnason í leikhúsi W. O. Breiðfjörðs á sunnudaginn þann er kemur, kl. 5—7 e. h., til framhalds á fyrirlestri þeim, sem skýrt er frá hjer að framan. Erindisleysu hafa eimskip komið til Austfjarða frá Noregi til þess að sækja síld nú í vetur. Þar hef- ur verið ill tíð og hvorki aflast síld nje þorskur, svo teljandi sje. I nótt sem leið drukknaði maður hjer við eina bæjarbryggjuna, Vigfús nokkur Jónsson, sjómaður, milli tvítugs og þrítugs. ltann hafði sjest skömmu áður tals- vert ölvaður, og er sagt að hann hafi liaft það stund- urn á orði, að hann ætlaði að fyrirfara sjer. „Fjórða rúmstigið", cða dulspeki og skáldlist talnanna. (Þýtt úr Kringsjá). IV. (Frainh.). Vjer skulum nú gjöra tilraun til þess að skýra fyrir oss á annan hátt, hvcrnig hinu fjórða rúmstigi cr háttað. Ef vjer drögum stryk með oddhvössum blýanti á pappirs- örk, þá sjáum vjer, hvcr vegsummerki verða eptir *punkt*, sem færist frá einum stað á annan. — Það kemur fram lína, sem vjer köllum eitt rúmstig. Tcglum vjer aptur á móti blýantinn þannig, að hann verði sljór og förum stðan að sem fyr, þá kemur fram á örkinni, ekki lína, heldur rák, flötur, sem er mælanlegur á tvo vegu. 1 'ar cr a/i/iaJ rúmstigið. Ef vjer enn fremur hreifum flöt, t. a. m. pappirsörk, j:á cru komin prjú rúmstig. Til skýringar skulurn vjer taka fram: Þegar punktnr hreifist, lætur hann eptir sig línu, sem er löng\ jiegar lína hreifist, lætur hún eptir sig flvt, sem er langttr og breiðtir, og þegar ftötur hreifist, lætur hann cptir sig ltkarna, sem er lat/g- ur, breiðttr og hdr. Af þessu sjáum vjer, að hver hreifing, hvort hcldur er ])iinkts, línu eða flatar, hefur í för með sjcr nýtt rúmstig. — Það væri þannig ekki fjarri sanni, þó vjer væntum þess, að hreifing líkama myndi leiða í ljós fjórða rúmstigið. En það cr þó ckki; það cr sarna hvcrnig vjcr veltum hlutnum fyrir oss, þar er ekki um stærð að ræða ncma á þrjá vegu, lengd, brcidd og hæd. Þetta sannar þó næsta lítið, þvt innan þessara takmarka eru allar vorar rúmfræðis- legu athuganir kvíaðar, og allt það sem kynni að vera til af rúmi þar fyrir utan, er oss ógrípandi, hvernig sem vjer fálm um.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.