Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 2
þeirri spurningu hefur höf. alls ekki gefið neitt svar er neitt verði byggt á. Vjer viljum því láta það nægja að sinni sem hjer er tekið fram, en munum svara framhaldinu af ritgerð höf. ef ást.æða finn.st til. Opið brjef til ,,Dagskrár“. - Vjer höfum nýlega tekið á móti brjefi því, sem hjer fer á eptir og birtum það sökum þess, að þar er sett skipulega og skiljanlega fram það sem höf. vill segja og á góðu, vel stíluðu máli. Herra ritstjóri. Jeg er einn af þeim sem kaupi blað yðar, og skal jeg strax byrja með því að lýsa því yfir, að jeg hef frá því jeg sá fyrstu tölublöðin hlynnt að því það sem jeg hef getað og mun gjöra það framvegis meðan blað- ið heldur sömu stefnu og stíl. En þrátt fyrir það þótt jeg verði að játa, að mjer líkar framsetning og orðfæri Dagskrar betur en annað sem jeg hef sjeð á íslensku máli, í blöðum eða tímarit- um, fellur injer stórilla við blað yðar að einu leyti, og vona jeg að þjer virðið á betra veg þójegsegiyðurþað hreint út og blátt áfram: Dagskrá skrifar aldrei vskamwagreinari. Þetta er rangt af yður eða öðrum þeim sem vinna að blaðinu. Og nú skal jeg segja yður hvers vegna þetta er rangt, að niínu áliti. — Fyrir það fyrsta er nú vel hægt að setja fram góðar og gildar sannanir fyrir því máli sem mað- ur heldur fram, jafnt fyrir því, þótt látið sje íljóta með hæfilega mikið af hnútum til þeirra, sem móti standa. Skammirnar verða þá' ekki annað en viðbót, eða krydd með aðalrjettinum, sem jeg vil fullkomlega játa yður, að á að vera röksemdaleiðslan í málinu sjálfu. En í öðru lagi er þess að gæta, að vjer gefum út blöð og bækur fyrir lesendur á þessu landi eins og þeir eru, en ekki eins og þeir, ef til vill, ættu að vera eða munu verða. Lítið þjer yfir ritdeilur í íslenskum blöðum hin síð- ustu tuttugu ár, og berið þjer það saman við ritdeilur útlendra blaða t. a. m. danskra, frá sama tíma. Þjer munuð fljótlega sjá að »tónninn« í hinum útlendu blaða- greinum borinn saman við rithátt hinna íslensku blaða, er hreint út sagt, á við ra;ðu kurteisra og hæverskra manna, á móti ræðu þeirra sem ekki hafa fetigið sið- aðra manna uppeldi, — að ótöldum sorpblöðum út- lendinganna og að ótöldum mjög heiðarlegum undan- tekningum meðal íslenskra rithöfunda. Þjer munið og kannast við að í þeim dönsku b)öð- um sem álitin eru »fínust« t. a. m. »Politiken«, sjest aldrei ein einasta »skammagrein« af sama tagi og þær greinar sem algengar eru og hafa verið í bestu íslensk- um blöðum, eða með öðrum orðum, þjer inunuð verða að jata það með mjer, að hinn opinberi ritháttur á /s- landi, er kominn mikið skemmra að kurteisi og mann- úð heldur en rithattur næstu Evrópuþjóða er vjer þekkjum. Og því skyldu ekki blaðamenn vorir — jafnvel þeir sem eru færir um að rita betur — taka þetta til greina, er þeir skrifa sjálfir eða taka upp litdeilugreinar eptir aðra? Það er ekki svo að skilja að jeg sje að mæla ineð þvi að halda skammadeilunum afram í það óendanlega, þvert ofan í vaxandi smekkvísi og mannúðarhvöt lands- manna. Það sje fjarri mjer. — Það sem jeg ineina hjer er þetta : Mínir háttvirtu Dagskrarmenn! Jeg fer ekki fram á, að þið skrifið »dónaskammir«, — jeg vil að eins að þið skrifið skammir og gj'órið það vel, með þessu kjarngóða, hnittna orðalagi, sem mjer er jafnan ánægja að sjá í Dagskrárdálkunum. Eða finnst yður ekki að jeg hafi nokkuð til rníns máls í þessu ? Er það ekki oflangt spor, að skrefa allt í einu fra þessum ósmekkvísu klúru blaðaskömmum yfir í samskyns ópersónulegan og manuúðlegan rithátt, sem nú er orðinn tíðkanlegur í þeitn blöðum og tímaritum útlendinga, sem keypt eru af góðum lesurum? Er ekki mátulegt að stíga svo langt að skrifa skamm- irnar ve/ í stað þess að gjöra það illa? - Jeg talaði við kunningja minn á dögunum, og bar þetta efni þá á góma meðal annars. »Hversvegna skrifar Dagskrá ekkiskammir« ? spurði hann. — Við vorum báðir samdóma um að það væri mjög óheppilegt, en gatum ekki fundið ástæðuna til þess. — Við vorum þannig báðir á einu máli uin það, að ritháttur og stíll Dagskrár sýni glöggt að þið mund- uð kunna að skrifa skammir. Við höfum sjeð mergjað- aðar greinar í þessu blaði, og áh'ta víst flestir hiðsama og við um það, að Dagskrá mundi geta hitt fullt svo vel og aðrir, ef hún vildi leggja sig í þesskyns deilur á antiað borð. Ennfremur var okkur það fullljóst báðum að blaða- menn sem forðast skammirnar, eru mikið líklegri til þess að fá skammir og brígsl borin á sig opinberlega heldur en þeir setn gjalda líku líkt. Skammahöfutid- arnir þurfa síst að vera blettlausari einstaklingar í lífi sínu og hátterni, heldur en hinir sem ekki fúkyrðast í opinberum ritum. Og hvað sem því líður munu þeir ekki kynoka sjer fremur við að skammast þó þeir viti að þeim muni ekki verða svarað. — P'Iestir Islendingar sem fengist hafa við blaðamennsku munu hafa kynnst heiminum dalítið fyr eða síðar, og má maður manni segja, að allir lifa elcki eptir >snúru alla sína daga. Það geta ekki allir verið eins og sánkti Pall. — En þó þeim »hljóðu og kyrru« í landinu falli flestum illa að láta flíka með slíkt opinberlega, munu blaðamenn hjer a landi fáir svo grunnhyggnir að ætla sjer að geta komist hjá hinutn

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.