Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 7
björgin klofna, bifast mennt — dauðir tóku slagi.« I sdbnagerð þessa höf. finnast mjög víða samkyns mátt- lausar endurtekningar og orðalengingar sem nefndar hafa verið hjer úr Biflíuljóðunum. Algengasta aðferð höf., er hann »gerir« sálma, virðist vera sú að hann velur sjer eitthvert orðtak eða viðkvæði, sem hann lætur ganga gegn um allt kvæðið til þess að binda það saman, sbr. t. a. m. sálmabók, Rvlk 1895, nr- 229: »Sann- leikans andi«, »kærleikans andi«, »friðarins andi«, »heilagur andi«. Nr. 490: »Guðs föðurfaðmur«, »vængur«, »vernd«, »auga«, »hönd«, »hjarta«, »auglit«, »hl(fðarskjöldur« og »náð« — að eins 1 tveim 8 línu erindum. Nr. 411: »Andi guðs sveif«, »sveif annað sinn«, ssvífur enn sem fyr«. Nr. 106 og 310, öll upphöf: »ef« o. s. frv. Nr. 9: »heilagur«, »eilífur«, »alvaldur«, »lifandi«, »náðugur«, »blessaður«, hvert um sig prisvar sinnum endurtekið í röð í byrjun erindis. Nr. 184: sHorfum ei niður«, 4 sinnum. Nr. 486: »nafn« nefnt ij sinnum, og í nr. 89 8 sinnum. Nr. 50: »Jeg fel mig þinni föðurnáð«, »föður- hönd« o. s. frv., í öllum erindunum. Nr. 202: »Jeg veit« o. s. frv., o. s. frv., sem oflangt yrði upp að telja. Það ber allt of mikiO á grindinni i sálmum hans, sem eðlilegt er, þar sem hann virðist ganga að þessu eins og öðru skylduverki; fjöldamargir af sálmunum mega því öllu fremur kallast rimuð, mjúk guðfræðingsmælska heldur en skáldskapiur. En allt af sjást þó hendingar innan um mergðina, sem sýna glöggt og ómótmælanlega að þessi höf. gæti orkt allsnjallt og snyrtilega, ef hann vildi takmarka sálmaupphæðina, og forðast að blanda svo miklu af tómu máli í yrki sín. Hjer skal tekið fyrsta erindið úr hinum fallega sálmi nr. 468: Jeg horfi yfir hafið um haust af auðri strönd. I skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða er stari eg hjeðan af er ströndin strlðs og nauða, er ströndin hafsins dauöa og hafið dauðans haf. Að því slepptu, að stðasta hendingin er þarflaus upptekn- ing og henni ekki vel fyrirkomið, má þetta heita í góðu lagi kveðið. En hvernig stendur á því að höfundur þessa og nokkurra jafngóðra sálma hefur látið Bíflíuljóðin fara frá sjer eins og þau eru úr garði gjörð? — Við því er búist hjer að ýmsir muniálíta þennan dóm um skáldskap síra V. B. ekki ritaðan af góðum vilja eða þá af rnikl- um misskilningi, enda er það vandalaust að vita, að margt er vinsælla en að verða fyrstur til þess að setja út á sálma og önnur þess kyns Ijóð, er menn hafa sungið inn í sig og aðra án mikillar (grundunar við ýms hátíðleg tækifæri. En ckki verður í allt sjeð, og mun það verða metið hjer niest, enn sem fyr, að segja satt, hver sem í lilut á. Og það mun þó ekki alls kostar óhklegt að einhverjum kunni ef til vill að þykja betur að nokkur stöðvun yrði nú á yfirframleiðslu þessa sálmahöfundar, og víst má telja það, að bókmenntir vorar mundu nú eiga mikið færri og betri ljóð eptir hann, ef honttm hefði verið bent á það í tíma, að eitt einasta sterkt, vel orkt kvæði, sem lýsir ósvikinni tilfinningu, er tíu sinnum betra en heilir tugir af þynntum og útflöttum rímþulum. H e i m s m á I. (Þýtt). (Framh.) Eins og Kínverjanna var von og vísa, hafa þeir fyrir löngu síðan ráðið fram úr þessum vandræðum. og gert þaö með svo mikilli snilld, að undrum sætir. I’eir hat'a, án þess að skerða nokkurn staE ( einni einustu af landsins mörgu mállýskum, skapað heimsmál, sem er þannig vaxið, að því máli sem áður tíðkaðist í ræðttrn var enginn skaði skeður; með furðulegri lag- kænsku hafa þeir sneitt hjá öllu því sem gæti gert málið þurrt og tyrfið, enda hefur þetta mál þeirra hvervetna rutt sjer rúm þar sem kínverskan menningarheim er að finna, svo 1 Japan scm í Kórea. Sú leið sem þeir fóru var þessi: Þeir bjuggu til rit- eða öllu fremur teiknamál, sem er jafn aðgengilegt fyrir Japana senr aldrei hafa sjeð eða heyrt kínversku, eins og hvern annan menntaöldung meðal Kínverja sjálfra. I'etta var því að eins mögulegt, að i þessu máli vreru stafirnir ekki hlióð, heldur hug- myndir og hlutir, þannig t. d. að eitt merkið merki borð og annað stól, og hvort sem vjer köllum borðið »table«, cða stólinn »stool«, þá verður merkið eit.t og hið sarna. Með þcssu máli cr hverjum Kínverja gert jafn hægt að skrifast á við Kínverja og samlanda, hvort sem Kínverjinn cða liann kann eitt orð 1 rnnli hins eða ekki. I’essa aðferð er oss Evrópumönnum ómögulegt að aðhyll- ast, og það þegar af þeirri ástæðu, að mál i Kku lagi og hið ofangreinda yrði allt of þungt í vöfum fyrir oss, og samsvar- aði alls ckki vorum kröfum, því oss er jöfn og jafnvel ineiri þörf á sameiginlegu ræðumáli en ritmáli. A hinn bóginn er hætt við að allar tilraunir vorar til að ryðja lati'nunni til rúros í þann sess cr hún sat til forna niundi stranda á því, að vorra daga vísindi og menntir geta trauð- lega samlagast latínunni sem ináli, án þcss að hún missti sinn blæ að öllu, að því ögleymdu að hún aldrei getur orðið alls herjarverslunarmál. Sú krafa, sem vjer hljótum að gera til hins nýja heimsmáls vors er, að það geti vcrið það sama og latinan var á slnum blórnaárum — breði menningar- og verslunartnál. l'r því nú svo er, þá er ekki nema um þrjá vegi að velja. Sá fyrsti er að skipta málrfkinu jafnt á milli hinna atkvæða- mestu menningarmála senr vjer nú eigum: ensku, frönsku og þýsku. Við því mundi Rússinn fljótlcga segja þvert nei. I’ar aö auki er franskan sífelldlega að ganga ur tísku, auk Jicss sem þrjú heimsmál er tveimur ofmargt. Annar er sá að búa til mál. Margir hafa haldið því fram, að sá vcgurinn væri bestur af þeirri ástæðu, að þá væri sneitt hjá að styggja nokkra sjerstaka þjóð, og hafa nokkrar tilraunir verið gjörðar í þá átt. Hjer skttlu nefndar tvær þeirra. Biskup Wilkins, cnskur maður, gerði árið 1688 tilraun til að mynda nokkurs konar stærðfræðislegt rit- og ræðumál. Pað var byggt á vísindalegum grundvelli, og þar var öllum hlutum í náttúrunni skipt niður í llokka, öllum hljóðum raðað niður í flokka og deiidir, þannig, að til hve.rs flokks af hlutuin svaraði citt ákvcðið hljóð. A líkan hátt liugsaði hann sjer að koma ritmálinu fyrir. Margir annmarkar voru taldir á þessu, og þar á meðal sí að þess konar flokkaskipun væri óframkvæmanleg fyrir þá sök að undantekningarnar yrðu svo margar að enginn finndi botn í, auk þess sem slíkt mál ávallt hlyti að verða líkt og dauður bókstafur, í stað þess að mál hverrar þjóðar fyrir sig áður haíði vaxið og dafnað jafnhliða hcnni sjálfri. Hin tilraunin ktim fram á Þýskalandi 1880. Þar var jircstur . sem Ijet það boð út ganga að nú hefði hann fundið ráð (il þess að allir mættu mæla á sömu tungu, og nefndi hann málið Volapiik. I fyrstunni var því tekið með miklum fögnuði vfða

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.