Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 4
232 En þrátt fyrir það, þótt jarðvegurinn virðist ekki fullbúinn undir þessa síðustu meginhreifing í menningu Norður- og Vesturálfumanna, er það ekki úr vegi að iíta á helstu grundvallaratriðin í hinni nýju fjelagsskipunar- kenningu, og skal þá stuttlega drepið á það hjer hvað jafnaðarmennska er. Þetta orð er hjer haft um sjalft það politiska fyrir- komulag sem »jafnaðarmenn« vilja stofna, og munu ýmsir menn hjer á landi hafa líkt alit a þeirri politisku stefnu eins og ríkismennirnir og »yfirstjettirnar< ytra hafa eða látast hafa, sem sje að hún miði að því að taka ranglega eignir þeirra sem betur eru komnir í fje- laginu og leggja hinum þær út sem eyðslutje. En þetta er ekki svo. Algerö eða fullkomin jafnaðarmennska er sú fjelagsskipun er leggur allt það sem miðar að upp- fylling lífsþarfanna, undir yfirrað ríkisins, bæði starfsemi fjelagsþegnanna, avextina af vinnu þeirra og hina fram- leiðandi náttúru sjálfa. I fulikomnu jafnaðarmannaríki a hið opinbera allar jardir, og allt auðmagn og ræður yfir allri nanðsynja- vinnu þegnanna. Einstaklingurinn hefur engan annan húsbónda yfir sjer heldur en fjelagsvaldið sjalft. Hann þarf ekki að lúta neinum öðrum herra, og er jafningi allra samþegna sinna, að lögum. I einu orði að segja miðar jafnaðarmannakenningin að því að stofna fullkomna samvinnu meðal mannanna í öllu því sem lýtur að fullnæging lífsskilyrðanna — í stað samkeppninnar, sem nú er hinn knýjandi kraptur í starfsemd þegnanna. Menn sjá að þetta takmark er langt frá því að eiga skylt við þann »lögheimilaða ranskap og órjettvísi«, er margir vilja saka jafnaðarmennskuna um, sumir af eigin- hagsmunahvöt, og sumir af því að þeir dæma um hana án þess að þekkja hana. Jafnaðarmenn fara að öðru leyti mislangt í kröfum sínum og eru til mjög margir flokkar með ymsu stefnu- miði undir þessu nafni. En hjer er skýrt- frá þeim sein lengst fara, eða þeim jafnaðarmönnum, sem eru sjálfum sjer samkvæmir út í æsar. Sumir jafnaðarmenn (t. a. m. hinn allkunni ameríski hagfræðingur Henry George) fara ekki lengra en svo að þeir krefjast þess að allar jarðeignir sjeu lagðar undir ríkið til umráða og jafnrar skiptingar meðal þcgn- anna. Ymsir aðrir vilja að vísu takmarka eignarrjett einstaklingsins, en ekki afnema hann algerlega, sumir vilja jafnvel halda erfðarjettinum að meira eða minna leyti, sumir láta þegnana eiga nokkuð af því sem þeir vinna fyrir o. s. frv. En allir eiga jafnaðarmenn sammerkt í því, að þeir vilja láta fjelagsvaldið hafa aðalheimild alla um starfsemi borgaranna og auðmagnið, og er það fljótsjeð að slíkt fyrirkomulag er því að eins mögulegt, að ekki vanti skilyrðin fyrir almennu stjórnareptirliti og greiðri sam- vinnu meðal allra einstaklinga fjelagsins. Jafnaðarmennskan er hin fullkomnasta fjelagsskipun sem hugsanleg er, því þar verða best not af öllutn kröptum sem koma fram i fjelaginu. En það er ekki að búast við fullkominni stjórnarskipun eða fullkominni menningu hjá neinni þjóð sem býr í óyrktu landi, og þess vegna á það mjög langt í land að algerð jafnaðarmennska komist a hjer a Islandi í neinni grein. Samgöngur og allur fjelagsskapur milli einstakling- anna þarf að vera á margfalt hærra stigi heldur en hjer þekkist, til þess að stjórnareptirlit og stjórnarframkvæmd jafnaðarmennskunnar gæti komist hjer að, enn senr komið er. Vjer skulum líta á starfsemi pegnanna sem er ein af hinum þrem aðalgreinum alls þess er lýtur að fram- leiðslu lífsnauðsynjanna. Hvernig ætti landstjórnin á Is- landi að sjá um að hver einstakur maður á landinu, uppi um dali og úti um strendur ynni skylduvinnu sína í þjónustu þjóðfjelagsins? Til þess yrði svo að segja hver einasti bóndi og bátsformaður að vera embættismaður fjelagsins, og sjá allir strax að slíkt er ógerlegt. En öðru mali væri að gegna ef mestur hluti allra heimajarða á Islandi væri ræktað tún, fólksfjöldinn aukinn þar eptir, og allar ver- stöðvar fullsetnar, með þilskipastóli og allri útgerð eptir nýjustu tísku. — Vjer höfum ekki rúm fyrir lengri útskýring a jafn- aðarmennskunni í þetta sinn, en munum víkja að þessu efni síðar og líta þá á aðrar hliðar þess. Gerðadómar. —o--- Allir kannast við það að betri sje »mögur sætt en málssókn«, enda finnst varla verra átumein í fjelags- skap manna á milli heldur en málaferli, útaf allskyns óverulegum efnum, hað af miklu kappi á báðar hliðar, og sótt svo langt sem komist verður fyrir einum dóm- stólnum eptir annan. — Málaferlin eru fyrst og fremst afardýr fyrir þjóðfje- lagið í heild sinni, þó þau megi heita fremur ódýr fyrir málsaðila hjer á landi, einkum í kaupstöðunuin.—Máls- kostnaðurinn er venjulega ákveðinn svo lágt hjá oss, að sa sem rnálinu tapar kostar að öllu samanlögðu opt miklu mintra til heldur en sá sein vinnur, en það er auðsætt að hið þjóðmegunarlega tjón af málaferlunum er hið sama hvort sem málskostnaðurinn er melinn hatt eða lágt fyrir dómstólunum. Malaferli eru og yfirleitt bersýnilega þýðingarlaus nema því að eins að um stórhagsmuni sje að ræða, eða eitthvað sem ekki verður rnetið til peninj|ri. Það er alls enginn trygging fyrir því. að sá sem npphaflega kefur rjettinn vinni mál sitt fyrir dómstólun- um. Malsfærsla og ýms önnur atvik geta valdið því og

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.