Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 20.02.1897, Blaðsíða 3
venjulegaskammtiaf persónulegumbrígslyrðum sem fylgja ineð deilum hjer á landi jafnt um opinber sem ein- stakra manna málefni. Nei. Dagskrá hlýtur að kunna að skamrnast vel ef hhn vildi og hlýtur að vita að þeir menn sem vinna að blaðinu verða öllu fremur beittir skömmum fyrir það að þeir ekki svara. En hver er svo ástæðan til þess að þetta blað skammast ekkir Þessa vil jeg biðja yður að svara mjer til í næsta brjefi yðar, herra ritstjóri, eða í Dagskrá, en aður en jeg lýk þessu brjefi, vil jeg enn taka það fram, að jeg ineina ekki að blað yðar eigi að flytja illa samdar smekklausar slettur og hnútur, heldur vel orðaðar adeil- ur til þeirra manna er nú skrifa allskyns þvætting og vitleysur í blöðin út í loptið, órökstutt um hvert mal- efni sem er, saltað og kryddað með dónaskömmum og að þjer farið ekki lengra en svo að draga hinar per- sónulegu avítur út af opinberri framkomu þeirra. Skammagreinar af öðru tagi bíta í rauninni ekki á neinn í augum góðra manna hjer a landi. Svo langt erum vjer komnir. En jeg verð að játa, að jeg er einn meðal þeirra sem nnindi hafa gaman af að sjá fína skammagrein skrifaða »ineð stýl«, ef hún væri í sjalfu sjer rjettlát, og byggð a framkomu hlutaðeigandi 1 öðr- um almennum máluin. Jeg er svo íslenskur í anda að jeg kann t. a. m. ekki við tómar hógværar röksemdir gegn mönnum, sem skrifa á argasta þorparamáli einhverja haugavit- leysu um almenn efni, og hreykja sjer 1' opinberum rit- um með háværum skammaryrðum, tii sönnunar ein- hverri fjarstæðu á fjarstæðu ofan, sem ekki er læsileg nokkrum skynberandi manni. Þeim rithöfundum sem orðnir eru kunnir að slíku og halda því áfram tímum saman að fylla bókmenntir vorar ineð þesskonar »pródúktum«, a annaðhvort alls ekki að svara eða þá sýna þeim fram áí velritaðri, rök- studdri ofanígjöf, að persónulegir hæfileikar þeirra, þekk- ing, greind og rjettsýni, sje ekki á svo háu stígi, að þeir eigi að taka þátt í umræðum utn almenn mál. - Jeg vil ekki þreyta yður á lengra mali í þetta sinn, en blð eptir að sjá svar frá yður -— og ailra helst eina duglega skammagrein, í þeim anda og sniði, sem að ofan er sagt. Einn kaupandi Dagskrár. Vjer kunnum höl. hins ofanskraða brjefs þakkir fyr- ir það álit sem hann hefur á Dagskrá, og vildum gjarna verðskulda það — en vjer getum ómögulega verið hon- um samdóma um »skammirnar«. Og vjer skulum svara spurningu hans um það __________ hversvegna blaðið ekki flvtji persónulegar skammagrein- ar, eins hreint og beint eins og hann spyr. — Þeir sem skrifa mest í Dagskra, munu treysta sjer til þess, að semja ekki öllu óásjálegri skammapistla heldur en gerist — ef í það færi — og getur höf. þar rjett til, eins og um hitt, að slíkri ritmennt muni ekki vera sleppt hjer í blaðinu í því skyni að forðast skammir annara. Astæðan er sú, að vjer höfum allt annið álit á rithætti Islendinga yfirleitt, heldur en hinn heiðraði brjef- ritari, og getum ekki verið á því með honum að hjer sje of snemma byrjað a skammalansu blaði. Fjöldainargir menn er nú rita í blöð og túnarit vor, temja sjer góðan rithatt, og það má fullyrða að þessu liafi farið stórlega frarn einkum nú a allra síðastu tímum. —- Og þó allt of mikið sje enn til af riturum og lesuruni hjer á landi er vantar smekkvísi til þess að skrifa eða meta mannaðra manna rn.al, er ekki rjett að telja alia þar til. Fin ef vjer sannfærðumst una það, ail höf. þessa brjefs inalaði ekki með of svörtum litum að pessu leyti mundum vjer skjótlega þýðast ráðlegging hans; því ekki virðist neinn vafi á því, að hann hafi rjett að mæla í því að menn eigi að skrifa blöðin fyrir þa lesara sem eru, en ekki þá sem ættu að vera eða munu verða. Jafnaðarmennska. Hugmyndin um algerðan jöftiuð milli mannanna, helst í einu allsherjarriki, er orðin volduglega útbreidd umhinnmenntaða heim, oghefurhún safnað fjölda meðal hínna fjölmennu stjetta, þeirra er mest líða undir ó- jöfnuðinum, undir eitt merki, svo langt sem kristin menn- ing nær, — allstaðar nema á Islandi, inun óhætt að fullyrða. Það ber og margt til þess, að þessi sterkasta menn- ingarhreifing vorrar aldar hefur latið mjög lítið bera á sjer úti á Islandi enn sern komið er. Þ’yrst og fremst erum vjer harla afskekktir frá heiminnm, ekki einasta vegna allra þeirra hundruð rasta, er liggja niilli eyjar vorrar og meginlandanna austan og vestan liafs, heldur einnig vegna oskyldleika í andlegu lífi Islendinga og annara þjóða af sama eða Hku kyni, er hafa sjálfar skipað sjer stjórn og fjelagsvöld, livort heldur þau voru bctri eða verri en þau sem sett liafa verið yfir þessa þjóð.j Auk þessa hefur þörfin ájafnaðarmennskunni heldur ekki fundist hjer eins rík og knýjandi eins og víðast- hvar annarsstaðar um heim, vegna sveitaloggjafar þeirrar er gildir hjer á landi og vegna þess að ofriki auðmagns- ins lætur svo lítið bera á sjer meðal hinna fátieku ís- lendinga.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.