Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 23.04.1897, Qupperneq 4

Dagskrá - 23.04.1897, Qupperneq 4
288 á 12—18 kr. Innflutningstollur er 90 aura fyrir hverja kind. Eins og áður hefur verið tekið fram, mun jeg seinna semja ýtarlega skýrslu um þessa ferð mína; hjer eru að eins tekin fram helstu atriðin í upplýsingum þeim, er jeg hei safnað. Próf í stýrimannafræði hið minna var haldið 20.—22. þ. m. Gengu undir það 12 af lærisveinum skólans og stóðust það með ágætum vitnisburði. I próf- nefnd voru, auk skólastjórans, Premierlieutenent af »Heimdal« H. Wolfhagen og prestaskólakennari síra Eiríkur Briem. Virðingarfyllst. Einkunnirnar voru þessar: D. Thomsen. Meðferð málverka í alþingishúsínu. Það er hneyksli og stórtjón að því, hvernig mál- verkin fara með sig í alþingishússafninu. Þeir sem gefið hafa til þessa safns, hafa víst ekki ætlast til þess, að þau væru látin rifna og skemmast af hirðuleysi, og sá sem gekkst fyrir því að Island eignað- ist þenna fyrsta litla vísi til listaverkasafns, — sýslu- maður Björn Bjarnarson — ætti þó naumast minna skil- ið fyrir fyrirhöfn sína, heldur en að málverkin væru varðveitt nokkurnveginn. En auk þess sem það sýnist fremur »ófínt« að fara svo illa með það sem hefur verið gefið landinu af svo góðum hug, af hinum og þessum erlendum málurum, er það stórkostlegt peningatjón, að vanhirða málverkin. Því málverkin kosta peninga; — og ætti ekki að þurfa að minna menn á slíkt. Það málverk sem hefur orðið einna verst úti er »Eyjafjörður«, stórt olíumálverk eptir Blahce, semhang- ir uppi í efri deild. Þetta málverk eitt, mætti vel teljast nær 2000króna virði, ef það væri óskemmt —, en nú mundi naumlega fást helmingur verðs fyrir það, sökum þess að það er allt sprungið og rifnað frá efsta til neðsta. Og þó hefði það kostað svo gott sem ekkert að varðveita þetta málverk frá skemmdum — aðeins að olíubera það hæfilega. — Til þess munu geta fengist menn hjer, þó hjer sje fátt um málara, og hefði því lítilræði sem alls hefði þurft að verja, til þess að gæta safns- ins í heild sinni, verið betur varið á þann hátt, heldur en í hina og þessa óþarfa bitlinga, sem þingið býtir út meðal ýmsra landsjóðsbetlara. — Þetta málverk er eitt nefnt hjer, en fleiri liggja undir skemmdum, og er vonandi að þetta verði seinasta árið, sem þessi skrælingjalega van’nirðing verður látin gangast við. Látinn er Jóhannes Ólafsson, sýslumaðúr Skag- firðinga, (f. 26. okt. 1855). Jafet Sigurðsson..............hlaut 60 stig. Þorstéinn J. Jóhannsson .... — 60 — Björn Ólafsson................. —- 59 — Sigurður Gunnlaugsson .... — 59 — Halldór Friðriksson............ —• 58 -— Ólafur Sigurðsson.............. — 57 — Steingrímur Steingrímsson . . — 56 — Kristján Ó. Kristjánsson ... — 55 — Karl G. Ólafsson............... — 55 — Arni Hannesson................. — 54 — Erlendur Hjartarson............ — 53 — Magnús Brynjólfsson ........... — 44 — Hæsta aðaleinkunn við þetta próf er 63 stig, en til að standast prófið útheimtast 18 stig. Um ,,HeÍmdaíi“ og botnverpinga er nú mikið talað. Þykir varðskipið lint í sókninni; en fæstir munu athuga hverjar fyrirskipanir foringinn hefur fengið frá Danastjórn. Meira um það síðar. Dýralíf. Móri. Hann var ársgamall þegar hengdar voru á hann bjöllurnar, en hann hafði allt af verið fremstursvo lengi sem hann mundi eptir sjer. Menn vissu ekki til þess að forustukyn væri að honum. En það gengur nú svona. Stundum skapar | náttúran allskyns viðbrigði, allt í einu, ólíkt sínum eig- in uppruna — og þau eru ekki ætíð úrætt. Það kem- ur fyrir að þau eru hreint afbragð alls síns kyns svo langt sem það verður rakið. og menn undrast og spyrja sjálfa sig: »Hvaðan hefur hann það? — Ekki hefur hann það úr föðurættinni, því þar eru tómir erkidauf- ingjar og þráablóð, lið fram af lið«. — Og þá ekki úr móðurættinni«, segir annar; »þarerekkert til nema sauð- heimska og svefndoði, sem ekkert annað getur vakið til meðvitundar en hungrið eða sláturkutinn*- En Móri var samt forustusauður, sá besti, vitrasti og hjarðspakasti sem menn þekktu í sveitinni. Eigandinn tók eptir Uonum strax um vorið áður en : rekið var á fja.ll. Það var fráfærnakvöldið sjálft. — Allt

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.