Dagskrá

Issue

Dagskrá - 12.05.1897, Page 1

Dagskrá - 12.05.1897, Page 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. jiilí komi til útgefanda fyrir októberlok. 1,76-77. Reykjavík, miðvikudaginn 12. maí. 1897. Um búnaðarskóla, bústörf og fyrirmyndarbú. Eptir Sig. Þórólfsson. (Niðurl.). Eins og sjá má af því sem á undan er skrifað, er það ekki meiningin hjá mjer að sameina fjórðungaskól- ana í stóran og að öllu leyti vísindalegan skóla, eins og sumir hafa viljað, heldur að stofnaður sje hæfilega stór skóli, sem bæði geti veitt hina lægri og æðri búfræðismenntun í hlutfalli við búnaðarástand og fólksfjölda þjóðarinnar, í sambandi við fyrirmyndarbú, Auðvitað yrði skólinn að vera svo vel út búinn, að hægt væri að gera við hann allar nauðsynlegar efnarannsóknir og tilraunir með ræktun ýmsra sáðjurta, trjátegunda o. s. frv. Væri skólinn þannig jafnframt rannsóknarstofnun og búnaðarskóli. Jeg hefi hugsað mjer að skóla þessum, sem jeg nefni landsskóla, væri skipt í 2 deildir, neðri og efri deild. Væri námstíminn í neðri deild 2 ár, en í efri deild 4 vetur og 3 sumur, Inntökuskilyrði fyrir neðri deild væri góður vitnis- burður í alls konar búsýslan frá fyrirmyndarbúi. eptir 2 ára dvöl þar. Einnig góð almenn menntun eða próf frá gagnfræðaskóla. En í efri deíld einungis próf úr neðri deild skólans. Ættu piltar í efri deild að borga fæði og þjónustu yfir námstímann. Við skólann þyrfti 3 kennara og einn af þeim ætti að vera efnafræðingur. Að svo komnu sleppi jeg að áætlá um kostnaðinn við skólann og hvar hann mundi best settur. — Oskandi ! er að einhver færari maður mjer vildi gjöra það. En það eina vil jeg segja með fullri vissu, þótt jeg ekki sýni það með tölum, að þjóðinni er ekhi um megn að stofna og viðhalda sæmilega 8—10 fyrirmyndarbúum og 1 búskóla. Meira að segja þótt þingið ætti að leggja árlega 100,000 kr. til landbúnaðarins, þá væri það því ekki ofvaxið. En mjer er sem jeg heyri hverjar undir- ; tektir það fengi hjá sumum af hinum háttvirtu fulltrúum þjóð- } arinnar, jafnvel þeim sem óhikandi mundu greiða atkvæði sitt með sömu upphæð til annara, ekki öllu þarflegri fyrir- tækja, svo sem járnbrautum, landskipsútgerð o. fl. ,v. 1 A meðan þessi deyfð, áhugaleysi og vankunnátta er í flestum greinum búnaðarins, er þjóðinni lítilla fram- fara auðið, því landbúnaðurinn er eins og allir vita, eini verulegi atvinnulegur landsmanna. Þarf því eitthvað annað og meira að gjöra en hingað til hefur verið gjört til að hrinda honum í æskilegt horf. Jeg er fyllilega sannfærður um að fátt af því er vjer höfum fyrst um sinn tæki á að gjöra, geti leitt þennan atvinnuveg fremur áleiðis i framfaraáttina, en að stofnuð sjeu hæfilega mörg fyrir- myndarbú, 8—10, eða sem svarar 1 fyrir hverjar 2 sýslur. Ættu sýslurnar að fá lán til að setja búin á stofn, af op- inberu fje, gegn 28 ára afborgun. Það gefur að skilja, að velja þyrfti einhverjar bestu jarðirnar í sýslunum undir búin, því þau þyrftu að hafa svo mikið bú, að þau gætu veitt 10—12 ungum mönn- um og jafnmörgum stúlkum tilsögn í alls konar búsýslan. Stúlkur ættu að læra þar allt það er lítur að hús- og bústjórn, en piltar öll algeng störf sem koma fyrir á heim- ilum. Þar á meðal jarðyrkju. Þyrftu því fyrirmyndarbú þessi að leggja talsverða peninga í jarðyrkjutól og vinnu- vjelar, bæði við jarðyrkjuna og mjólkurtilbúnað o. fl. En þegar væri búið að koma fótunum undir búin, ættu þau að bera sig, að mestu eða öllu leyti sjálf. Væri þannig fyrirmyndarbúin kennslustofnanir bæði fyrir karla og konur, þar sem fengist undirbúningur í 2 ár undir hina þýðingarmiklu og ábyrgðarmiklu stöðu, búskapinn. Ættu ekki önnur vinnuhjú að vera á búunum en þetta náms- fólk, að undanteknum fjármanni, sem ætti helst að vera reyndur og góður fjármaður, svo hann gæti frætt pilta í þeirri grein að svo miklu leyti sem auðið er. Fæði, föt og annað líkt ættu þau að hafa ókeypis. Hjúin —•nemendurnir— ættu að vinnu að öllum störfum undir umsjón verkstjóra, sem væri bæði karlar og konur, eptir því hvort unnið væri að karla- eða kvennaverkum; yrði tilsögnin að vera reglubundin. Þessi fyrirmyndarbú með þannig löguðu fyrirkomu- lagi, ;-æru því nokkurs konar vinnuskólar fyrir karla og konur. Stúlkur lærðu matreiðslu, um meðferð á mjólk, alls konar vinnu, sem kvennfólk þarf að hafa á hendi, þrifnað, reglusemi o. s. frv. Það mundi heppilegra fyrir stúlkur að læra hús- og bústjórn á fyrirmyndarbúum en á einhverjum þess háttar skóla í kaupstað, því störf kvenna til sveita og kaupstaða eru eðlilega í ýmsu ólík. Það yrði líka dýrt fyrir stúlkur úr sveit að sækja t. a. m, hús- og bú-

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.