Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 12.05.1897, Síða 2

Dagskrá - 12.05.1897, Síða 2
stjórnarskólann, sem nú er að komast á fót hjer í Reykja- vík, enda tiltölulega fáar, sem skólinn gæti veitt móttöku rúmsins vegna. Hús- og bústjórnarskólar þurfa -því að komast á í sveit, það hljóta víst allir að sjá og viður- kenna. En með engu móti finnst mjer það geta orðið kostnaðarminna bæði fyrir landið, sem eðlilega tæki þátt í slíkum stofnunum, og þá einstaklinga, sem vildu afla sjer þeirrar þekkingar, er að hús- og bústjórn lýtur, en með því fyrirkomulagi, sem þegar er ávikið, nje notasælla fyrir þær stúlkur, sem þegar út í lífið kemur, verða að lifa við almenn bændakonukjör til sveita. — Þau útheimta eitthvað annað og meira en eintóm fínheit. Þótt einhver segi mjer að ísl. geti ekki komið þessu öllu svo vel fyrir, að við mætti hlýta, þá trúi jeg því ekki. — Vjer höfum nóga krapta til þess, ef áhugann og viljann vantar ekki, en auðvitað vantar mikið ef vilja og áhuga vantar, á hverju sem ræða er um; þar á hafa flestar framfaraviðleitnir okkar strandað optast nær. Fyrirmyndarbú eru algeng í öðrum löndum, og læra ung bænda- og búfræðingaefni á þeim alla búsýslan; varir námstíminn optas 2—3 ár. Stundum ganga bein- Hnis búfræðingar á fyrirmyndarbú þessi; svo er það í Danmörku. En auðvitað verðum vjer einungis að sníða iyrir- myndarbú vor eptir því, sem best hentar hjer, ekki eptir dönskum eða norskum fyrirmyndarbúum. Búnaðarhættir vorir eru í mörgu mjög einkennilegir og ólíkir búnaðar- háttum annara þjóða. Bóknám mætti vera lítið eitt á þessum búum. A kvöldin gæti það farið fram svo það tæki engan verulegan tíma frá bústörfunum, því á vetrum eru þau lítil á vökunni, hjá karlmönnum að minnsta kosti. Það, sem piltar þyrftu einkum að læra, er helstu at- riði búnaðarhagfræðinnar, að fæ'ra búreikninga, einföld- ustu atriði land- og hallamælinga, gjöra áætlanir um ýms búnaðarfyrirtæki, svo sem túna- og engjarækt o. s. frv. Að öðruleyti ætlastjegtilaðpiltar lærðu aðalatriðin.sem störfin byggjast á, um leið og þau eru unnin, af munnlegri til- sögn. Þannig gæti verkstjórinn, um leið og hann sýndi þær reglur, sem verkið ætti að vinnast eptir, undir þess- um og þessum kringumstæðum, bent á, af hverju það yrði að vera svo en ekki öðru vísi. Það, sem er numið við- víkjandi verkunum um leið og unnið er að þeim, gleym- ist ekki, og er eðlileg kennsluaðferð. Verður þetta auð- vitað engin búfræðisleg þekking, sem þannig fæst. En fjöldanum hentar þannig löguð búþekking miklu betur en regluleg búfræði. Búfræðin er fyrir þá fáu, sem eiga að standa fyrir öllum meiri háttar búnaðarfyrirtækjum, standa fyrir stórbúum, ferðast um o. fl. En þess konar störf eru næsta fágæt hjá oss, enn sem komið er. Eptir að hafa lokið við grein þessa, hef jeg lesið í Þjóðólfi »Nauðsynjamál« eptir sjera Guðm. Guðmunds- son í Gufudal. -— Grein þessi er góð í sinni röð. Það gleður mig að hinn heiðraði höf. er á sama máli og jeg hvað gagnmenntun kvenna snertir, og að þörf sje á hús- og bústjórnarkennslu til sveita. Höf. vill að hús- og bústjórnarkennsla kvenna fari fram á búnaðarskólunum, og er það mjög vel til fundið, það er að segja ef búnaðarskólarnir halda áfram í sömu stefnu og þeir hingað til hafa haldið; höf. gengur auðvitað út frá því. En jeg tel það víst að höf. mundi álíta það einnig heppilegt, að hús- og bústjórnarkennsla færi fram á fyrirmyndarbúunum, ef þau yrðu stofnuð, eins og jeg hef hjer að framan bent á að æskilegt væri. Vatnið er talið eitt af næringarefnum dýra og jurta, og er það þó ekki nærandi eitt út af fyrir sig. Það hefur óbein- línis næringargildi, því án þess geta hvorki dýr nje jurtir lifað, enda er ekkert efni, sem dýr og jurtir neyta meira af að vöxtunum til, en vatnið. 3/4 partar af lifandi þyngd jurta og dýra er vatnið, ýmist laust eða kemist bundið. Þannig er það í sambandi við öll lífsefni. Þegar það er eitt út af fyrir sig, getur það verið í þrenns konar ásigkomulagi: rennandi, frosið eða sem gufa. Eins og vatnið kemur fyrir í náttúrunni, er það aldrei fullkomlega hreint, en mismunandi er það þó, Vatn úr brunnum, ám eða lækjum hefur í sjer meira eða minna af uppleystum efnum, þótt vatnið sýnist tært og hreint og sje bragðgott. Það eru ýms steinefni sem uppleyst eru í því, t. a. m. kolsúrt kalk, Chlornatrium (matarsalt), brennisteinssúrt kalk o. fl. Við hreinsun (Destillation) fæst vatnið hreint (kem- iskt hreint), og er það með því að leiða sjóðandi vatn í gegn um pípu í annað ílát, sem er niðri í köldu, renn- andi vatni, og þjettist þá vatnsgufan jafnóðum og verður að vatni, og það vatn er einungis myndað af tveimur ólíkum efnum, eldi og vatnsefni; 9 pd. vatns eru mynduð af 8 pd. eldis og 1 pd. vatnsefnis. Eldið er eitt af aðalefnum andrúmsloptsins. Það er og kallað lífsefni, af því að engin lifandi vera getur lifað án þess. Eitt út af fyrir sig er það litlaus, ósýnileg og bragð- laus loptteguud. Vatnsefnið er sömuleiðis ósýnileg lopt- tegund litar- og bragðlaus. Það er ljettast allra lopt- efna, 14V2 sinnum Ijettara en andrúmsloptið og ólíkt öðrum lopttegundum úr andrúmsloptinu, í því að það ákaflega eldfimt (brennanlegt). Við 40° er vatnið þyngst og fyrirferðarminnst, 773 sinnum þyngra en andrúmsloptið við o°. Það frýs við O0 og verður að klaka og er hann fyrirferðarmeiri en það vatn sem hann er myndaður úr. Rúmmál vatnsins vex við að frjósa; verða þannig 93 pottar af vatni full-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.