Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 26.05.1897, Qupperneq 2

Dagskrá - 26.05.1897, Qupperneq 2
326 að annað hverfi fyrir þessari sannfæringu, og því nauð- synlegri er styrkurinn og meir áríðandi fyrir landbæt- urnar. Það á sjer víðast stað, að keppni er í þeim hlut- aðeigendum, er starfa að sama verki. Hjer starfa bún- aðarfjelögin öll að jarðabótum, og landssjóðsstyrkurinn er opinber aðaleinkun, er þau fá fyrir framkvæmdirnar. Þetta mun optar vera hvatningin heldur en hitt, að ein- blínt sje á þann smámunalega styrk, sem veittur er, sem vanalega mun vera c. r/i 5 af kostnaðinum við að vinna verkið. Allir viðurkenna að landbúnaðurinn sje og verði það sem allt annað byggist á hjer hjá oss, og því mjög svo áríðandi að hlynna að honum eptir föngum. Þar sem nú búnaðarfjelagastyrkurinn er af flestum, sem til þekkja, viðurkenndur sjerlega góður til hvatninga í jarðabótum, og um leið sú eina fjárupphæð, sem lögð er beint til þeirra, þá virðist það einkennilegur vígahugur í þjóðfull- trúum, að detta fyrst í hug að bíta þessa fjárveitingu á barkann. Það virðist líkleg tilgáta, að einstöku manni sje farið að verða ljóst, að einhvern niðurskurð þurfi að gjöra á hinum margvíslegu fjárveitingum er hvíla á land- sjóði. En þá mundi líka vel við eigandi, að fara ekki að líkt og smalinn, er slátraði forustusauðnum í stað hins, er hafði höfuðsótt, og ráðast nú ekki fyrst á þá fjárveitingu, er gengur beint til framfara í sjálfu landinu og aðalatvinnuvega þess. — Hitt væri óskandi, að hinu næsta heiðraða þingi þóknaðist að auka nú einmitt þessa fjárveitingu. Vjer erum og verðum því miður olnboga- börn framfaranna lengi frameptir, og atvinnuvegir vorir svo fáskrúðugir, að grasræktin mun ávallt undirstaða þeirra, og áríðandi að styrkja hana eptir megni. XIII. Um sveitakennslu. Eptir Olaf Bergsson. I vetur hefur einhver »Z« verið að rita í »Fjallk.« um »Framfarir vorar«; —- er þjóðinni þar fátt lagt til frama, en flest til foráttu. Ut yfir þetta tekur þó vitnis- burður hans um farand- og sveitakennara fyrir óhæfileik í starfi þeirra, sjer í lagi vegna takmarkalausrar vankunn- áttu. Það leiðir af sjálfu sjer, að hjer með er þó ekki allt sagt. Það er meira en hegningarverð fíjidirfska, að taka að sjer þann starfa, sem maður veit að maður ber ekkert skynbragð á, bara til að ná sjer í laun úr landssjóði. »Z« hikar sjer þó ekki við að bera oss á brýn, að vjer höfum gjört oss seka í þessu. Það sje langt frá mjer að segja, að kennendur standi svo í stöðu sinni, að ekki geti verið aðfinningarvert í einu og öðru; slíkt hefur opt átt sjer stað meðal lærðra manna. sem hærri hafa þegið launin úr landssjóði (án þess þeir hafi verið úthrópaðir eins og sakamenn); allt slíkt er mannlegt, og vjer erum, því miður, ekkert annað en menn, með misjöfnum hæfileikum og ófullkominni menntun; en vjer munum líka flestir eiga lítið að oss; — niður á allt slíkt er venjulega litið smáum augum frá hinum hærri stöðum. Það er eins og það hneyksli þessa stóru, að vjer smælingjarnir skulum fá þóknun af opinberu fje. Jeg vona að herra »Z« taki það ekki illa upp fyrir oss, þótt vjer getum ekki tekið allan þennan óhróður mótmælalaust fyrir góða og gilda vöru. Raunar játar hann, að »enginn skuli ímynda sjer að hann álíti, að á annað hundrað manns sjeu allir jafn- óhæfir til kennslu«. Ojá, þarna kemur þá uppbótin! Gerið svo vel og stingið henni niður hjá ykkur piltar, eða færið hana inn í tekjudálkinn hjá ykkur. Eptir út- reikningi höf. ætti þetta að geta fengið þar nægilegt rúm. En svo kemur nýr frádráttur hjá höf. •— langur út- gjaldadálkur, sem vjer eigum að svara til; — jú, hann er nógu reikningsglöggur, sá gamli; hagfræði og rök- fræði haldast hjer í hendur. Hann »veit fleira en eitt dæmi til þess, að börn hafa komið úr þessari kennslu, og þókst miklir menn, en ekkert vitað, og sum verið skemmd með kennslunni«. Þarna kemur þá rökfræðin, sem allar hinar hag- fræðislegu tölur hr. »Z« ganga upp í og eiga að bera oss veslings sveitakennarana fyrir borð. -— Það á svo sem að vera sláandi dæmi þetta. En þessir sem þóttst hafa menn, en ekkert verið, sanna miklu fremur annað og fleira en óhæfileik vorn kennenda einn saman. — — Orðið -»póttst« (í þessu ræðusambandi) minnir mann á laka og sljófa hæfileika í sambandi við kæruleysi og sjerþótta. Slík börn taka jafnaðarlegast engin stór stökk í náminu á skömmum tíma; og þekki jeg »Z« rjett — og það vúðist glögg- lega mega þekkja svip hans á allri þessari ritgerð — get jeg víst auðveldlega fært honum heim sanninn úr hans eigin kennaras'ógu, að honum hefur þótt þetta fylli- lega ásamiast sjálfum. Hæfileikabörnin aptur á móti, finna jafnaðarlegast mjög vel til ófullkomlegleika sinna; það mun sjaldgæft að þau þykist af því sem ekkert er. Dæmið virðist því mjög óheppilega valið til að sanna sögu höfundar. Framför barna mundi annars aldrei geta orðiðjafn- góð á öllum börnum yfir höfuð, hversu góða kennslu- krapta sem vjer hefðum, þótt höf. sýnist ætlast til þess af oss. Kennarar verða að sætta sig við það, að taka við börnum, rjett eins og þau koma fyrir, eins og eðli- legt er; — undirbúin frá o og upp í 6, og með hæfi- leikum alveg að sama skapi. Af þessu er auðsætt, að

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.