Dagskrá - 26.05.1897, Side 3
327
framförin getut ekki annað orðið en misjöfn; hún getur
ekki einu sinni verið hlutfallslega j'ófn, því fer svo fjarri;
hæfileikabörnin draga óðar fram úr, og svo er eigi
minna undir hinu komið, hvernig barnið er látið halda
því við sig, sem það numdi meðan það naut kennslunnar.
Að fella rjettlátan dóm yfir kennendum og starfi
þeirra er miklu meira vandaverk en höf. hyggur. Þá
þarf að hafa hliðsjón af svo ótalmörgu, sem haft getur
stórvægin áhrif bæði á kennsluna og framfarirnar yfir
höfuð, en sem algerlega liggur fyrir utan starfsvið vor
lcennenda. Og til eru þau atriði, sem eru svo bein lífs-
skilyrði fyrir öllum sýnilegum ávöxtum, að óhugsandi
er að ganga fram hjá þeim, nema fyrir þá menn, sem
eigi eru færir um að fella annað en sleggjudóm; og
mun síðar verða minnst á helstu atriðin.
Þá koma þessi t>sum, sem voru skemmd í kennsl-
unni* . _ Orðið »sum« á líklega að tákna töluverða upp-
hæð, samkvæmt öllum anda greinarinnar. Upphæð, sem
töluvert beri á; en í raun rjettri er orðið svo óákveðið,
að það segir hvorki heilt nje hálft, og getur því enga
ákveðna hugmynd gefið.
En þegar farið er að líta í kring um sig, bæði það
sem manni er sjálfum kunnugt og afspurnir ná til, —
og slíkt mun ekki liggja í láginni um oss kennarana, —
þá sjest þó ekkert af þessum »sumum« eins og einu
gildir.
Enginn taki orð mín svo, að mjer komi til hugar
að neita því að hitst geti. börn. sem hafi tapað sjer í
kennslunni; en það sannar alls eigi það, sem höf. vill
sanna með því. Svo vítt, sem skólar standa um allan
hinn menntaða heim, hittast nemendur, er hið sama
mætti segja um, án þess hægt sje með rjettu að áfella
skólann um slfkt o: segja að það sje verk þeirra og
kennaranna. — Það væri sama og segja að allar mennta-
stofnanir væru til andlegs niðurdreps, og enginn skóli
ætti því að vera til.
Sannleikurinn í þessu máli er sá: — að höf. verður
hjer hið sama á, sem svo mörgum hefur áður á orðið,
og sem er allt of almennt rökfærsluform hjer: að hann
tekur undantekningarnar og lætur þær gilda fyrir hið
almenna.
Setningin: — »Eg hefi rekið mig á það, að kenn-
arar þessir nefna ekki einu sinni rjett stafina í stafrof-
inu«, held jeg hefði getað farið eins vel öðruvísi, því
líklega hefur hann meint annað en hann segir. — Hann
talar hjer um kennara þessa í heild. — Svo tekur hann
þá alla upp á sitt kennimannlega knje, og prófar þá í
stöfuninni. Vitnisburðinn sjá allir, — en skildi hann
ekki misminna um athöfnina sjálfar
Dæmið um »góða kennarann«, sem tók við »auma
fráganginum eptir umferðakennarann«, sannar þetta sama
— ekki neitt — Aptur bara, sjerstök undantekning. —
Og þótt hjer væri að ræða um óhæfan kennara, þá er
vitnisburður hans jafn ranglátur fyrir því, sem hann
dæmir alla heildina með.
Mjer kemur eigi til hugar að neyta því að kennslu
barna muni hingað og þangað vera mjög svo ábótavant,
og í sumum stöðum tæplega teljandi; en að skella allri
skuldinni á oss heimiliskennarana, sem stafar af þessu
ólagi, eins og höf. gerir, er svo ramskökk ályktun, að
maður gæti freistast til að trúa, að hann væri að rita
um nokkuð, sem hann eigi vissi hvað væri. — Það mun
óhætt að fullyrða, að minni hlutinn af þessu ólagi liggi
hjá kennendum, heldur liggi rætur þess svo víða, að
torvelt myndi, að segja þar um hvern anga. —
Fyrst og fremst eru mörg þau lieimili, sem engan kenn-
ara taka, og getur margt borið til þess; t. d. húsakynni
o. m. fl. —Heimilin skortir einnig opt efni til að sjá
sjer fært að halda þá; annað hitt, að nú virðist aptur
vera farið að brydda á skorti með að fá þá. Maður
gæti því leiðst til að trúa því, að þeim þætti staða
þessi í raun rjettri ekki jafn eptirsóknarverð — þrátt
fyrir opinbera styrkinn — eins og höf. vill fá menn til
að trúa.
Eptir spurnin eptir þeim, sannar hjer sem optar
eigi aðeins þörfina, heldur hitt, að húsfeður sjái ekki
annan veg, sjer kostnaðarminni og sjer hagfelldari en
einmitt þenna, eptir því, sem öllum staðháttum víkur
við til sveita — og sannar um leið hitt, hve mjög höf.
veður hjer reyk.
Umkvörtun um óhæfa kennara hjer eystra, sem jeg
þekki ekki til, veit jeg ekki til að eigi sjer stað.----
»Lesturinn, skriptin og kristindómurinn, sem enginn veit
um hve víða fer í lagi eða ólagi«, mun eiga að vera
ádrepa til prestanna. — Svari þeir fyrir sig.
Þá komum vjer að aðalatriðinu: —- höf. þykir það
taka út yfir allt annað; og það er reikningskennslan.
Hann segir ,,sárfáa“ menn til á voru landi, sem
geti kennt reikning svo nokkurt gagn sje að, og »reikn-
ingskennslan þýðingarlaus fyrir unglinga undantekning-
arlítið«.
Ojá, — hjer erum vjer kennararnir þá víst ekki
lengur einir í fáfræðinni, og mætti þar kannske segja
um oss: »Að sætt væri sameiginlegt skipbrot«. Eigi
skal mig furða þótt hið fyrsta stig barnanna verði nokk-
uð stutt í þeirri grein undir hendi vor barnakennara,
því eptir þessu að dæma, er þetta þá víst meðfæddur
erfðasjúkdómur, sem liggur svo ríkur hjer í landi, að
einungis sárfáir menn hafa eigi í sjer sóttnæmis-efnið;
en ekki þarf að villast á því að höf. telur sjálfan sig
einn af þessum sárfáu, er kennt geta reikning svo nokk-
urt gagn sje að, þótt ei sje það með berum orðum
fram tekið.
Hví hefur hann eigi fyrir löngu síðan, stofnað hjer