Dagskrá - 26.05.1897, Qupperneq 6
33°
Heimilin mundu líka illa una þessari breytingu, úr því
þau hefðu "kennara á annað borð; og það gæti aldrei
orðið vinsælt að taka ekki tillit til óska þeirra.
Um kennslu í náttúrusögu er jeg höf. samþykkur.
— En hví vill hann hafa þar kennslu-kák; nú þegar
hæfileg kennslubók loks er fengin í þessari grein? —
Hann vili þá líklega varla verða fyrstur manna til að
»fljetta reipi úr sandinum« í náttúrusögu-kennslunni
hjerna.
--» «--
Það virðist vera svo sem sjálfsagt, að hafa börnin
í náttúrusögu, allt eins upp til sveitanna, og á skólun-
um. Engin fræðigrein rýmkar jafnfljótt um andlegtvið-
sýni barnanna, eins og einmitt hún, þar á móti hefur
hún þann höfuðkost, að hún eins og hvílir börnin í stað
þess að þreyta þau, eins og opt vill verða um hinar
kennslugreinarnar; annars þykist jeg vita að menn muni
segja: að kennsla í henni geti aldrei orðið annað en
kák til sveitanna; kennslugreinar sjeu þegar fullmargar
þar sem tíminn sje svo stuttur, og það litla sem þau
nemi í henni muni því jafnóðum glatast; en þessu er
eigi þannig varið: mörg sú mynd sem eimnitt þar er
brugðið upp fyrir auga nemandans, mun halda sér í
minninu þótt annað glatist. Vitaskuld er líka gengið
hjer út frá því að kennslutíminn yrði lengdur. Alveg
hið sama er að segja um landafræðina. — Auðsætt er,
að brúka verður með henni bæði almenn kort — helst
jarðlíki (Globus) með, og um fram allt Islandskort;
annars er kennslan engin kennsla. Hinar nýju bækur í
báðum þessum greinum tel jeg handhægar, ogtil stórra
bóta. En það mátti ekki seinna vera að þær kæmu.
Að svipta þá kennara opinberum styrk, sem líka
kenndu bæði listir og kristin fræði, held jeg hvorki gæti
talist rjettlátt, nje heldur mundi verða vinsællt, ef þeir
að öðru leyti þættu eigi standa á baki hinna, er styrks-
ins nytu.
Þegar nákvæmt og sanngjarnlega hefur svo verið
tekið til greina, hvernig starf vor kennara opt hlýtur
að standa af sjer í sambandinu og samvinnunni við
börn og heimili; — fyrst og fremst hvað tíminn er ó-
nógur í hverjum stað, hve börnin eru misjafnt undir-
búin, að þau eru sem optast óvön stjórninni, og þau
og kennarinn ókunnugt hvert öðru, að vjer mjög opt
verðum að kenna í baðstofunum innan um heimafólk
og gesti, og þá stundum, eril og ólæti yngri barna,svo
að öll stjórn er nærfellt ómöguleg, og algert óhugsandi
að börnin sem við námið eiga að vera geti notið sín
að hálfu; að ýms þægindi sem námið snertir, beinlínis
og óbeinlínis, vanta t. d. að hita upp kennslustofur, þar
sem hægt er nú að fá afskekkt pláss; sem optast ekk-
ert áhald, nje þá heldur bækur, nema kverið og biflíu-
sögurnar, og svo að endingu, það sem mestu varðar,
að heimilin leggist á eitt með oss í öllu því er að fræðsl-
unni lýtur, svo hinn ófullnægjandi starfi vor, sje eigi
gerður að engu, og skuldinni síðan skellt á oss. Þegar
þessa er alls gætt, segi jeg, og samvinna fengin við
heimilin og prestana, sem sumstaðar þykja nokkuð af-
skiptalitlir með að rjetta sjálfir út hendurnar til þessa
starfs •— kristindómsfræðslunnar—þá fyrst og ekki fyrri,
eru dómar viðkomandi starfi farand- og sveitakennara,
byggðir á sönnum og rjettum grundvelli.
Að endingu skal þess getið, að einungis í einni
einstakri grein, finn jeg enga framför (frá því sem áð-
ur var) síðan umferðarkennslan hófst, og það er lestur-
inn; hann útkrefur lengstan tímann, og tilsögn vor í
honum þess vegna allsendis ónóg, eins og gefur að
skilja. I öllu öðru, sem að fræðslu lýtur, má sjá mjög
mikla framför yfirleitt. Skoðanir og dómgreind unglinga
og yfir höfuð allt andlegt viðsýni er stónSm mun rýmra
en það var áður en þessi kennsla hófst; sjerstaklega
hjá öllum hæfileikabörnum.
Það skal skýrt tekið fram að álit mitt, sem fram
hefur komið í þessari ritgerð, er að eins miðað við þau
þláss, sem mjer eru kunn.
Ritað í mars 1897.
Horfellissögur berast nú daglega víðsvegar ai land-
inu, og tala flestir um þær með vægð og vorkunsemi,
ekki við skepnurnar, sem kvalirnar líða, heldur við eig-
endurna eða þá, sem valdir eru að þessari svívirðu.
Þótt þetta eigi sjer stað árlega að meira eða minna
leyti, þá láta yfirvöldin lítið til sín taka í því efni, sem
er þó beinlínis skylda þeirra.
JÓn Olafsson talaði um Ameríku 23. þ. m. langt
erindi í Good-Templar húsinu; lýsti hann kjörum landa
þar vestra og líðan manna yfir höfuð. Hann sagði bæði
kost og löst á Ameríku, og þrátt fyrir það þótt hann
segði þar sumstaðar landkosti góða og uppskeru mikla,
vildi hann samt ekki fýsa menn þess að flytja vestur;
enda getur engum blandast hugur um það, sem fyrir-
lesturinn heyrði og hefur nokkurn veginn rjetta hugmynd
um Ameríku áður, að ókostirnar hafa þar algjörlega yfir-
höndina.
Fyrsta og aðalskilyrðið fyrir framtíð flestra eða allra
sem vestur flytja hjeðan, er viðunanleg atvinna, en nú
á síðustu árum hefur hún verið svo lítil og ill í Ameríku,
að þúsundir manna hafa orðið að ganga með hendur í
vösum meginhluta ársins. Algengast kvað hann það
vera, að menn hefðu vinnu að eins 5—6 mánuði af ár-
inu fyrir 17 aura um klukkutímann í 10 tíma á dag,