Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 22.06.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 22.06.1897, Blaðsíða 2
3§6 sældinni. Þá fann hann mjúka, heita hönd strjúka sig cptir hryggnum, og hann lagði þá augun alveg aptur og malaði svo að belgurinn gekk upp og ofan. — — Það var enski, strandaði skipstjórinn, sem strauk Kisa svona vel. Hann hafði horft á köttinn frá því að hann kom út í dyrnar, og gat ekki haft augun af því, hvað Kisi hreifði sig fallega og hvað þessi einkennilegi, blágrái litur fór honum vel í sólskininu. Kapteinninn komst að því hver átti Kisa, bar hann þangað á handlegg sjer, og svo var sá blágrái seldur í annað og síðasta sinn. Kisi var sjóveikur á leiðinni til Englands, og ekki með hýrri há fyrstu vikurnar eptir að hann var kominn j þar á land. Þar var nóg sólskin, en Kisi brá ekki neinni lykkju á skottið á sjer og sleikti ekki nema rjett fremstu J kampabroddana hvað heitt sem veðrið var, og þó allir ! heimilisménn strykju honum og væru góðir við hann. En smátt og smátt moltnaði fýlan úr Kisa og hann fór að haga sjer eins og annar köttur. Þegar hann kom ( út í morgundöggina setti hann kryppuna -svo hátt upp og teygði svo úr fótunum, að lengstu stráin á garðböl- unum þurftu ekki að hugsa til þess að ná upp í kvið- inn á honum, — og ef sólin þá var reglulega í essinu sínu — einkum eptir að Kisi hafði lapið morgunmjólkina sína — þá settist hann nú við og við á endann á stein- tröppunum sem lágu austan við húsið, vafði skottið að síðunum á víxl og fór svo að mala upp á íslensku. Allir voru mjög góðir við hann í nýju vistinni. Hann þótti svo fallegur og skinnið á honum glitraði með svo dæmalaust einkennilegum grá-bláma, að frúin gat beinlínis hælt sjer af því að eiga útlendan kött, ólík- an öllum öðrum, sem hún hafði sjeð eða spurt til. Henni voru boðin tíu, henni voru boðin fimmtán pund fyrir hann, en hún vildi ekki láta hann, en sagði þó að maður- inn sinn hefði keypt hann fyrir 2—3 enska skildinga einhversstaðar langt úti í heimi á hálfgerðri eyðiey, þar sem stormur hefði eitl sinn hrakið skip hans að landi og grandað meir en helmingnum af hásetum sínum. En svo skeði það einn dag, sem gjörði út um for- lög blágráa Kisa. Hann sat einu sinni sem optar snemma morguns úti á steintröppunum og var að bíða eptir því að vinnu- konan kæmi með morgunmjólkina eins og hún var vön. Hann var ekki kominn í góða skapið -sitt og datt ekki í hug að mala — enn sem komið var. Þá slangraði j bróðir kapteinsins, yngsti sonurinn í húsinu, inn um i hliðið, ósofinn og þjettfullur eptir vökunótt einhvers- staðar úti í bænum, þreif í hnakkadrambið á Kisa og þeytti honum af hendi niður í garðinn svo hart að hann ' gat ekki brugðið fótunum fyrir, og meiddi sig á annari . síðunni. Kisi stóð upp svo fljótlega sem hann gat og stökk út að grindunum, — en þegar hann sá að hann var ekki eltur sneri hann sjer við og horfði á óvin sinn. Hann var að reyna að koma lyklinum í götudyraskrána j og sneri bakinu að Kisa, — en Kisi þekkti hann vel og gleymdi honum ekki. Þeim blágráa leið illa eptir þetta; hann varð skap- illur og vildi ekki láta strjúka sig, — en innst inni í kattarsálinni þróaðist hefndargirndin, festi þar dýpri og dýpri rætur, þangað til allt hans innra líf snerist um það eitt, að launa þessa einu mótgjörð sem hann hafði orðið fyrir um dagana. Og svo hefndi hann sín einn dag. Það var í sterkustu hitatíðinni. Menn lásu daglega í blöðunum, að sjúklingar væru lagðir inn á spítalana bitnir af hundum og völskum —• og þó Kisi læsi ekki blöðin fann hann á sjer að nú var tíminn kominn. Undarlegur hiti læsti sig í gegn um tuugar hans og æðar þessa dagana. Hann hafði enga matarlyst, var meira að segja hættur að lepja mjólkina sína—en bara urraði ef einhver kom nálægt honum. — Svo kom sonur hússins heim eitt kvöld, slompfullur eins og hann var vanur, og þegar hann steig á tröppuna, einmitt þá sömu sem Kisi sat á morguninn góða, þá læsti kötturinn tönn- unum aptan í fótinn á honum gegn um brækur og sokk, inn í hásinina. Þetta kvöld var pilturinn í betra skapi, og hann bara liló að Kisa og ætlaði að fara að strjúka hann. En sá blágrái var kominn úr skotfæri — og stóð hvæs- andi og blásandi með gneistrandi augu og hárin úfin eins og galtarstrý lengst úti í garði. -— Svo versnuðu Kisa verkirnir dag frá degi og hann engdist sundur og saman af kvölum þar sem hann lá fyrir utan húsið. Það bráði bara af honum rjett sem snöggvast einum tveimur dögum seinna, þegar hann sá þann sem hann hafði bitið, hrökkva saman í glugganum, bara af því að heyra hann mjálma; — hann fann að hann hafði hefnt sín. En sama kvöldið komu tveir menn inn um hliðið — annar var húslæknirinn, en hinn hár, þrekinn maður með gyllta hnappa á frakkanum. Kisi leit við, og sá með gylltu hnappana lypti svartri, langri járnpípu fram undan sjer og miðaði á köttinn. Og svo gleymdi Kisi sjer og mundi aldrei eptir sjer frá þeirri stund. Grafo-fóninn. Jeg hef einum tvisvar—þrisvar verið svo heppinn að hitta á grafo-fóns-konsert heima hjá Sigfúsi Ey- inundarsyni, — ekki í Good-Templarahúsinu heldur þar

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.