Dagskrá - 22.06.1897, Blaðsíða 3
387
sem vjelin á heima, og þar sem einstöku góðkunningj-
ar eigandans fá að heyra til hans fyrir ekki neitt. —
Jeg veit ekki hvað það er sem dregur mig svo að
þessu verkfæri — jeg hef heyrt það svo opt áður, og
meira að segja fengið að sjá um leið myndir söngvar-
anna, eins og þeir hreifa sig dansandi eða syngjandi á
sviðinu. — En það hefur verið annarsstaðar, þar sem
ekki þarf annað en ganga yfir götuna til þess að heyra
»list« í söng og spili.
— Hjer er »grafófóninn« óviðjafnanlegur kosta grip-
ur. Hann er bergmál af útlendri list — það einasta
sem til er í landinu.
Takið þið til dæmis viðlagið úr »Carmen« — Torea-
dor, Toreador; það er fljettað saman við ljómandi ljóð-
hendingar úr »Faust« með mjúku lúðraspili í undir-
röddunum. — Ellegar ef þið viljið heyra ljettúðugan
skemmtisöng, þá biðjið þið um »Blámannshláturinn«
sem »hlakkar og ólmast sem iða í hyli«.----------
En allt spilið lætur í eyrum manns með bergmálsins
hálf-kynlega hljómi. Það þarf sjerstaka æfingu til þess
að greina orðaskil í söngvunum og maður verður að
halda öllu athygli vakandi af ýtrasta megni til þess
að missa ekki af neinu í þessum kviku tónaröðum sem
þjóta fram hjá manni einsog boðskapur frá öðrum heimi.
Verkfærið er ekki dýrt, um 300 krónur og er hægt
með litlum kostnaði að fá sjer sent í það jafnóðum
bergmál af hverju lagi eða tón sem sungið er í víðri
veröld. —
Kári.
Þannig forðaðí jeg lífi mínu,
Eptir John R. Sims.
(Niðurl.).
Jeg gekk út að hurðinni og hlustaði. Allt var kyrrt
og hljótt. Það beið auðvitað þess að jeg sofnaði. Hinum
megin við stigann var annað herbergi, jeg hljóp fram-
hjá honum inn til þess að gæta að því, hvort jeg
findi þar ekki eldtengur, enda þótt jeg ætti á hættu að
vart yrði við mig, ef einhver lægi í leyni í stiganum.
Svefnherhergi þetta var jatn ljelegt og mitt. Stórt rúm
stóð á miðju gólfi,og stór olíulampi brann þar inni, og
hefur það að líkindum verið til þess, að verma herberg-
ið, en eldtangir voru þar ekki heldur sjáanlegar. Jeg
skalf af kulda og ótta og heyrði nú að niðri var kom-
in einhver hreyfing á; jeg beit á vörina og hugsaði:
»Nú er tíminn kominn«, en rjett á eptir varð allt hljótt
á ný.
Allt í einu datt mjer í hug, að verið gæti að ráð
væri til að bjarga mjer. ' Jeg tók lampann án þess að
að hika við eða hugsa mig um' og tók að skrúfa kveikj-
arpípuna af, þótt skjálfandi væri. Tvisvar hvein í skrúf-
unni, en jeg hjelt áfrám að skrúfa uns jeg hjelt á
kveiknum í annari hendinni, með ljósinu og brenn-
andi heitu glasinu á, en olíuhylkinu í hinni, sletti svo
steinolíunni úr hylkinn yfir rúmfötin, tók glasið af ljós-
inu og kastaði logandi kveiknum á þurran blett í rekkju-
voðunum, lagði hurðiua svo aptur hljóðlega og flýtti
mjer svo aptur inn í herbergi mitt. Skömmu síðar tók
jeg að heyra dálitla bresti í eldinum, og að hann fór
að læsa sig víðar um herbergið og út um gluggann sá
jeg, að birta tók í garðinum þótt níðamyrkt væri af
nótt.
Enn þá var allt kyrrt niðri í húsinu. Jeg gekk út
að hurðinni og sá, að dálitlir reykjarmekkir fóru að
smjúga út um rúðurnar á hurðinni beint á móti mjer
og að rauðum blossum sló fyrir niðri við þrepskjöldinn.
Allt í einu heyrði jeg angistaróp neðan úr stof-
unni. Þurfti jeg þá ekki að stilla mig lengur og kall-
aði því svo hátt sem jeg gat:
»Eldur! Eldur!«
Á næsta augnabliki hljóp veitingamaðurinn upp
stigann og þorpararnir, vinir hans, með honum. Hurð-
in var sprengd upp á augabragði og braust þá út um
dyrnar svo þykkur reykjarmökkur' og þvilíkt eldflóð,
að árangurslaust var að reyna að slökkva eldinn.
Jeg var þarna líkt og lamb meðal gráðugra úlfa,
og hljóp í skyndi niður stigann.
»Vatn! Vatn!« kallaði jeg. »Hversvegna kemur
enginn með vatn?«.
Allir hlupu fram og aptur í ráðaleysi, þangað til
veitingamaðurinn náði í fötu, lauk undireins upp og
hljóp út í garðinn eptir vatni. Hann kom aptur með
fötuna hálfa af vatni, en þá var stiginn þegar farinn
að brenna; varð allt húsið brátt fullt með reyk, og þeg-
ar eldurinn braust um loptsgluggana, urðum við að
leita okkur hælis úti í garðinum. Sá jeg þá að veit-
ingakonan þreif hart í öxlina á bónda sínum, starði
á mig um leið og hvíslaði einhverju að honum. Grunaði
mig að slíkt mundi ekki góðs viti fyrir mig, og spil-
aði því út síðasta »tromfinu« er jeg hafði á hendinni.
»Hjalpið þið mjer!« æpti jeg upp yfir mig »og ná-
ið í yfirfrakkann minn; jeg gef hverjum 500 dollara,
sem kemur með hann«.
Jeg hljóp að húsinu og allir hinir á hælunum á
á mjer, en veitingakonan eggjaði þá í ákafa að flýta
sjer upp stigann til að bjarga frakkanum mínum. Ótt-
aðist jeg nú að öll von væri úti, því að allt mundi
komast upp, en svo var þó ekki, því rjett á eptir kom
Jim niður aptur, svartur af reyk og hálfbrenndur, án
þess að hafa náð frakkanum.
Nú varð eg ósmeikur um mig, og varð ennþá ró-
legri er jeg sá þriflegan stórbónda af búgarði einum
þar í grenndinni, koma þeysandi inn í garðinn, og fylgdu