Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 28.06.1897, Side 2

Dagskrá - 28.06.1897, Side 2
406 Amtsfundurinn í Suðuramtinu, (Niðurl.) 16. Amtsráðið sá sjer ekki fært að leggja til að varið yrði fje úr landssjóði til tveggja smá vegagjörða efst og neðst niður í Seljadalinn af Mosfellsheiðar- veginum, svo ferðamenn gætu áð þar hestum sínum, en ákvað að senda landshöfðingja þessa beiðni Arnesinga. 17. Guðna Þorbergssyni, sæluhúsverði á Kolviðarhóli, veittar 50 kr. í þetta skipti úr jafnaðarsjóði. 18. Samþykkt að forseti hafði leyft sýslunefnd Gbr. og Kjósarsýslu 3000 kr. lántöku með 6°/o greiðslu í vexti og afborganir á 28 árum, til að gjöra veg frá Fossvogslæk til Hafnarfjarðar. 19. Amtsráðið treystir sjer ekki að mæla með, að yfirsetu- konan í Garðasókn á Álptarnesi fengi 20 kr. launa- viðbót á ári. 20. Veittar allt að 200 kr. úr jafnaðarsjóði til kaupa á »mikroskop« handa dýralæknisembættinu í Suður- og Vesturamtinu, móti i5okr. er Vesturamtið hafði veitt. 21. Guðl. sýslumaður Guðmundsson, og Þ.orlákur alþm. Guðmundsson í Fífuhvammi vara-amtráðsm. Gbr,- Og Kjósarsýslu, kjörnir til að mæta á fundi bún- aðarfjelags suðuramtsins til undirbúnings á búnað- aðarfjelagi fyrir land allt. 22. Kvennaskólanum í Reykjavík veittar 100 kr. fyrir þ. á. úr jatnaðarsjóði. Samþykktir reikningar Hvanneyrarskólans. End- urskoðuð reglugjörð hans, og valdir í skólanefndina síra Guðm. próf. Helgason í Reykholti, hjeraðslækn- ir Páll Blöndal í Stafholtsey og síra Arnór Þor- láksson á Hesti. —• Alyktað að láta byggja annað fjós við skólastofnunina sem nú hefur 28 nautgripi, og láta lengia skólahúsið, og að verja mætti til þess 2,300 kr. Framlögð skýrsla skólans j^fir síðasta skóla- ár. Höfðu 6 nemendur verið þar í fyrrasumar, 8 í vetur, 4 af þeim útskrifuðust, 8 nemendur verða næsta skólaár. — Þótt æskilegt þætti að lengja námstímann þar í 3 ár, sá amtsráðið sjer það ekki fært að svo stöddu sökum kostnaðarauka. Eignir skólans með jörðum og kirkjunni mctnar 42,970 kr. 75 aur. en að frádregnum öllum skuldum 10,636 60 aur. 23. Áætlaðar tekjur og gjöld jafnaðarsjóðs Suðuramts- ins næsta ár, »með 4,360 kr. jöfnuði«, þar af jafn- að niður á sýslufjelögin 2,930 kr. mót 3,515 kr. í fyrra. Fundi slitið 26. júní. Hringiðan. (Þýtt). (Frh.). Jeg hafði lesið margar lýsingar af iðu þessari, en engin þeirra fannst mjer rjett. Af lýsingu þeirri er Jonas Ramus hefur skrifað um hana, fær maður hvorki hug- mynd um hina hrikalegu fegurð þessarar sjónar, eða hin truflandi áhrif, er hún hefur á hugi áhorfendanna. Jeg veit ekki hvaðan rithöfundur þessi hefur sjeð strauminn, eða á hverjum tíma, en það hefur hvorki verið af tindi Helseggens eða í hvassviðri. Jeg ætla samt að tilfæra nokkra staði úr lýsingu hans, enda þótt þeir gefi litla hugmynd um sjónina sjónina sjálfa. Hann segir þannig frá: »Milli Lofoten og Moskoe er dýpið 36—40 faðmar en þegar nær dregur Vurrgh grynnist svo mjög að skipa- leið er þar óörugg og stranda þar jafnvel opt skip í góðu veðri. Með aðfallinu rennur straumur til lands með mikl- um hraða og hávaða og um fjöru er sjáfarhljóðið líkast nið straumharðs fljóts. Hljóðið berst margar mílur og iðurnar eru svo stórar, að ef skip kemur í nánd við þær, rífa þær það óðara til botns og mola það á klettunum, en skola síðan brotunum upp er vatnið kyrrist. Sjórinn er sjaldan sljettur, einungis milli flóðs og fjöru ef logn er. Þessar kyrrðarstundir eru sjaldan lengri en fjórð- ungur stundar; síðan byrjar sjáfargangurinn að nýju. Þegar strrumurinn er mestur og sjávargangur fylgir með, getur iðan rifið skip mcð sjer, jafnvel þótt það sje mílu vegar frá eynni. Þetta hefur hent mörg skip, bæði stór og smá. Það kemur einnig opt fyrir að hvalir lenda í henni og geta ekki sloppið aptur. Það er ómögulegt að lýsa öskrum þeirra og óhljóðum, er þeir reyna að losa sig úr þessum dauðans kverkum. Björn einn, er ætlaði að synda til Moskoe, lenti í straumnum og sökk, og öskraði um leið svo háit að það heyrðist langt upp í land. Straumurinn rífur með sjer stór greni- og furu- trje, og þegar þau koma upp aptur, eru þau öll rifin og táin. Af þessu má ráða að á botninum sje eggjagrjót, sem iðan dragi þau eptir. — Sunnudagsmorgun einn 1645 var svo ægilegur atgangur straumsins, að jafnvel þaksteinar fjellu af húsunum á ströndinni«. Hvað dýptinni viðvíkur, þá gat jeg ekki skilið hvernig hann hefði mælt hana í nánd við iðuna. Fjöru- tíu faðma dýpið, sem hann talar um, hlýtur að hafa verið í straumnum þjett við Lofoten-ströndina. Dýpið í iðunni hlýtur að vera nær ómælanlegt; að minnsta kosti virðist manni svo, er maður horfir ofan í hana ofan af Helseggen. Þegar jeg horfði þaðan ofan í strauminn, gat jeg ekki stillt mig um að brosa að því, hve sögurnar sem Jonas Ramus segir um hvalina, eru barnslegar; eins

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.