Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 28.06.1897, Síða 4

Dagskrá - 28.06.1897, Síða 4
408 Hin yfirgirpsmesta skilningsgáfa mannsinns á heima fremst og neðst í stórheilanum, milli augnabrúnanna rjett uppi yfir nefinu. — Eptir því sem ennið gengur þar lengra fram, eptir því er maðurinn skýrari og fljót- ari að skilja allt sem fyrir hann ber og gjöra ályktanir af því og hagnýta sjer það í lífinu. — Það er hin al- menna þekkingargáfa. Allt í kring liggja svo aðsetur hinna sjerstöku gáfna, Söng-gáfan, litagáfan, o. s. frv., sem yrði hjer of langt upp að telja. — Eru bækur til er kenna þá list full- komlega að þekkja manninn af höfuðbeinalaginu, og verður að vísa þeim er slíkt vilja leggja fyrir sig til hinna nýjustu bóka um þetta efni, — Auk þessarar aðferðar má telja margar aðrar er fylgja má til þess að þekkja aðra menn þar á meðal fyrst og fremst hina algengustu aðferð, að taka eptir framkomu manna í daglegu lífi og yfirleitt athuga allt sem lýtur að ákvörðun á upplagi þeirra og lyndisgerð svo sem ætt þeirra, uppeldi, lífskjör o. s. frv. En það er alþekktur málsháttur og hann sannur að það er einkum af því »smáa« sem rjett þekking fæst af ein- kennum manna — og þeir sem skýrir eru að bera sam- an og draga ályktanir af því sem fyrir þá ber munu á þennan hátt fljótt geta gjört sjer hugmynd um skap og gáfnafar annara, fullt svo vel og fljótt ef til vill eins og vísindamenn þeir er leggja fyrir sig að ransaka hlut- fallið milli þessa og höfuðbeinalagsins. — Á þingrnálafundi R.víkur 26. þ. m. var í stjórn- arskrármálinu samþ. að skora á alþing að hafna ekki væntanl. tilboðum »um verulegar umbætur í stjórnarskip- un landsins«. Örlítill meiri hluti með því að hafa holdsveikis- spítalann við Reykjavík. Lítið þjóðveldi. Minnsta þjóðveldi í heiminum er Tavolara, eyja, sem er 71/2 milu frá Sardínarey. Hún er 11/4 mílu á lengd og hetur 50 íbúa. Karl Albert Sardínukonungur, afi Umbertos Ítalíukonungs, gaf eyna höfðingja ættarinnar sem hjet Páll Bartóleo og gjörði hann að einvalda yfir henni 1836, og ríkti hann í ró 46 ár yfir þessu litla ríki og nefndist Páll konung ur 1. Rjett fyrir dauða sinn ákvað hann, að enginn erfingja sinna skyldi komast til valda eptir sinn dag, heldur skyldi þar verða þjóðstjórn því hann áleit, að þjóðin væri nægilega þroskuð til þess. Svo var gjört, sem hann hafði ákveðið, og eptir að þjóðstjórn hafði verið reynd þar í 4 ár var því lýst yfir, að eyjan væri þjóðveldi. Forsetinn er valinn til sex ára. Enginn op- inber embættismaður fær laun og konur hafa jafnt at- kvæðisrjett og karlar. 1887 lýsti ítalastjórn því yfir, að ejjan væri óháð, ogolli það eyjarskeggjum gleði mikillar. Ný myndabók handa börnum fæst hjá bókbindara Sigurði Jónssyni og kostar 50 aupa. Ljósmóðir Þórunn A. Björnsdóttir þýr í Tjarnargötu nr. 6, austurenda hússins. Ný verslun. Undirskrifaður leyfir sjer hjer með að tilkynna heiðruðum almenningi, að jeg hef opnað nýja verslun í Hafnarstræti nr. 8, og hef jeg þar á þoðstólum alls konar manúfaktúrvörur, vandaðar og ódýr- ar eptir gæðum, þarámeðal ýmislegt, sem ekki mun vera títt hjer áður. Jeg vona að allir muni sjá hag sinn í því að kynna sjer varning minn, og vil jeg gera mjer ýtrasta far um að geðjast skipta- vinum mínum. Virðingarfyllst Holger Clausen & Co. Ágæt T Ó L G fæst í verslun SveinsJ. Einarssonar. Steingrímur Johnsen (GLASCOW) hefur ætíð nægar birgðir af vínum og vindlum frá Kjær & Sommerfeldt Kaupmannahöfn, svosem: Cognac 1.75—4.35, Sherry 1.85—2.70, Oporto 1.90—3-7°i Kampavín, rauðvín, hvít vín, desertvín o. fl, með ýmsu verði og af ýmsum tegundum. Margar tegundir af vindlum frá 5.50 til 14 kr. pr. 100. Fastir prísar. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrir.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.