Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 4
32 Flugdrekar. Flugdrekarnir hafa á síðari tímum verið notaðir við björgun í sjávarháska og gefist vel. Þeir eru ým- ist látnir flytja kaðla út á skip, sem strandað hafa eða, á land úr þeim. Áður voru þeir einungis hafðir sem leikfang, ]. Woodbridge Davis, sem einna fyrst notaði drekana við bjórgun, hefur einnig heppnast að nota þá í stað hesta fyrir ljetta vagna og enn fremur í staðinn fyrir segl á bát. Það var árið 1894, sem honum tókst það. síðan hafa drekarnir verið bættir og fullkomnaðir á margan hátt. Englendingur einn beitti mörgum, stórum drekum, fyrir loptvagn og var sjálfur í honum. Ameríkumaður nokkur, Eddy að nafni hefur búið til flugdreka með al- veg nýju lagi og notaði hann til þess að taka ljós- myndir af ýmsum stöðum, ofan frá. Mesta þýðingu lít- ur út fyrir að drekarnir muni hafa framvegis við at- hugun loptsins; og getur það orðið mikils virði. Þetta hefur verið reynt við Blue Hill í Bandaríkjunum og heppnast vel. Loptstraumarnir niður við yfirborð jarð- arinnar eru notkun drekanna mjög til hindrunar. Þeir valda því að drekarnir eru mjög óstöðugir á uppför sínni hin fyrstu IOO fetin. Maður nokkur að nafni Wise fann það út að dreki sá, er hann bjó til var svo óstóðugur í loptinu að maður, sem hefði fylgst með honum mundi hafa dáið af hristingnum, og er það mjög trúlegt. Sjó- veiki t. d. er ekki af öðru en hristingi. Hann var samt ekki ráðalaus, heldur ljet hann drekann fyrst fara í lopt upp þangað til hann varð stóðugri, þá ijet hann draga sig upp á stóli eptir kaðli, sem festur var við drekann og svo hjelt hann áfram hærra og hærra þar til hann kom 50 fet upp í loptið. Hann hefði getað farið langt um hærra, en sökum þess að hann hafði enga fallhlíf og þorði ekki að treysta drekanum fullkomlega, dirfðist hann ekki að halda áfram. Eddy heldur því fram að rafmagn það, sem safh- ast utan um drekann í loptinu, megi nota við allar hreyf- ingar, bæði til þess að hækka drekann og eins þegar teknar eru myndir; og enn fremur hyggst hann að nota strenginn, sem optast er stálþráður, fyrir rafmagns- leiðara, til þess að kveikja ogslökkva rafmagnsljós uppi undir drekanum; þannig hyggst hann munu geta notað strenginn sem málþráð. Við Blue Hill eru drekarnir látn- ir stíga í Iopt upp með hitamæla, rakamæla o. s. frv. 8. október í fyrra komst dreki einn 9375 fet yfir sjáv- arflöt. Það sjest glöggt á rakamælinum, þegar drekarnir koma inn í ský, og eins þegar þeir komast út úr þeim. [Að mestu eptir Kringsjá]. Frá alþingi. I gær og í dag hefur verið skipað mönnum þann- ig í eptirfylgjandi nefndir: Fjárkláðamálsnefnd: Guðlaugur Guðmundsson, Sighvatur Árnason, Benedikt Sveinsson, Jón Jónsson í Múla. Samgöngumálanef nd: Skúli Thoroddsen, Klemens Jónsson, Jens Pálsson, Val- týr Guðmundsson, Björn Sigfússon. Landbúnaðarnefnd: Guðjón Guðlaugsson, Einar Jónsson, Ólafur Briem, Guð- laugur Guðmundsson, Jón Jónsson í Múla. Sjáfarútvegsmálið ekki rætt í neðri deild í dag. I^Sú áður auglýsta útsala »hins ísl. kvennfjelags« er nú opnuð í Aðalstræti nr. 7, í sölubúð herra kaup- manns Brynjólfs Bjarnason. Útsölunefndin. Hangikjöt °g fæst í verslun nýtt nautakjöt Jóns Magnússonar, ig. Laugaveg. 19. Sagan af Valdimar munk — úr „Sögusafni Heimskringlu" — óskast til kaups eða láns.* Fundist hefur gullprjónn á götum bæj- arins*. Hr, L. Lövenskjöld Fellum— Fellumpp. Sklen, lætur kaupmönnum og kauptjelögum í tjc allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv. — Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnarson. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.