Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 1
Verð árgangs fyrír eldri kaup endur innanlands. 4 krónur. Kemur ut hvem virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. II, 10. Reykjavík, mánudaginn 1 2. júlí. 1897. Ráðgjafa-ábyrgðin eptir Valtýs-frumvarpinu. Það hlýtur að vera þýðingarmikið atriði, í augum hvers þess, er vill gjöra sjer rjetta grein fyrir frv. dr. Valtýs, að sannfærast um það, hvers eðlis er ábyrgð sú, er hann þykist með því stofna á hendur hinum fyrirhugaða, nýja ráðgjafa. Dagskrá varð fyrst allra til þess að skýra satt frá því, hvers virði ábyrgð þessi mundi reynast, en í þeirri grein var þetta að eins tekið iauslega fram meðal ann- ars þess, er sýnir af hverjum rótum frv. þetta muni runnið. Hjer skal það rökstutt rækilegar, því Dagskrá vill láta þetta standa fast og óhrekjanlegt fyrir augum allra landsmanna, svo að enginn, sem um þetta mál fjallar, geti skotið sjer undir það að hann haji haldið að ábyrgð fengist á hendur Islandsráðgjafa ef tillaga Valtýs yrði að iögum. Þess skal fyrst getið að þótt íslendingar haldi því fram — með rjettu — að grundvallarlög Dana gildi eigi fyrir ísland, þá leiðir ekki af því að þessum sömu grundvallarlögum skuli eigi fylgt þá er rœða er unt ntál- efni Islands í ríkisráðinu. — Ef íslendingar, eða rjettara sagt alþingi þeirra, gjöra ráð fyrir því á annað borð, að hin svokölluðu sjermál vor skuli borin upp í danska stjórnarráðinu, hlýtur að sjálfsögðu einnig að vera gjört ráð fyrir hinu um leið: að sjermálin verði rædd þar, borin undir atkvæði og ályktuð samkvæmt reglum þeim, er Danir hafa ákveðið þar um. Ríkisráðið er aldönsk rjettarstofnun. íslenska lög- gjafarvaldið getur ekki breytt einni kommu í þeirri skip- un, er þessu ráði, hefur verið gefin með grundvallarlög- unum dönsku og síðari praxis Danastjórnar. Hversu opt sem konungur kynni að skrifa undir lög frá alþingi Islendinga, er færu fram á nokkra minnstu breyting á nokkru því, er lýtur að rjettarstöðu ríkisráðsins, stæði hún að öllu leyti óhögguð eptir sem áður. Þannig gæti íslensk stjórnarskrárbreyting til dæmis ekki ákveðið að íslandsráðgjafi einn skyldi leggja til um sjermálin í ríkis- ráðinu; — hversu rík og skýlaus ákvæði sem konungur og alþingi kynnu að hafa gefið út í stjórnarskrárformi um þetta atriði væru þau algerlega dauð og marklaus — gagnvart rfkisráðinu — jafnt eins og þótt einhver önnur alóviðkomandi þjóð hefði farið að ákveða um innan- ríkismálefni Dana. — Meira að segja þó hið einfalda lög- gjafarvald Dana vildi samþykkja þetta með alþingi, yrði staða ríkisráðsins hin sama. Til þess að hagga henni eða víkja við í nokkru þarf grundvallarlaga-breyting í Danmórku. Þetta þurfa menn að skilja og hafa hugfast til þess að geta metið rjett ábyrgðarákvæðið í hinu svokallaða stjórnskipunarlagafrv. Valtýs. — Því það er auðsætt að reglur um ábyrgð ráðgjafa fyrir stjórnarathafnir, er hann framkvæmir í ríkisráðinu — snerta rjettarstóðu þess. Þetta gildir jafnt um þær reglur, er segja hvað skuli varða rfkisráðgjafann ábyrgð (hin eiginlegu ábyrgðar- ákvæði) og þær reglur, er segja hvernig ábyrgðinni skuli koma fram (rjettarfarsákvæðin). — í báðum tilfellum miða reglurnar að því að breyta stöðu hins einstaka ráðgjafa í ríkisráðinu og þar með einnig hinum gildandi ákvæð- um um þessa rjettarstofnun í heild sinni. Þegar litið er á meginákvæði grundvallarlaganna um alla rjettarstöðu danska ríkisráðsins, sjest það berlega að reglurnar um ákœrurjettinn gegn ráðgjöfunum og fyrir- mælin um það hvert varnatþing ráðgjafarnir skuli hafa í hinum politisku ábyrgðarmálum, eru mjög þýðingarmik- ill hluti þess ákvæðabálks, er snertir ráðið og hina ein- stöku meðlimi þess. — Það er auðsýnilegt hverjum manni, að þau brot ráðgjafanna, er kynnu að koma fyrir, eru þess eðlis að grundvallarlöggjöfin vill takrnarka ákærurjettinn til sjerstakra kæruaðila, sem samkvæmt hlutarins eðli og almennum stjórnarskipulegum hugmynd- um halda fast fram hinum tveim gagnstæðu aðalstefnum: íhaldinu (konungur) og framsókninni (þjóðþingið). Enn- fremur er það og samkvæmt allri rjettsýni og í góðu samræmi við eðli þeirra yfirsjóna, sem um getur verið að ræða, að láta sjerstakan þolitiskan dómstól dæma um þau mál, sem þannig eru kærð. Er því í hinum almennu evrópisku stjórnarskipunarlögum jafnan ákveðið að rjettur, sldpaður þingmönnum (íhaldsdeildarinnar) og lögfræðing- um hins æðsta dóms, skuli fjalla um ábyrgðarmál gegn ráðgjöfunum fyrir stjórnarrekstur þeirra. Lítum nú á hvað frv. dr. Valtýs fer fram á. — Það vill í orði kveðnu láta alþingi íslendinga (ekki neðri deild aldingis!) hafa rjett til þess að kæra ráðgjafa þann, er hafi Islandsmál á höndum í ríkisráðinu fyrir embætt- isfærsíu hans. Þetta er breyting á ákvæðum grv.laganna

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.