Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 3
39 að tilgöngur eru ávallt í hitum á vorin og fram eptir sumrinu, en margir munu þeir vera, sem ekki vita af hvaða ástæðu það er. Landið hitnar meira af sölarhitanum en sjórinn, og þar af leiðandi verður loptið heitara uppi yfir því (landinu;) en eptir því, sem loptið hitnar, þenst það út og verður ljettara, það leitar sjer því rúms bæði upp og. út á við; streymir það þannig út yfir loptlög þau er næst liggja hafinu; kalda loptið er þyngra og held- ur sig neðar, en kalda og heita loptið sækja eptir að blandast saman. Streymir því kalda loptið frá hafi til lands; það verður ætíð síðari hluta dags, venjulega frá kl. 4—7. Á kveldin kólnar landið fyr en sjórinn og jafnframt loptið uppi yfir því; hefur það alveg hinar sömu afleiðingar og áður er sagt, loptið uppi yfir haf- inu, sem er heitara, streymir upp og út, og loptið uppi yfir landinu, sem orðið er kaldara streymir á haf út af sömu ástæðu og áður er sagt. Þetta verður ávalt síðari hluta nætur og á morgnana. Sjómenn geta því næst- um verið þess vissir að í hitatíð eru ávallt tilgöngur. Þetta væri svo mikilsvert fyrir þá, ef þeir kynnu eður vildu hagnýta sjer það. Jeg hef stundum verið gramur við formenn mína, þegar tilgöngur hafa verið á vorin, og róið á hverjnm degi. í stað þess að hafa leiði báð- ar leiðir og geta þannig sofið til skiptis og verið óþreyttir, ef farið væri að eins og skynsömum mönnum sæmir, höfum við orðið að berja og róa okkur dauðuppgefna úr landi og í land. Það er ekki ofgóð staða að vera sjómaður þótt ekki sje gjört allt til þess, að það verði enn þá verra en það þarf að vera. Að síðustu vil jeg minnast á það, hve óvarlega sjómenn fara með líf sitt; er það einkum á siglingu. Þá fara þeir opt svo ógætilega, að slíkt væri tæpast ætlandi ó- reyndum og gapalegum unglingum hvað þá æfðum sjó- mönnum. »Það er best að vita nú hvað bátkollan þol- ir«, segja þeir, og sigla þá svo mikið að engu má muna ef vel á að fara; enda drukkna tiltölulega mjög margir af opnum bátum og nálega allir á siglingu. Sá, sem tekst það á hendur að stjórna skipi, hann verður að gæta þess, hve mikil ábyrgð hvílir á honum, hann hefur í hendi sjer líf og heilsu háseta sinna og hann er skyldur til að forða þeim frá öllum óþörfum hættum. Það sjest opt í blöðunum, að þessi og þessi hafi »siglt sig um koll« og það þykir ekkert athugavert, því er slengt upp á guð og náttúruna eins og mörgu öðru, en jeg er sannfærður um að það er opt sjálfum mönnum að kenna; þeir leika sjer með líf sitt og ann- ara, rjett eins og það væri einhverjir smámunir. Það er fagurt og nauðsynlegt fyrir sjómennina að vera hug- rakkir og ótrauðir, en þeir eiga hvorki að leggja sig í hættu nje erfiði að óþörfu. Seltirningur. Myndin, [í’ýtt]. . (Niðr.) Jeg hef áður sagt frá því að þetta var mynd af ungri stúlku. Það var höfuðið og hálsinn, og var það mjög líkt myndum Sullys. Það mótaði dauft fyrir handleggjunum og brjóstinu og myndin flaut í yndislegum hárbylgjum. Hún var í fögrum ramma, skreyttum og gylltum með máriskulagi, það var ómögulegt að hugsa sjer fegurra listaverk en þessa mynd. Jeg held það hafi samt hvorki verið snilldin á verkinu njc andlitsfegurðin, sem var framúrskarandi, er olli þeim áhrifum, sem myndin hafði á mig. Naumast gat það heldur verið að jeg hefði ímyndað mjer að þetta væri lifandi vera. Hefði það verið, þá hlaut jeg að komast að rjettri niðurstöðu þegar jeg skoðaði hvern einstakan part af myndinni og sá rammann. Jeg húkti lcngi frammi fyrir myndinni og horfði stöðugt á hana. Þegar jeg loksins hafði gruflað það upp, hvað það var, sem hafði hrifið mig svona, settist jeg aptur á rúmið. Jeg hafði komist að þeirri niðurstöðu að áhrif myndarinnar á mig voru af því að höfuðið var svo líkt lifandi veru; hafði mjer því orðið bilt við í fyrstu og orðið hálf ruglaður af öllu saman’ Jeg var gagntekinn af djúpri og helgri lotningu, tók ljósastjakann og ljet hann aptur þar sem hann áður hafði verið. Þegar jeg þannig hatði komið í veg fyrir að jeg gæti horft á myndina lengur tók jeg aptur bókina og fór að lesa. Jeg fletti jafn- skjótt upp í bókinni þar sem sagt var frá þessari mynd og las þar sögu þá, er hjer fer á eptir: »Hún var yndislega fögur og elskuleg stúlka; en bölvuð veri sú stund, þegar ástarörfar Amors hittu hjarta hennar. Hún giptist málara nokkrum, sem var niðursokkinn í starf sitt og gaf ekki gaum að neinu öðru. Hún var ung og fjörug, ljek sjer við allt, og sá ekki nema bjartari hliðina á neinu. Þar sem hún var, þar var ætíð gleði, sól og sumar í sálum mantia; hún átti enga óvini nema pensilinn og önnur málaraáhöld, þau voru hennar einu óvinir, þau gjörðu mann hennar þurran og leiðinlegan í viðmóti. Það var því sannnefnd sorgarstund fyrir hana þegar maður hennar kvaðst vilja mála hana. Hana hryllti við að hugsa til þess. En hún var auðsveip og hlýðin og játti því án nokkurra athugasemda. Hún sat fyrir dag eptir dag, viku eptir viku í dimmu herbergi hátt uppi í turni. Smám sam- an þokaði málverkinu áleiðis. Hann var svo niðursokk- inn 1' starf sitt, að hann veitti því enga eptirtekt, hversu ill áhrif þetta hafði á konu lians. Hún sem var gleðin sjálf, hvernig átti hún að geta gjört sjer gott af því að sitja þannig tímum saman hreyfingarlaus eins og dauður drumbur? Hugur hennar drógst smám saman frá manni hennar, hún fjekk loksins hálfgjörða andstyggð á hon- um. Það var hann sem bakaði henni þessi voðalegu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.