Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 2
3« um það hver skuli hafa rjett til þess að kœra ráðgjaf- ann. Svo kemur frv. Valtýs enn fram með það að hæstirjettur (ekki ríkisrjettur) skuli dæma þessi mál. Hvorttveggja miðar sýnilega að því að gjöra breyting á grundvallarlögum Dana, sem eins og áður er sagt, ekki liggja undir atkvæði neinnar þjóðar í heiminum nema Dana sjálfra. Eins og allir sjá, sem annars bera nokkurt minnsta skyn á þetta mál, er ákvæði Valtýs um hina fyrirhug- uðu ábyrgð ráðgjafans þannig lagað, að það annaðhvort hlýtur að vera samið af algerðri vanþekking á því, hver lög ráða rjettarstöðu hins danska ríkisráðs, eða þá af því að hlutaðeigandi vill blekkja menn á ákvæðinu. — Og þegar litið er á öll atvik, er að þessu liggja, hikam vjer ekki við að fullyrða, að ákvæðið er samið í hinu dansk-íslenska stjórnarráði, er menn kalla ráðaneyti ís- lands, í því skyni að hafa dr. Valtý og þar með einnig alþingi íslendinga að þolitisku ginningarfífli, og mun Valtýr hafa verið fenginn til þess að telja mönnum trú um að hann hefði samið þessi endemisákvæði um stjórnar- bótina á Islandi, til þess að ekki bæri á því að þetta kæmi frá rauðu byggingunni. Þetta álit Dagskrár, sem vjer höfum undirstrykað til þess að almenningur á Islandi þurfi ekki að efast um hvað hjer er á seyði, er byggt á því. að þeir sem dr. Valtýr hefur ráðfært sig við um þetta mál hafi verið með fullu viti, og hafi haft nægilega þekkingu á vald- I sviði hins danska og íslenska löggjafarvalds hvors um sig til þess að vita, að alþingi íslendinga getur ekki breytt rjettarstöðu nokkurs ráðgjafa í ríkisráðinu da?iska — hvað sem líður þekkingu og sálarástandi dr. Valtýs. Og þessi orð eru einnig undirstrykuð vegna þess, að það mun þykja furðu hart, meðal þeirra íslendinga er kynna sjer þetta mál yfirleitt, að nokkur fulltrúi skuli geta orðið til þess að bera þessa refaköku á borð fyrir löggjafarþing landsins. Til þess að þeir, sem þetta lesa, haldi ekki að þetta hafi verið sett af vangá, ætti líklega að vera nóg að benda á ákvæði hinnar núverandi stjórnarskrár um »lands- höfðingjaábyrgðina« — sem eins og öllum er kunnugt er þannig sett fram, að hún verður í reyndinni — o. Einnig eru önnur ákvæði í stjórnarskránni, er ljóslega benda á að stjórnin hefur þar á sínum tíma haft það hugfast, að veita lslendingum zyfirkyns-constitution« í sjermálunum, og má því enginn láta sig furða á því, þótt hún — fyrir munn dr. Valtýs — nú reyni að mat- búa samkyns hátíðarjett fyrir hið »trúa og holla« alþingi, eins og því hefur áður smakkast svo vel, að minnsta kosti fyrstu ár löggjafartímabilsins. Skoðun Dagskrár á ráðgjafa-ábyrgðinni eptir Val- týs frumvarpinu er opinberlega staðfest á alþingi af landshöfðingjanum þar sem hann í þingræðu f neðri deild alþingis hefur lýst því yfir, að þjóðþmg Dana mundi samkvœmt frv. Valtýs hafa rjett til þess að á- kcera hinn svokallaða íslandsráðgjafa fyrir gjörðir hans í ríkisráðinu er snerta sjermál íslands. — Nefndi hann um leið það tilfelli, að alþingi íslendinga höfðaði inál (samkv. Valtýs frv.) gegn þessum sama ráðgjafa fyrir sömu gjörð—auðsjáanlega til skýringar fyrir þá, sem kynnu að vera í vafa um hvers eðlis ábyrgðarákvæði þetta í raun rjettri er. — Fengjum vjer þá að sjá það einsdæmi, að sami maður gæti orðið dæmdur um sama kæruefni fyrir tveim dómstólum í einu. Væri hann t. d. sýknaður fyrir ríkisrjetti, — en dómfelldur fyrir hæsta- rjetti; hvað svo?— Hvorum dóminum ætti að hlýða? Þetta allt er nóg, til þess að sýna hve ómóguleg er ábyrgðarskrítlan hans Valtýs, sem hann sýnilega hefur verið fenginn til þess að bera á borð fyrir al- þingi. — En hvers væntir alþýða manna á íslandi um undirtektir fulltrúa sinna undir þessa refaköku? Dagskrá undirstrykar það enn, að ábyrgðarákvæð- in í frv. Valtýs eru hinnar sömu merkingar eins og þótt þar hefði staðið: Alþingi skal ekki geta komið fram neinni ábyrgð á hendur ráðgjafanum ýyrir aðgjórðir hans í rikisráðinu. Væntir þjóðin ekki þess, að alþingi fleygi slíku frv. frá sjer án frekari meðferðar? Sjómennskan syðra. »Það er íllt að vera sjómaður« segja margir og það er satt að nokkru leyti. Þeir verða opt að þola hrakn- inga og vökur og ýms óþægindi, en það er inikið sjálf- um þeim að kenna. Það er ótrúlegt, hve skeytingar- lausir margir sjómenn eru með líf sitt og heilsu, hversu opt þeir stofna sjer í bersýnilegan háska alveg að ó- þörfu. Það er algengt á vorin að þeir sjeu á sjónum 12— 16 tíma og bragði engan mat allan þann tíma. Það má nærri geta, hve ill áhrif það hlýtur að hafa á heilsuna. Það er hollast og eðlilegast að borða ætíð á vissum tímum og það gætu sjómenn einnig gjört að mestu leyti. En í stað þess svelta þeir opt tvo þriðju parta af sól- arhringnum, og rífa svo í sig læðuna eins og gráðugir vargar. Enn fremur baka þeir sjer opt miklar vökur og erfiði að óþörfu; t. d. hjer á Seltjarnarnesi hefur það verið siður á vorin að undanförnu að róa á kvöldin og liggja úti alla nóttina. Við það er tvennt að athuga. Fyrst og fremst er það langtum óeðlilegra og óhollara að vinna á nóttunni og sofa á daginn, og í öðru lagi hafa þeir marga erfiðisstund fyrir það að óþörfu. Þeg- ar hitar eru á vorin stendur optast vindur af hafi á kvöldin, en af landi á morgnana; eru það nefndar »tilgöng- ur«, er því sigling báðar leiðir ef róið er aö morgni dags, eins og allir ættu að gjöra, en barningur báðar leiðir ef róið er á kveldin. Er það því algengt að menn eru 4—5 tíma hvora leið, í stað þess að þeir þyrftu ekki að vera nema 2—3. Flestir og jafnvel allir sjómenn hafa tekið eptir því

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.