Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 12.07.1897, Blaðsíða 4
40 leiðindi, en þó var hún alltaf blíð og kurteis við hann. | Hann var frægur málari og hún vissi það, að hann var ! óútmálanlega sæll þegar hann var að mála hana, sem hann elskaði eins heitt og hann gat elskað nokkra lif- andi veru. Hún vissi það að hann sparaði ekkert til þes^ að láta mynd þessa verða svo vel úr garði gjörða, sem honum frekast var unnt, og þeir sem sáu myndina, dáð- ust að því hve lík hún væri frummyndinni; þótti þeim það bæði bera vott um það, hve málarinn væri frægur og sömuleiðis um það live innilega hann elskaði konu sína. En þegar myndin var nálega fullgjör, var engum framar hleypt upp í turninn. Málarinn leit aldrei af myndinni; hann var svo gagntekinn af fegurð hennar. ; Það var alveg eins og hann hefði tekið roðann úr kinn- ! um konu sinnar, og fært hann yfir á myndina. Svona j hjelt hann áfram langan tíma, en konu hans hnignaði j dag frá degi; hún þoldi þetta ekki. Nú átti hann ekki j annað eptir en að laga nokkra drætti í kringum munn- j inn og þá var hún svo aðframkomin að líf hennar var orðið eins og ljós, sem blaktir á skari. Þegar myndin var fullgjör, horfði málarinn á hana frá sjer numinn stundarkorn. En eptir örfá augnablik fór um hann hryllingur, hann hopaði á hæli náfölur og hrópaði upp yfir sig: »Hún er virkilega lifandi!« og hann sneri sjer við skyndilega og leit á hina elskulegu konu sína, en •— hún var örend!« tíunda hefti er nýkomið með þessu innihaldi: Vísindin nota ,drekana‘ í þjónustu sína. Eptir »Century«. Staðleysin í reyndinni. Eptir W. E. Smythe. Sókrates-Öxnafurðu. Hvað er náttúrugreindin. Eptir A. R. Vallace. Jesúítar. Eptir »Century«. Opíum. (»Prometheus«). Framför Bandaríkjanna síðustu hálfa Öld. Eptir Mulhall. Það einasta. Eptir Browning. Láttu náttúruna hlýða þjer — og loptið með. Eptir Trabert. Sunnudagur. Eptir Minna Canth. Heimiiisfjeiagið. Eptir Collin. Rafrnagn og járnbrautir. Eptir Charles H. Davis. Odýrar skemmíibækur og Skólabækur eru til sölu hjá Einari Gunnarssyni. 1. Tjarnargötu 1. Sú áður auglýsta ÚTSALA „hins ísienska kvennfjelags“ er nú opnuð í Aðalstræti nr. 7, í sölubúð herra kaupmanns Brynjólfs Bjarnason. Útsölunefndin. Besta útlent tímarit er Islendingar eiga kost á að fá ódýrt til kaups er KRÍNGSJÁ, gefin út af Olaf Morli, Kristjania. Tímaritið kemur út 2svar í mánuði, 8o blaðsíður hvert hefti. Kostar, hvern ársfjórðung, 2 kr. sent til íslands. Tímaritið inniheldur glögga útdrætti úr ritgjörðum j um alls konar vísindi og listir eptir bestu tímaritum úti um heim. Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellum pr. ©kien, lætur kaupmönnum og kaupijelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv. —- Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnarson. Tvö eöa þrjú iierbergi, í miðjumbæn- um, ásamt eldhúsi og dálitlu geymsluplássi, óskast til leigu fyrir I. október. Ritstj. vísar á. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.