Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 1
Kcmur út hvem virkan dag. Vcrð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. crlendis 2,50. DAGSKRÁ. Vcrð árgangs fyrir eldri k*t«f> endur innanlands. 4 krónur. II, 13. Reykjavík, fimmtudaginn 15 júlí. 1897. Þingseta ráðgjafans. (Niðurl.) Það er engin ofætlun fyrir neinn, sem annars ber i minnsta skyn á þetta mál, að skilja að hinum tyrirhug- | aða Valtýs-ráðgjafa er það með öllu hættulaust að leggja á móti endurbótum á stjórnarfari íslands í ríkisráðinu, en að hann þar á móti á allt á hættu ef hann leggur j hið gagnstæða til. — Og hjer, sem annarsstaðar, mundi það reynast svo, að hinn ábyrgðarlausi stjórnandi gæti .unnið jafnmikið tjón löggjafarsamkomunni í landinu eins og ábyrgðarhafandi stjórnari gæti unnið þar mikið gagn. Menn hafa ekki reynt það hjer enn að hafa mann þar með öll hin æstu völd, er hjeldi taum Danmerkur í öllum politiskum málum, þar sem sú stefna gæti kom- ist að. Sb'kt er allt annað og verra viðureignar heldur en íhaldssemi landshöfðingja, sem aldrei getur sagt með fullri vissu: Þessu verður neitað, og sem er ábyrgðar- laus einnig gegn Dönum, og getur því haldið stöðu sinni þótt hann leggi gott til íslandsmála. Grundvallarskilyrðið er leysing málanna frá ríkisráð- inu eins og svo þrásækilega hefur verið tekið fram af svo fjölmörgum bestu og helstu mönnum landsins er um þetta mál hafa fjallað; án þess er engin ráðgjafa- ábyrgð hugsanleg, og án þess er heillavænleg samvinna milli þingsins og stjórnarinnar ómöguleg. Meira að segja, þær sömu breytingar á stjórnarskránni eða framkvæmd- um á henni, sem gætu orðið Islandi til góðs ef sá hnútur væri leystur, geta orðið frelsi og framtíð Iandsins til tjóns ef sjermálunum er haldið föstum í ráðinu. — Þing- seta ráðgjafans er — eptir því sem gjört er ráð fyrir hjá Valtý og hans sinnum — eitt af því sem mundi vekja dönskúm alríkiskreddum og Danarækni yfirleitt hina öflugustu talsmennsku á alþingi, að sama skapi sem þetta ákvæði mundi veikja og sljófga mótstöðuafl þingsins j gegn algerðri politiskri innlimun landsins að lógum, ef [ ákvæðiðáannaðborð yrði notað. Vjer mundum fá Trampe I gamla vakinn þar upp svo opt sem við kynni að þurfa, j en ef til vill færri ötula þjóðfundarmenn til þess að segja: j Vjer mótmælum allir. Það er því langt frá því að rjettsje í rautiinni að leggja Valtýs-frv. það mjög til lasts, þó ráðgjafanum sje þar að eins heimilað að sitja á alþingi, auk þess sem það væri einstætt atkvæði í sinni röð, ef ráðherran væri skyldaður til þess — mánuðum saman — að víkja frá hlið konungsins, og dvelja í mörg hundruð mílna fjar- lægð frá aðsetri sjálfrar hinnar æstu stjórnar. — Þetta heimildarákvæði getur í rauninni eptir eðli sfnu að eins verið formlegt, nerna ef menn kynnu að vilja byggja hjer á því að konungur hefði danska ráðaneytið sjer við hlið eptir sem áður, einnig í sjermálum landsins. En eins og þetta liggur fyrir er ekki gjörandi ráð fyrir öðru en því að ráðgjafinn alloptast sendi erindreka sfna upp til þingsins, enda gæti sá sendimaður gert Dönum allt hið sama gagn þar og lagt hið sama farg á þingið í poli- tiskum áhugamálum þess eins og ráðgjafinn sjálfur. Og eptir þessu ætti enginn að keppa svo mjög að hann legði þar fyrir í sölurnar nokkuð af þeim rjctti íslands til sjálfstæðis er varðveittur hcfur vcrið óskcrtur allt til þessa dags, síðan Jón Sigurðsson grundvallaði rjetta, vísindalega skoðun á sjerstöðu íslands í ríkinu, í hinu alkunna varnarriti sínu móti prófessor Larsen. Úr Lundúnabrjefi til Dagskrár, 6. þ. m. — —- »Þjer spurðuð mig að því, hvort mjer væri kunnugt um, hvernig gengi með rafmagnsmálið frá Reykja- vík. — Jeg hef ekki haft mikil afskipti af því máli, en eins og yður er kunnugt, þekki jeg skjöl þau og yfir- lýsingar, er höfðu komið frá bæjarstjórninni og ýmsuirt borgurum Reykjavíkur á sínum tíma, þessu máli við- víkjandi. Síðar mun málið hafa verið lagt á hylluna af raf- lýsingarfjelögum þeim er við það höfðu átt, mest vegna þess að þau óttuðust kostnnðinn við rafmagnslciðsluna frá fossi þeim er hreifingarvjelarnar áttu að ganga fyrir og einnig var álitin hætta á því að hörð vetrarfrost ef til vill kynnu að stöðva vjelarnar og þar með valda vandræðum fyrir bæjarbúa, cn ábyrgðin fyrir það mundi hljóta að lenda á þeim sem tekið hefði raflýsinguna að sjer. En eins og jeg drap á við yður í síðasta brjefi hefur ungur, efnilegur raffræðingur, sem er mjer persónulega kunnugur, og sem jeg einu sinni í fyrra hafði sagt frá þessu máli, sýnt mjer teikningar og áætlanir um það

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.