Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 2
5° cr hann hefur gjört hjer að lúlandi, og sein hann mun ' ætla að sCnda Reykvíkingum til umsagnar og álita síðar meir, í því skyni að koma á samningum milii sín og þeirra, um hitun og lýsing Reykjuvíkur með rafmagni. Jeg spurði ’nann hvort honum væri það á móti skapi að jeg skýrði yður frá því hvernig hann hefur hugsað sjer að koma þessu til leiðar, og sagði hann að ,sj.er ,.yæri í rauninni engin launung á því. — Hann bygg- ist ekki við því að neinn mundi keppa svo mjög við sig um þetta fyrirtæki, þar sem einungis væri að ræða um smámuni eina, og flestir mundu óttast fjarlægðina og .að.ra erfiðleika á þessu kalda, afskekkta landi. Hann hefði í fyrstunni, hálfgjört að gamni sínu, farið að leita ’sjer.nánari upplýsinga um þetta málefni, — þegar jeg hafði sagt. honum af því að það hefði legið fyrir ýmsum raf- lýsingarfjelögum hjer — og hefði hann þá meðal ann- urs heyrt eínn af Englendingum þeim er kunnugt var VJtn niálið og .hefur ferðast til íslands fyrir tveim, þrem • 4rum, segja frá því að hverir væru nálægt Reykjavík, sem ef til vill mætti nota til að hreifa vjelarnar. .Uppástungan um að nota hverina hefur þannig upp- runalega komið frá. þessum Englendingi, en raífi-æðingur , inn, ,.er , vildi ekki láta nafns síns getið við þetta fyr ep hann vissi víst hvort hann tækist málið á hendur, -hefur nú, eins og yður er kunnugt, lagt þessa uppástungu tjl grundvallar við allan útreikning sinn um aðferðina við rafhitun og raflýsing Reykjavíkur og kostnaðinn af því fyrirtæki. Hann ætlar alls ekki að gjöra neina breyting á hverunum sjálfum, heldur ætlar hann einungis að leggja marga hola málmsívalninga hvern við hliðina á öðrum niður í kerið. Öll þessi málmhylki eiga að mætast í einni eimrennu, er á að leiða gufuna inn í vjel þá er á aptur að framleiða rafmagnið. Hann hyggur að hitinn í hveruiíum muni vera yfirfljótanlegur til þess að hreifa jáfnvel mikið stærri gangvjelar heldur en þær sern Reykja- vík' þarf á að halda — og segist hann geta aukið krapt- inn' eptir víld með því að hafa hylkin fleiri og smærri. ýEtlast hann til að allur tilkostnaður við raflýsing og ' hitun bæjarins verði á þennán hátt' að eins rúmur helm- ingur móti því sem hlutaðeigandi fjelög gjörðu ráð fyrir«.' -----— Ohio-menn. (iood morning, Miss, so and so! — Good morn- ing! Maður á að taka örlítið í húfuderið, ekki að veifa höfuðfatinu eins og neyðarflaggi á báða bóga líkt og tíðkast hjer hjá oss, rneðal betra fólks. — Maður á ekki að heilsa að fyrra bragði, en ef Miss so and so heils- ar fýrst, þá hefur maður leyfi til að yppta skyggninu. — Við erum stödd í neðri 'málstofu þinghússins mörg saman í flota- Allir hafa í dag tækifæri til þess að kynnast amerisku fólki og maður sjer lærða menn og leika af öllu tagi í vinsamlegum samræðum eptir því sem tungutak og enskuþekking leyfir. Salurinn er mikið skrautlegri en búast mátti við á voru landi. — Gljáfægðir, kúptir eineygingar eru á lopti í gullkeðjum og svörtum silkireimum; höfuðin beygjast aptur á bak og horfa á málverkin sem hanga mátu- lega hátt uppi til þess að hinir daglegu gestir geti ekki þuklað á þeim. — Á austurveggnum h-angir ný- gefið málverk, egypskt; þar eru málaðir á nokkrir hefð- armenn frá hinu forna plágulandi. — Þeir sitja í röð, dauðir og þegjandi undir gínandi hamrastöllum, sem sýnast ætla að hrynja yfir þá nær sem vera skal; en steingerfingarnir glápa blindum augum út í loptið, alla veraldarinnar æfi, eins og þeir hafi verið kosnir í nefnd til þess að bíða þarna eptir dómsdegi. — Annað málverk hangir á suðurveggnum; það er eptir professor Aagaard. — A það er Vestanmönnunum einna starsýnast, enda er það besta málverkið sem er á safninu. — Þar speglar skógur sig í sljettu, tæru Sjá- landsvatni —• og þegar maður horfir á það leggur fyrir manns innri skynjan ilm af dönskum beikivið, um bjarta sumardaga á hinu feita flatlendi er samþegnarnir byggja. — Jeg sje »gullaldarmann« einn víkja inn í eitt af hliðarherbergjunum með forkunnar fagurri Ameríkulafði sem hefur leiðst út í samtal með honum fyrir sakir hans mjúka málfæris og hofmannlegu framkomu. Sú amer- iska bendir á kvennmannsmynd, sem hangir þar hjá öðrum smá málverkum. — Það er Pastelmyndin sem ekki þolir rakann, og sem hefur verið bjargað undan eyðilegging af ræktarfullum, óviðkomandi höndum. — Jeg heyri að gullöldungurinn er að reyna að skýra frá því að ekki fari vel um málverkin á þessu safni og að hann er þungorður í garð þeirra, sem hlut eiga að máli — en svo hverfa þau inn i lestrarsalinn, þar sem stóri spegillinn er. — Þar getur lafðin sjeð annað mikið fall- egra málverk, af sjálfri sjer, ef hún vill líta við til vinstri. — To the left, if you please! Fjöldi af þessum ferðamönnum eru lærðir menn, en fáir af þeim eru mjög ríkir. Þó gengur sú saga að einn »Vanderbuildt« sje með með í förinni. —- Við erum að geta upp á hver það geti verið. —- Kannske gamli mað- urinn, toginleiti, með háa ennið og hvíta skeggið niður á bringu. — Hann er eitthvað hebreskulegur í sniðinu. — »Nei, það er Doktor so and so«, hvíslar ein af Vestankonunum lágt og skilmerkilega, með þessurn skörpu, skýru stafagreiningum, sem allt menntað fólk, annað en blessaður landinn, telur nauðsynlegt að temja sjer. Fulltrúarnir eru farnir að týnast inn, einn og einn

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.