Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 3
á stangli; það er komið undir hádegi. Svo flytjum við okkur inn í efri deild; þar á ekki að halda fund í þetta sinn. -— Þar sjáum við Geitlandsmálverkið, sem ekki ætti að hanga neinstaðar þar sem það sjest. Fossarnir í ánni eru eins og freðin seltukvoða í fjöru, og straum- arnir allir líflaus, grár olíumakstur. »Ohio«-mennirnir ganga langt aptur á bak og horfa gegn um hola hönd — og eru ákaflega glaðir yfir öllu sem við sýnum þeim. Einn stelst þó — sje jeg er — til að geispa í lófa sinn um leið og hann kikir á Geit- landsárnar. Við höfum svo lítið að sýna þeim. Forrjgripasafnið hafa þeir skoðað, þar sem allir prjónastokkarnir liggja og eru að bíða eptir að verða gamiir. — Og bókahyll- urnar hafa þeir líka fengið að sjá. »En að koma út?« segir einn. »Já, jeg held við ættum að koma út«. — Það kemur líf í hópinn og allt Vestanfólkið streymir niður eikartröppurnar, með sumar- sloppa, sólhlífar og töskur hangandi á handleggjunum. Úti er svo óþrjótanlega margt að sjá. Grábólstrar og sólroðin skýjadrög standa kyr á himninum eins og þau væru máluð. Mjúkar og brotnar línur hnjúka og skarða eru dregnar upp á blátjöldin með meiri list en dauðlegir menn geta líkt eptir. — Uti er nóg að sjá. — Og hafið breiðir eggsljetta, glampandi vegi út á móti skipsbringunum á höfninni Já, úti er nóg að sjá. — En nú verðum við að skilja. Good bye! Good bye! Hörður. Kistan. (Þýtt.). (Frh.). Þegar hann hætti loksins að hlæja, skall hann apt- ur á bak á þilfarinu, og er jeg beygði mig niður til þess að reisa hann við lá hann eins og dauður. Jeg kallaði menn til hjálpar og loksins raknaði hann við, eptir að ýmsar tilraunir höfðu verið gjörðar við hann. Þegar hann opnaði augun aptur talaði hann nokkr- ar sundurlausar setningar. Honum var tekið blóð oe hann var látinn hátta upp í rúm, og næsta dag var hann alheill —- jeg meina alheill á líkamanum, en um andlega heilsu hans vil jeg ekki tala. Jeg forðaðist hann eins og mjer var unnt, það sem eptir var af leiðinni; hafði skipstjórinn hvatt mig til þess, og hjelt hann einnig að Wyatt væri genginn af vitinu. Við tókum okkur saman um að tala ekki um hann. En margt bar til þess að jeg jeg varð nú enn þá forvitnari um hagi Wyatts og konu hans. Jeg hafði nokkur kvöld drukkið of sterkt tc áður cn jeg háttaði og sofnaðist mjer því ekki vel. Jeg hafði jafnvel legið andvaka tvær nætur. Svefnkiefinn rninn sneri út að stærri borðsalnum í lyptingunni eins og allir hinir aðrir klefar er ógiptir karlmenn sváfu í á þessu skipi en herbergi Wyatts sneri út að hinum minni sal, og var rennihurð fyrir, sem hann hafði ólæsta nótt og dag. — Það koni opt fyrir þegar skipið veltist í öldunum að hurðin rann til í fölsunum, og opnaðist, og þegar cngin nennti að fara á fætur til þess að loka henni stóð hún opin þangað til önnur velta lokaði henni. Jeg ljet mín- ar dyr alltaf standa opnar vegna hitans, og klefi minn lá svo fyrir að jeg sá allt hvað gerðist í litlu borðstof- unni, einkum þeim megin er vissi að herbergjum Wyatts. Þær tvær nætur er jeg gat ekki sofnað sá jeg frú Wyatt fara út úr herbergi manns síns um kl. 11 og inn í hið auða herbergi; þar dvaldi hún svo þangað til liann kotn á morgnana og sótti hana inn til sín. Það var auðsjáan- legt að þau lifðu ekki saman; þau höfðu hvort sitt svefnherbergi, og biðu að öllum líkindum einungis eptir því að verða skilin að lögum. Þetta var sú ályktun er jeg gjörði að lokum, um þessa undarlegu hjónasambúð. Og svo var eitt enn sem vakti forvitni mína. — Báðar þessar nætur er jeg sá frú Wyatt skipta þannig um svefnherbergi heyrði jeg ntjög kynlegan há- vaða inni hjá honum. Jeg hlustaði nákvæmlega á þetta nokkrar mínútur, og mjer tókst að uppgötva af hverju hljóðið orsakaðist. — Það kom af því að Wyatt var að skrúfa lokið af kistunni með einhverju verkfæri. Jeg heyrði glöggt þegar hann náði lokinu af og reisti það upp við vegginn í hcrbergi sínu. — Svo varð allt hljótt um stund en nokkru síðar heyrði jeg eitthvað líkast ekka eða djúpum andvörpum, og svo heyrði jeg talað, en svo lágt að jeg gat ekki greint orðaskil. Jeg hef sagt að mjer virtist líkast því sem grátið væri og andvarpað en þegar jeg fór að gæta betur að, fannst mjer að þessu mundi vera öðruvísi varið. Jeg komst á þá skoð- un að Wyatt mundi liafa tekið lokið af kistunni ti! þess að gleðja sjálfan sig með því að horfa á málverkið — og að hann síðan mundi haida lofræður við sjálfan sig, út af því hvað málverkið væri meistaralegt. Hann \'ar svo undarlegur í öllu að honum var vel trúandi lil þess. Þegar fór að birta aptur af degi hej'tði jeg g'öggt að hann skrúfaði lokið aptur a kistuna — og að því búnu kom hann út alklæddur úr herhergi sínu til þess að sækja frú Wyatt. (Frh.). Ohiomennirnir sjálfir sjá eptir því að þurfa að fara svo fljótt frá Islandi. — Hefðu þeir vitað hvað inndæit er sumarveðrið hjer og falleg útsjón við Reykja- vík mundu þeir hafa staðið mikið lengur við — ejitir því sem sumir þeirra hafa heyrst segja frá,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.