Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 15.07.1897, Blaðsíða 4
52 Milljón króna hefur íslenskum mannni verið boðin í stofnfje til þess að setja upp »trawlútgerð« við ísland. — Hann átti að hafa 5000 krónur strax fyrir að taka að sjer að stofna fjelagið og nokkur þúsund fyrir að vera tormaður þess. — Ætla þeir sömu hefðu viljað gefa nokkuð til þess að ganga í fjelag með íslenskum mönnum er hefðu haft sjerrjett fram yfir útlendinga til þess að trawla hjer við land? Þessi íslendingur (hann á heima í Kaupmannahöfn) vildi ekki þiggja tilboðið af því að hann áleit, að eins og lögum er nú fyrirkomið, væri ómögulegt að gjöra fyrirtækið innlent — og varð því ekkert úr þessu. Það voru Þjóðverjar sem buðu peningana. — Spakur er landinn. — Englendingar og allar aðrar þjóðir geta trawlað hjer við land og mega fara með „veiðina heim til sín — en íslendingar sjálfir, einir allra ..þjóða í heimi, eru útilokaðir frá því að hagnýta sjer trawlfiski. jafnvel utan landhelgi, með því að þeim er eptir gildandi lögum meinað að leggja fiskupp á íslenskar hafnir, af botnvörpuskipunum. Góður varningur! Góð kjör! Stórt úrvai af úrum, lirkeðjum og „Kapselum44 og fleira er við kemur iðn minni. Enn fremur Singers-stál-saumavjelar og aðrar ódýrari með kössum og án þeirra. Laxveiða-állöld af ýmsum gerðum, svo sem: Stengur, hjól, hjólfæri, ,,for-snúrur“, önglar og flugur. . Með hverju póstskipi koma nýjar birgðir í stað þeirra, er selst hafa, og þá opt um leið eitthvað NÝTT. Pantanir eru afgreiddar svo fljótt og vel sem kost- ur er á. Úrviögerðia? fijótt og vel af hendi leystar. Athugið að upptaldir munir eru hvergí ódýrari. Pjetur Hjaltested. Besta útlent tímarit er íslendingar eiga kost á að fá ódýrt til kaups er KRINGSJÁ, gefin út af Olaf Norli, Kristjania. Tímaritið kemur út 2svar í mánuði, 80 blaðsíður hvert hefti. Kostar, hvern ársfjórðung, 2 kr. sent til íslands. Tímíritið inniheldur glögga útdrætti úr ritgjörðum um alls konar vísindi og listir eptir bestu tímaritum úti um heim. Orgel Harmonium fást mjög vel vönduð og með góðu verði. Kaupendur snúi sjer til undirskrifaðra Brödrene Thorkildsen Aasen pr. Throndhjem Norge. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í versluninni. Fæst hjá kaupmönnnm á Islandi. F. Hjort & Co. Kaupmannahöfn. Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellumpr. Skien, lætur kaupmönnum og kauptjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.— Semja má við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnason, ísafirði. PÍTVMÍÍI munntóbak °g rjólfrá FiL I lllU W. F. Schrams Eftf. Fæst hjá kaupmönnunum. Abyrgðarmaður: Einar Benediktsson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.