Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur út hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arklr) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — ArsQórð. erlendis 2,50. Verð árgangs lyrir eldri kaup endur innanlands. 4- krónur. II, 16. Réhykjavík, mánudaarinn 19. jú!í. 897. Hjá Vaítý, eccellenza. ! Jeg leyfði mjer að víkja á tal við dr. Valtý í dag, í því skyni að fá sannar fregnir af því, hverjar horfur hann álíti nú á máli sínu á þinginu — því nú nálgast sá tími sjálfsagt, að hin nafnkunna stjórnarskrárnefnd ieggi álit sitt fram fyrir neðri deild, hvort sem það verður í tvennu eða þrennu lagi, eins og sumir hafa spáð. — Jeg skal hjer stuttlega skýra frá samræðu þeirri er jeg hafði við hans eccellenza, dr. Valtý, um hina miklu »stjórnarbót«, er Danir hafa samið oss til nanda, og falið doktornum af einskærri góðvild og umhyggju- semi fyrir velferð landsins að bera upp á þingmanna- bekkjunum. Eptir stuttan inngang til samtals við dr. Valtý sagði jeg meðal annars: »Það er nú altalað hjer um bæinn, eptir yður ^álfum, að Nellemann gamli, hinn slungni og lævísi bragða-Mágus, hafi samið þetta blessað frv., sem hefur verið kennt við nafn yðar á þinginu. Jeg er einn af þeim sem trúi því laust, að ráðgjafinn okkar, sá núver- andi, hafi látið vinna þetta verk fyrir utan vebönd stjórnardeildarinnar íslensku«. »Jeg hef engan um það frætt hver hafi samið frum- varpið — en svo mikið get jeg sagt yður, að embættis- mennirnir í stjórnardeiidinni hafa allt af verið frv. mjög mótfallnir«, segir dr. Valtýr, og brosir við. »Embættismenn? Nú, þjer teljið Rump ekki þar með; — en þjer fyrirgefið, þó við teljum þá nú alla í sama númerinu hjerna heima. Þegar við tölum um ís- lensku stjórnardeildina, teljum við Rump þar með, efstan á blaði. — En það gjörir nú hvorki til nje frá; — að- alatriðið er, að við höfum víst haft rjett að mæla, sem höfum álitið frv. eiga uppruna sinn að rekja tií íslenska riðaneytisins í Höfn«. »Jeg hef alls ekki jatað heldur að það sje rjett. Jeg hef ekkert um það sagt — og jafnlítið hafa hinir fyrir sjer, sem segja að Nellemann hafi samið það. Þetta leyndarmál er fyrir einskis rnanns brjósti nema mínu«, segir hans eccellenza, og leggur vinstri hendina hóglega á frakkabarminn. »En mætti maður spyrja, hver á eiginlega hugmynd ina eða hver hefur íyrstur fundið upp tillögurnar, svo við víkjum nú frá því hver hefur klætt þessar hugsanir í búning?« »Jú, það skal jeg segja yður, með ánægju. Það er jeg sjálfur og enginn annar — hvað sem hinu líður, hver hefur samið eða orðað tillögurnar«. »Hvernig haldið þjer að standi á þeim ýmigusti, er i(embættismenn’.’ stjórnardeildarínnar höfðu á þessu frumvarpi ?« — »Hm. Það skal jeg ekki segja. Þeir vildu engu svara nema því sama sem áður hafði komið fram í hinum alkunnu stjórnarauglýsingum. — Bara segja blátt nei, og punktum«. »Ætli Islendingarnir hafi verið á sama máli ?« »Það hygg jeg. Þeir munu heldur hafa viljað fá hreint nei frá stjórninni ufn aliar breytingar heldur en frumvarp mitt kæmist á framfæri«. »Nú, þeir eru þá orðmr ófrjálslyndari, íslendingarnir sjálfir, heldur en ráðgjafinn. — Það var eína bótin, að þjer vissuð að hvorum endanum þjer áttuð að snúa yður, þar sem þjer fóruð beint uop í tip-top manninn, Rump sjálfan«. •— »Já, jeg vissi hverja leiðina jeg átti að fara, það er víst og satt. •— 'Það getur vel verið að ^embættis- mennirnir” sjeu í rauninni ekki síður velviljaðir heldur en ráðgjafinn — en það er ekki nóg. Maður verður líka að hafa hin rjettu hyggindi til að bera til þess að geta metið slíka uppástungu sem þá er jeg hef komið með«. »Þeir hafa auðsjáanlega ekki verið færir um að finna púðrið í tillögunni«, segi jeg — »en hvað gjörir það; yðar eccellenza og hinn núverandi ráðgjafi skiljið báðir hve heillavænlegt það er«. »Já, guði sje lof. Við Rump skiljum það vel - °g Jeg er sannfærður um að íslendingar skilja það líka þegar frumvarpið er orðið að l'ógum«. »Já, en æri nú 'ekki eiginlega of seint að skilja það þá, ef : vo skyldi nú fara aö rjettarbótin reynd- ist öll 1 orði ::n engin a borði. Er þá ekki heldur síðla að grípa það ?« »Betra er seint en aldrei«. »En apropos. Hvað segið þjer um sendinefnd ef frv. yðar skyldi verða fellt ?« »Sendinefnd tölum við ekki um fyr en seinna. Það er ekki búið að feiia frv. mitt enn þá«. »Adieu. Svo bitti j yðar eccelenza aptur þegar búið er að fella það, og taia bccur við yður um sendinefn iina«.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.